Lífið

Hjónaband barnanna planað

Gwen og Gavin með erfingjann í göngutúr
Gwen og Gavin með erfingjann í göngutúr

Söngkonan Gwen Stefani væri til í að að sonur sinn, Kingston, giftist Shiloh, dóttur Angelinu Jolie og Brad Pitts, þegar þau verða fullorðin. Þetta sagði hún í viðtali við glanstímaritið Elle.

Gwen og Angelina eru ágætar vinkonur og hafa hist nokkrum sinnum til að láta börnin leika sér saman en bæði Kingston og Shiloh eru fædd í maí 2006. Faðir Kingstons er söngvarinn Gavin Rossdale í hljómsveitinni Bush.

Það er því aldrei að vita nema börn fræga fólksins finni ástina á fullorðinsárum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.