Lífið

Beyonce nísk á aurana

Beyonce, í miðið, ásamt meðleikkonum sínum í Dreamgirls
Beyonce, í miðið, ásamt meðleikkonum sínum í Dreamgirls

Beyonce Knowels, ein hæst launaðasta söng- og leikkona skemmtanarðnaðarins, heldur vel utan um aurana sína. Beyonce leikur í kvikmyndinni Dreamgirls sem frumsýnd var hér á landi síðastliðinn fimmtudag. Samfara kynningu á myndinni ætlar hún að koma nýrri plötu sinni, B-Day, á framfæri í Los Angeles.

Samkvæmt heimildum The New York Post þurfa dansarar í komandi tónleikaferð og myndböndum hennar sjálfir að greiða fyrir flug frá New York til Los Angeles til að taka þátt í æfingum. Verða hverjum dansara greiddir 400 dollarar á tónlistarmyndband en það jafngildir rúmum 27 þúsund íslenskum krónum.

Það er ekki á hverjum degi sem dansarar fá tækifæri til að dansa fyrir slíka stórstjörnu sem Beyonce er og því kemst hún upp með að greiða þeim aðeins lágmarkslaun miðað við hvað venjan er í þessum bransa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.