Lífið

Fékk hjálp frá pabba

Garðar eldri var syni sínum til halds og trausts í London.
Garðar eldri var syni sínum til halds og trausts í London.

Garðar Thór Cortes söng á heljarinnar kynningarfundi á Il Bottaccio í London á fimmtudagskvöld. Til stóð að kynningin yrði haldin um miðjan janúar en var frestað sökum veikinda stórtenórsins.

Garðar er nú óðum að ná sér og var umboðsmaður hans, Einar Bárðarson, bjartsýnn á gott gengi. „Garðar hefur farið vel með sjálfan sig að undanförnu og hefur verið að undirbúa röddina síðustu daga en varlega þó,“ segir Einar.

Faðir Garðars, Garðar Cortes, var syni sínum til halds og trausts en hann stjórnaði The National Symphony Orchestra á tónleikunum.

Fjöldi blaðamanna mætti og má þar nefna fulltrúa frá spjallþætti Sharon Osbourne og X-Factor sem eru meðal vinsælustu þátta Bretlands. Þarna voru einnig aðilar frá MTV og VHI 1 sem og Kevin Bishop, yfirmaður afþreyingardeildar BBC.

Blaðamenn frá helstu dagblöðum og útvarpsstöðvum Bretlands voru einnig mættir á svæðið en sendiherra Íslands í London, Sverrir Haukur Gunnlaugsson, kom að skipulagningu kvöldsins.

„Við erum afar þakklátir fyrir þá aðstoð sem hann veitti okkur og Sverrir vildi allt fyrir hópinn gera,“ segir Einar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.