Lífið

Harry Potter ekki sem e-bók

Nýja Harry Potter bókin verður ekki gefin út í tölvutæku formi samkvæmt lögmanni útgáfufyrirtækis höfundarins JK Rowling. "Harry potter and the Deathly Hallows" verður gefin út samtímis um allan heim, á miðnætti 21. júlí næstkomandi. Rowling hefur tjáð sig um sjóræningjastarfsemi á netinu og hvatt aðdáendur til að kaupa ekki áritaðar bækur hennar af internet uppboðum. Breska dagblaðið The Scotsman hafði eftir lögmanninum að Rowling myndi ekki skipta um skoðun með nýju bókina.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.