Lífið

Moss hætt með Doherty

Moss sagði vandræðagemsanum Pete Doherty upp degi eftir að áströlsk stúlka greindi frá því að hún hefði fylgst með honum neyta kókaíns.
Moss sagði vandræðagemsanum Pete Doherty upp degi eftir að áströlsk stúlka greindi frá því að hún hefði fylgst með honum neyta kókaíns.

Þær fréttir berast frá Bretlandseyjum að ofurfyrirsætan Kate Moss sé hætt með vandræðagemsanum Pete Doherty. Þetta mun hafa gerst einum degi eftir að áströlsk stúlka að nafni Jess Lea greindi frá því að hún hefði séð Doherty sprauta sig með kókaíni þegar hún var á bakpokaferðalagi í Tælandi.

Lea bauð Doherty inn á hótelherbergi sitt og tók athafnir hans upp á farsíma sinn, að því er The Sun greinir frá.

Lea segir Moss hafa hringt nokkrum sinnum yfir nóttina og grátbeðið Doherty um að segja sér hvað væri að. Hún heldur því einnig fram að Doherty hafi sagt að hann myndi aldrei giftast fyrirsætunni, þó að hún væri eina konan eftir á jörðinni. Hvort það var eiturlyfjanotkunin eða þessi yfirlýsing sem varð dropinn sem fyllti mælinn hjá Moss er ekki vitað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.