Lífið

Bónorð frá Mbutu

Ættbálkadrottning í nígeríu?
Tyra Banks fékk bónorð frá ættbálkakonungi í Nígeríu í gegnum spjallþátt Larry King.
Ættbálkadrottning í nígeríu? Tyra Banks fékk bónorð frá ættbálkakonungi í Nígeríu í gegnum spjallþátt Larry King. MYND/AP

Tyru Banks barst undarlegt bónorð í gegnum spjallþátt Larry King um daginn. Ofurfyrirsætan og athafnakonan Banks var gestur King, þegar þáttastjórnandanum barst tölvupóstur frá áhorfanda að nafni Mbutu.

Sá kvaðst vera konungur ættbálks í Nígeríu, og vildi fá svör við því af hverju Banks hefði áhyggjur af þyngd sinni. Hann myndi gjarnan giftast henni og gera hana að drottningu sinni. Tyra Banks þakkaði kurteislega fyrir sig, sagðist ekki vera ósátt við útlit sitt en gaf ekkert út á bónorðið sem slíkt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.