Lífið

Drew vildi ekki börn

Drew Barrymore hefur áhyggjur af því að framtíða börn hennar muni erfa geðsjúkdóma eða fíkn, sem er áberandi í ættarsögu hennar.
Drew Barrymore hefur áhyggjur af því að framtíða börn hennar muni erfa geðsjúkdóma eða fíkn, sem er áberandi í ættarsögu hennar. MYND/Getty

Drew Barrymore og Fabrizio Moretti, trommari í hljómsveitinni The Strokes, slitu sambandi fyrir stuttu síðan. Ástæðan fyrir því ku hafa verið að sú að Barrymore vildi ekki gifta sig. Hún var heldur ekki viss um hvort hún vildi eignast börn, og var Moretti farið að lengja eftir svörum.

Leikkonan hefur undanfarið unnið að því að gera heimildamynd um fjölskyldu sína og vandamál hennar, en geðsjúkdómar og fíkn eru áberandi í ættarsögunni. Þetta hefur fengið mikið á Barrymore, og óttast hún að börn hennar gætu jafnvel erft einhver þessara vandamála, að því er heimildamaður The National Enquirer greinir frá.

Í kjölfar frægðarinnar sem Barrymore öðlaðist eftir að hafa leikið í E.T., þá sex ára, leiddist Barrymore sjálf út í fíkniefnaneyslu. Hún fór að drekka áfengi þegar hún var níu ára gömul, reykja hass ári síðar og var farin að neyta kókaíns fyrir tólf ára afmælið sitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.