Lífið

Vann flugmiða og gjaldeyri

Sesselja Margrét tók við verðlaununum frá forsvarsmönnum Landsbankans og Icelandair.
Sesselja Margrét tók við verðlaununum frá forsvarsmönnum Landsbankans og Icelandair.

Heppnin var með Margréti Sesselju Otterstedt þegar hún valdi sinn uppáhalds tónlistarflytjenda fyrir árið 2006 á Vísi. Kosningin fór fram vegna Íslensku tónlistarverðlaunanna sem fram fóru í Borgarleikhúsinu sl. miðvikudagskvöld. Margrét fékk flugmiða fyrir tvo með Icelandair til

eins af áfangastöðum Icelandair og gjaldeyri frá Landsbankanum. Margrét var að vonum ánægð með verðlaunin þegar hún veitti þeim viðtöku á hátíðinni sjálfri og bíður sjálfsagt spennt eftir að fljúga útí heim á vit ævintýranna.

Mikil þátttaka var í kosningunni á Vísi, en kosið var á milli fimm efstu flytjendanna með símakosningu á úrslitakvöldinu.

Kosið var á milli Bubba, Jeff who?, Lay Low, Magna og Ragnheiðar Gröndal. Í lok símakosningar stóð Lay Low uppi sem sigurvegari.

Vísir óskar Margréti Sesselju til hamingju með glæsilegan vinning.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.