Fleiri fréttir

París er best í bólinu

Joe Francis heitir maður sem hefur auðgast ótæplega á klámiðnaðinum vestur í Ameríku. Hann er nokkuð frægur í þeim bransa, og kannski frægastur fyrir að hafa verið í nánu sambandi við París Hilton á myndbandi sem hálfur heimurinn hefur líklega séð. Eftir því sem Joe segir sjálfur er París ekki eina frægðargellan sem hann hefur tekið til lagnaðar. Hún er þó sú langbesta.

Sjónarsviptir að Bítinu

Morgunþátturinn Ísland í bítið rann skeið sitt á enda í morgun með síðustu sjónvarpsútsendingu morgunhananna Sirrýar og Heimis. Þátturinn heldur áfram í útvarpi sem Í bítið á Bylgjunni, en tæplega 1400 þættir fóru í loftið á rúmum sjö árum á Stöð 2. Heimir Karlsson hefur verið annar stjórnanda Íslands í bítið í rúm þrjú ár, lengst allra þáttarstjórnanda.

Harry Potter kemur út með haustinu hér á landi

Aðdáendur galdrastráksins Harry Pottter hér á landi verða að bíða fram á haust þar til þýðingin á síðustu bókinni um hann, Harry Potter and the Deathly Hallows, kemur út.

Stefnir í alvöru fangelsi

Bandaríki leikarinn Lane Garrison á yfir höfði sér alvarlegar ákærur, eftir að lögreglan upplýsti að hann hefði bæði verið undir áhrifum eiturlyfja og áfengism, þegar hann ók Landrover jeppa sínum á tré í byrjun desember. Sautján ára piltur lét lífið í slysinu, en auk þess voru í jeppanum tvær fimmtán ára stúlkur, sem slösuðust mikið.

Tyra fékk bónorð í beinni

Fyrirsætan Tyra Banks er ýmsu vön, en það kom henni þó á óvart að fá bónorð í beinni sjónvarpsútsendingu. Og það frá ættarhöfðingja í Nígeríu. Tyra var í spjallþætti Larrys King og þau voru að tala um holdarfar stjörnunnar, sem hefur verið eitthvað til umræðu í fjölmiðlum vestra undanfarið.

Martröð golfarans

Tævanskur golfari missti minnið eftir að hitta holu í höggi á golfvelli í Taiwan. Wang sem er fimmtugur var í golfi með vinum sínum í borginni Xinzu þegar þetta gerðist. Vinur Wangs sem var með honum sagði að boltinn hefði flogið og fallið beint ofan í holuna, sem er venjuleg þriggja para hola. Wang var fyrst yfir sig glaður, en þegar vinir hans náðu í boltann og komu til að óska honum til hamingju, fundu þeir hann muldrandi upp á hól: "Af hverju er ég hérna?"

Ekki slæmt að vera vinsælust

"Það er ekki slæmt að vera vinsælust. Takk kærlega fyrir að kjósa mig það. Takk," sagði tónlistarkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, Lay Low, við afhendingu Íslensku tónlistarverðlaunanna í Borgarleikhúsinu í gærkvöld.

Synir Marley´s halda tónleika

Synir Marley´s ráðgera afmælistónleika Fjórir synir Bob Marley´s áforma nú að halda tónleika á Jamaica í tilefni afmælisdags reggae stjörnunnar, en hann hefði orðið 62ja ára 6. febrúar. Tónleikarnir “Smile Jamaica” verða haldnir í Nine Miles, St Ann, fæðingarstað söngvarans. Tónleikarnir eru hluti af afmælisviku til höfuðs Marley´s þar sem ýmislegt er gert til að fagna afmælisdeginum

Aron Pálmi segir frá misnotkun

Í viðtali við tímaritið Ísafold segir Aron Pálmi Ágústsson frá því hvernig hann misnotaði sjö ára gamlan dreng, þá 12 ára gamall. Aron var dæmdur í tíu ára fangelsi tveimur árum síðar fyrir kynferðisbrotið gegn drengnum, sem varð fyrir sálrænu áfalli við atvikið og átti eftir það erfitt með svefn. Í tímaritinu kemur fram að Aron var að herma eftir misnotkun sem hann varð sjálfur fyrir af hálfu nágranna síns stuttu áður.

Köld slóð til Gautaborgar

Kvikmyndinni Kaldri slóð hefur verið boðið að taka þátt í “Nordic Film Market” sem er sölumarkaður innan Gautaborgar hátíðarinnar. Það eru einungis tuttugu myndum frá Norðurlöndunum boðin þáttaka á þessum lokaða markaði og því er þetta mikill fengur fyrir framleiðendur myndarinnar.

J-Lo ver vísindatrú

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez, öðru nafni J-Lo, hefur upplýst að pabbi hennar sé vísindatrúar og hafi verið það í 20 ár. Hún hafi þó sjálf verið alin upp í kaþólskri trú.

Útgáfu- og upplestrarkvöld Nykurs

Út eru komnar þrjár ljóðabækur hjá útgáfu- og skáldafélaginu Nykri, og Því efnir Nykurinn til upplestrarkvölds á veitingastaðnum Litli ljóti Andarunginn við Lækjargötu n.k föstudagskvöld, 2. feb, kl. 21:00

Kate og Pete í meðferð saman

Vegfarendur sáu til ofurfyrirsætunnar Kate Moss og kærasta hennar Pete Doherty, söngvara Babyshambles, fara saman á Capio Nightingale spítalann í London á mánudag. Þar skráðu þau sig í meðferð undir fölskum nöfnum.

Jóhann Friðgeir á hádegistónleikum

Stórtenórinn Jóhann Friðgeir Valdimarsson mun flytja dramatískar aríur með Antoníu Hervesi, píanóleikara, á hádegistónleikum í listasafninu Hafnarborg, á morgun fimmtudag. Bera tónleikarnir yfirskriftina ,,Ástin er dauðans alvara".

The Eagles gefa út nýja hljómplötu

Hljómsveitin Eagles sem þekktust er fyrir lag sitt “Hotel California” vinnur nú að útgáfu nýrrar hljómplötu, en það er fyrsta plata sveitarinnar með nýjum lögum í tæp þrjátíu ár. Tímaritið Las Vegas Review hafði þetta eftir Don Henley, einum stofnanda hljómsveitarinnar á tónleikum nýverið. Frá árinu 1980 hafa nokkrar plötur verið gefnar út af upptökum frá tónleikum hljómsveitarinnar.

Uma að hætta leik?

Kvikmyndaleikkonan Uma Thurman íhugar nú að gefa leikferil sinn upp á bátinn og helga sig uppeldishlutverkinu. Uma hefur leikið í stórum myndum nýverið eins og Kill Bill og My Super Ex-Girlfriend. En nú hefur hún gefið upp að hún íhugi breytingu. Uma sagði breska dagblaðinu Daily Mirror að hún elskaði starf sitt; “En ég er að hugsa um að verða heimavinnandi móðir.”

Aumingja Borat

Blessaður kallinn hann Borat á enn ein málaferlin yfir höfði sér. Í þetta skipti er það ísraelskur spéfugl sem segir að Borat hafi stolið frá sér "orðatiltækinu" Wa wa wee wa. Dovale Glickman bjó til þessa vitleysu fyrir sextán árum fyrir persónu sem hann lék í sjónvarpsþætti. Wa wa wee wa var einnig notað í sjónvarpsauglýsingum fyrir gulu síðurnar, í Ísrael.

París höfðar mál

París Hilton hefur höfðað mál til þess að að fá lokað vefsíðu þar sem ýmsir persónulegir munir hennar eru boðnir til sölu. Á síðunni er því haldið fram að hlutirnir hafi verið seldir þegar hún stóð ekki í skilum með geymslugjald í vöruhúsi. Það kostar fjörutíu dollara, bara að fá að skoða það sem í boði er af munum stúlkunnar.

Metsöluhöfundurinn Sidney Sheldon er látinn

Metsöluhöfundurinn Sidney Sheldon lést í gær, 89 ára að aldri. Hann dó úr lungnabólgu á sjúkrahúsi nálægt Palm Springs í Kaliforníu að sögn útgefanda hans Warren Cowan. Á ferli sínum skrifaði Sheldon mörg verðlaunaleikrit sem sýnd voru á Broadway, auk Hollywood kvikmyndahandrita, áður en hann sneri sér alfarið að bókaskrifum þegar hann var fimmtugur.

Björk á Hróarskeldu

Eitt af stóru nöfnunum á Hróarskeldu næsta sumar verður íslenskt. Skipuleggjendur hátíðarinnar upplýstu í morgun að Björk verður ein af stjörnunum á næsta ári. Hún spilaði síðast á Hróarskeldu árið 2003 þegar hún var lokaatriðið á appelsínugula sviðinu. Þetta verða einu tónleikarnir hennar á Norðurlöndum á árinu, að sögn Politiken.

Bachelor-stúlka fækkar fötum á sviði

Feministar eru æfir yfir Supergirl, keppni sem fram fór á skemmtistaðnum Pravda á laugardaginn. Þar fækkuðu ungar konur fötum til að reyna að vinna utanlandsferð. Bachelorstúlkan Silja Ívarsdóttir fór úr öllum fötunum.

Biðin styttist í PS3

Sala á PlayStation 3, nýjustu leikjatölvunni frá Sony, hefst í Evrópu 23. mars næstkomandi. Leikjatölvan kom á markað í Japan og Bandaríkjunum í nóvember í fyrra. Einungis dýrari gerðir leikjatölvunnar verða í boði fyrst um sinn en ódýrari gerðir hennar koma á markað síðar í Evrópu.

Álfar og fjöll með gull

Friðrik Karlsson og Þórunn Lárusdóttir fengu á dögunum afhendar gullplötur fyrir 5000 stk sölu á plötunni Álfar og fjöll, sem kom út fyrir síðustu jól.

Sienna Miller og P. Diddy að slá sér upp?

Talið er að leikkonan Sienna Miller og rapparinn P. Diddy, öðru nafni Sean Combs, séu að slá sér upp. Þessar sögusagnir fengu aukinn hljómgrunn eftir að til þeirra sást á hóteli í New York eftir að hafa skemmt sér saman um kvöldið.

Little Miss Sunshine hlutskörpust

Það var mikið um dýrðir í Los Angeles í gærkvöldi þegar Screen Actors Guild verðlaunin (SAG Awards) voru veitt í 13. sinn en það er bandalag leikara í Bandaríkjunum sem velur vinningshafana.

Laddi 6-TUGUR

Í kjölfar tilkynningar um að setja ætti upp grínsýninguna LADDI 6- TUGUR í Borgarleikhúsinu rigndi inn fyrirspurnum frá fólki um allt land varðandi það hvernig maður tryggi sér miða.

Breyttar áherslur

Plata sem á nokkra eftirminnilega spretti en þegar á heildina er litið siglir hún einum of lygnan sjó þrátt fyrir tilraunir til annars.

Bloggað um fréttir á Vísir.is og Gras.is

Notendum BlogCentral.is gefst nú kostur á að blogga um fréttir á Vísir.is og Gras.is. Nú geta Bloggarar hjá stærsta bloggsvæði landsins bloggað á bæði Vísir.is og Gras.is, ekkert annað bloggsvæði hér á landi bíður uppá þennan möguleika þ.e.a.s að menn geti bloggað um fréttir á fleiri en einum vef.

Jolie missir móður sína

Marcheline Bertrand leikkona og móðir Angelinu Jolie lést í Los Angeles á laugardaginn. Banameinið var krabbamein. Í fréttatilkynningu frá Angelinu sagði að móðir hennar hefði látist á Cedars-Sinai læknamiðstöðinni. Aldur Marcheline var ekki gefinn upp, en samkvæmt Internet Movie Database vefsíðunni fæddist hún árið 1950. Angelina var við dánarbeð móður sinnar ásamt bróður sínum, James Haven, og kærastanum, Brad Pitt.

Milljónir fyrir Shilpu í Bretlandi

Bollywood stjarnan Shilpa Shetty varð sigurvegari Celebrity Big Brother í Bretlandi í gær þegar hún hlaut 63 prósent atkvæða í símaatkvæðagreiðslu. Shilpa, 31 árs, varð heimsfræg þegar hún varð fyrir kynþáttaníði bresku sjónvarpsstjörnunnar Jade Goody, en hún var rekin úr þáttunum í næstu atkvæðagreiðslu á eftir. Framleiðanda þáttanna, sjónvarpsstöðinni Channel 4, bárust 40 þúsund kvartanir vegna kynþáttaníðsins.

Síðasta mynd Irwins sýnd í Ástralíu

Síðsta heimildarmynd Steve Irwins verður sýnd í dag í heimalandi hans Ástralíu. Myndin fylgir Irwin síðustu dagana fyrir dauða hans í September, þegar hann var stunginn til bana af stingskötu. Heimildarmyndin sem verður sýnd á sjónvarpsstöðinni Channel 9 heitir "Sjávarins hættulegustu" og er kynnt af ekkju Irwins, Terri.

Íslenskur brettagaur á sænskum topp 10 lista

Aftonbladet í samvinnu við jaðarsports ljósmyndara birti nýlega lista yfir topp tíu jaðarsports einstaklingana að þeirra mati. Í 6. sæti á listanum er snjóbretta-snillingurinn frá Akureyri, Eiríkur Helgason, eða bara Eiki. Eiki hefur verið búsettur í Svíþjóð síðustu þrjú árin og hefur stundað nám við íþróttalýðskóla þar sem snjóbretti eru aðalgrein hans.

Borat kemst á valdalista GQ

Borat er númer 19 á lista karlatímaritsins GQ yfir valdamestu menn í Bretlandi. Eitt hundrað nöfn eru á listanum og kemur Borat næstur á eftir Vilhjálmi Bretaprins og tveimur sætum á eftir David Cameron leiðtoga íhaldsflokksins. Tímaritið sagði um höfund Borats að eftir daga Johns Lennons hafi breskur skemmtikraftur ekki haft jafn mikil áhrif á heiminn og Baron Cohen.

Kemur 23. mars

Leikjatölvan Playstation 3 verður gefin út í Evrópu 23. mars næstkomandi. Verð tölvunnar er 53 þúsund krónur en endanlegt verð hér á landi hefur ekki verið ákveðið.

Playstation 3 kemur 23. mars

Tæknifyrirtækið Sony tilkynnti á dögunum útgáfudag leikjatölvunnar Playstation 3 í Evrópu. Hún kemur út hinn 23. mars og mun kosta 599 evrur eða sem samsvarar um 53 þúsund krónum. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Úrslitakeppni hafin í X-Factor

Úrslitakeppnin í X-Factor hefst í beinni útsendingu frá Vetrargarðinum í Smáralind á föstudagskvöldið kemur, 26. janúar. Þar hefur verið komið upp stærstu og tilkomumestu sviðsmynd sem gerð hefur verið fyrir íslenskt sjónvarp og allt til reiðu svo keppnin geti hafist - stórkostleg sjónvarpsskemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Kynþáttaníð í Stóra Bróður bjargaði þættinum

Yfirmaður Stöðvar 4 í Bretlandi segir að nýjasta þáttaröð Big Brother hafi stefnt í að verða sú leiðinlegasta í sögu stöðvarinnar. Kevin Lygo einn yfirmanna Channel 4 sagði breska tímaritinu Broadcast Magazine að fordómafull ummæli bresku sjónvarpsstjörnunnar Jade Goody gegn Indversku Bollywood-stjörnunni Shilpa Shetty hafi bjargað þættinum frá leiðindum. Hann viðurkennir að hafa leitt hugann að því hvað hefði verið hægt að gera, áður en málið kom upp.

Þú ert það sem þú hugsar

Þriðjudaginn 30.janúar heldur Guðjón Bergmann ókeypis kynningarfyrirlestur um námskeið sitt Þú ert það sem þú hugsar á Grand hótel Reykjavík.

Hugi og Dolli fallast í faðma

„Þetta var rosalega góður sáttafundur,“ segir sjónvarpsmaðurinn Hugi Halldórsson sem hefur verið við tökur efnis fyrir stuðningsmannaklúbb íslenska handboltalandsliðsins úti í Þýskalandi.

Sjá næstu 50 fréttir