Lífið

Federline biðst afsökunar

Kevin Federline og Britney Spears.
Kevin Federline og Britney Spears.

Rapparinn Kevid Federline, sem er kannski frægastur fyrir að hafa verið kvæntur Britney Spears, hefur beðið kokka á skyndibitastöðum Bandaríkjanna afsökunar á auglýsingu sem hefur farið fyrir brjóstið á þeim. Í auglýsingunni er Kevin að steikja franskar kartöflur en dreymir dagdrauma á meðan. Formaður félags starfsfólks á veitingahúsum, segir að auglýsingin sé gróf móðgun við þær 12,8 milljónir manna sem vinni á veitingahúsum landsins.

Í afsökunarbeiðni sinni segir Kevin að hann hafi fyrst og fremst litið á auglýsinguna þannig að gert hafi verið grín að honum sjálfum. Hann hafi tekið að sér að leika í henni, í von um að það opnaði honum leið inn í Hollywood. Hann segist harma mjög ef einhverjum hafi sárnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.