CoBrA-málari gefur 4. febrúar 2007 10:00 Carl-Henning Pedersen. Hinn aldni málari gefur verk til danska listasafnsins. Danski málarinn Carl-Henning Pedersen, sem var einn þeirra sem tóku virkan þátt í CoBrA-hreyfingunni, gaf í vikunni fjörutíu verk til Listasafns danska ríkisins. Verkin er frá löngu tímabili, síðari hluta sjötta áratugarins til þess níunda. Carl-Henning er fjörgamall, fæddur 1913. Síðastliðið sumar var sýning á verkum hans og fyrri eiginkonu hans Else Ahlfeldt í Sigurjónssafni frá sumardvöl þeirra hér á landi 1948 en þá áttu þau ásamt fjölda danskra málara verk á Haustsýningunni í Listamannaskálanum sem olli nokkrum kafla skilum í íslenskri myndlistarsögu. Vakti sýningin gríðarlega athygli meðal bæjarbúa og var afar vel sótt. Gjöfin vekur athygli fyrir þá sök að þau hjón, Carl-Henning og Else, gáfu firnastórt safn verka sinna til safns sem helgað er verkum þeirra í Herning. Hafa forráðamenn í dönsku menningarlífi haft áhuga á að gera þar miðstöð fyrir CoBrA. Verk málara og listamanna sem tilheyra hópnum hafa hækkað mikið í verði á málverkamarkaði Vesturlanda á undanförnum misserum. CoBrA-hreyfingin var stofnuð þann 8. nóvember 1948 af danska málaranum Asger Jorn og Hollendingnum Karel Appel og var nafnið sótt í upphafsstafi borganna Kaupmannahafnar, Amsterdam og Brussel. Hópurinn var starfandi um þriggja ára skeið og var í framlínu evrópskra myndlistarmanna á sínum tíma og hafði áhrif langt út fyrir sínar raðir. Félagar hans leituðu nýrra leiða í myndsköpun, sóttu kraft í myndlist frumstæðra þjóða og barna. Hópurinn var skorðaður milli súrrealistanna og marxismans og hafði klára stefnuskrá. Svavar Guðnason tengdist CoBrA-hópnum og er víða nefndur í erlendum fræðiritum í myndlist í tengslum við hann, líkt og Carl-Henning og Else. Jorn var í vinfengi við Halldór Laxness og vann skreytingar fyrir hann fyrir alþjóðlega útgáfu við Söguna af brauðinu dýra sem nú er orðin illfáanleg. Verk Carl-Henning og fleiri myndlistarmanna sem tengdust hópnum eru enn víða fáanleg í Evrópu, bæði einstök verk unnin með ýmissi tækni, og prent, bæði á uppboðsvefjum Bruun Mattson og Lauritz í Höfn og víðar á viðráðanlegu verði. Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Fleiri fréttir Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Sjá meira
Danski málarinn Carl-Henning Pedersen, sem var einn þeirra sem tóku virkan þátt í CoBrA-hreyfingunni, gaf í vikunni fjörutíu verk til Listasafns danska ríkisins. Verkin er frá löngu tímabili, síðari hluta sjötta áratugarins til þess níunda. Carl-Henning er fjörgamall, fæddur 1913. Síðastliðið sumar var sýning á verkum hans og fyrri eiginkonu hans Else Ahlfeldt í Sigurjónssafni frá sumardvöl þeirra hér á landi 1948 en þá áttu þau ásamt fjölda danskra málara verk á Haustsýningunni í Listamannaskálanum sem olli nokkrum kafla skilum í íslenskri myndlistarsögu. Vakti sýningin gríðarlega athygli meðal bæjarbúa og var afar vel sótt. Gjöfin vekur athygli fyrir þá sök að þau hjón, Carl-Henning og Else, gáfu firnastórt safn verka sinna til safns sem helgað er verkum þeirra í Herning. Hafa forráðamenn í dönsku menningarlífi haft áhuga á að gera þar miðstöð fyrir CoBrA. Verk málara og listamanna sem tilheyra hópnum hafa hækkað mikið í verði á málverkamarkaði Vesturlanda á undanförnum misserum. CoBrA-hreyfingin var stofnuð þann 8. nóvember 1948 af danska málaranum Asger Jorn og Hollendingnum Karel Appel og var nafnið sótt í upphafsstafi borganna Kaupmannahafnar, Amsterdam og Brussel. Hópurinn var starfandi um þriggja ára skeið og var í framlínu evrópskra myndlistarmanna á sínum tíma og hafði áhrif langt út fyrir sínar raðir. Félagar hans leituðu nýrra leiða í myndsköpun, sóttu kraft í myndlist frumstæðra þjóða og barna. Hópurinn var skorðaður milli súrrealistanna og marxismans og hafði klára stefnuskrá. Svavar Guðnason tengdist CoBrA-hópnum og er víða nefndur í erlendum fræðiritum í myndlist í tengslum við hann, líkt og Carl-Henning og Else. Jorn var í vinfengi við Halldór Laxness og vann skreytingar fyrir hann fyrir alþjóðlega útgáfu við Söguna af brauðinu dýra sem nú er orðin illfáanleg. Verk Carl-Henning og fleiri myndlistarmanna sem tengdust hópnum eru enn víða fáanleg í Evrópu, bæði einstök verk unnin með ýmissi tækni, og prent, bæði á uppboðsvefjum Bruun Mattson og Lauritz í Höfn og víðar á viðráðanlegu verði.
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Fleiri fréttir Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Sjá meira