Lífið

París vann áfangasigur

Paris Hilton
Paris Hilton

Alríkisdómari hefur lagt bráðabirgða bann við því að persónulegir hlutir í eigu Parísar Hilton séu seldir á netinu. Munirnir höfðu gerið í geymslu í vöruskemmu eftir að París og systir hennar Nicky fluttu úr íbúð sem brotist hafði verið inn í. Meðal munanna voru dagbækur, ljósmyndir og myndbönd. Þetta var allt selt á uppboði þegar geymslugjald hafði ekki verið greitt í marga mánuði.

Í málshöfðun Parísar var sagt að flutningafyrirtækið sem kom hlutunum í vöruskemmuna hefði átt að sjá um að greiða geymslugjaldið. Sagt var að tvær konur hefðu keypt dótið fyrir tæplega þrjúþúsund dollara og svo selt það áfram fyrir tíu milljónir dollara til Bardíu Persa, sem hefðu falboðið það á netinu. Talsmaður Parísar segir að henni sé mikið létt, eftir úrskurð dómarans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.