Lífið

Gerir lífið skemmtilegra með Veiðimanninum

Bjarni Brynjólfsson.
Er aftur sestur í ritstjórastólinn og það hjá veiðitímaritinu Veiðimaðurinn.
Bjarni Brynjólfsson. Er aftur sestur í ritstjórastólinn og það hjá veiðitímaritinu Veiðimaðurinn.

Bjarni Brynjólfsson er aftur sestur í ritstjórastólinn, að þessu sinni hjá veiðitímaritinu Veiðimanninum en blaðið kemur út þrisvar á ári. „Þetta er bara hlutastarf,“ segir Bjarni sem tekur við keflinu af Eggert Skúlasyni en hann hætti ritstjórn blaðsins fyrir skömmu.

Bjarni segist ekki hræðast þennan sívaxandi hóp sem veiðmenn eru þótt þeir séu þekktir fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum þegar kemur að áhugamálinu. „Þeir eru skapheitir og eins misjafnir og þeir eru margir,“ segir Bjarni sem sökum reynslu sinnar á Séð og heyrt sagðist ætla að gera veiðilífið skemmtilegra og blaðið líka. „Ég mun leita í gamlar hefðir og nýjar,“ segir Bjarni.

Og nóg liggur veiðimönnum á hjarta; hvers kyns friðanir og veiðiaðferðin „veiða og slepp“ sem síðasti ritstjóri var alfarið á móti. „Ég held að hann hafi fyrst og fremst verið hræddur um að það væri ekki hægt að veiða í framtíðinni ef náttúruverndarsinnarnir næðu undirtökunum,“ útskýrir Bjarni og segir þar gæta ákveðins miskilnings. „Veiðimenn sem veiða hvað mest á stöng hafa innleitt þessa aðferð einfaldlega vegna þess að þeim finnst leiðinlegt að horfa á eftir aflanum í ruslið,“ segir Bjarni og bætir því við að aukin ásókn í bestu veiðisvæðin hafi gert það að verkum að hugsa þurfi betur um laxastofninn. „Ég er hins vegar enginn talsmaður þess að veiða og sleppa en vill brýna fyrir mönnum að þeir gangi vel um náttúruauðlindir landsins.“

Bjarni hefur verið starfandi hjá breska sendiráðinu og reiknar með að verða þar til vors en þá taki veiðimennskan við. „Ég fékk þessa flugu fyrst í höfuðið á Norðurtangabryggju á Ísafirði þar sem hinn eðlabráð var marhnútur í sparifötum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.