Fleiri fréttir

Vandræði Tryggva og félaga halda áfram

Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Basket Zaragoza töpuðu sínum öðrum leik í röð í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta þegar þeir lutu í lægra haldi fyrir Unicaja Malaga, 104-78.

„Dómarar elska að taka ástríðuna úr leiknum“

Brynjar Þór Björnsson var allt annað en ánægður með tæknivillur sem dæmdar voru á Pétur Rúnar Birgisson, leikmann Tindastóls, í leik gegn Haukum í Subway-deildinni. Brynjar Þór vill að leikmenn fái að sýna meiri tilfinningar inni á vellinum.

Fjörutíu stig Antetokounmpos dugðu ekki gegn Lakers

Anthony Davis skoraði 44 stig og tók 10 fráköst þegar Los Angeles Lakers vann góðan sigur á Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt. Lebron James fór uppfyrir Magic Johnson á lista yfir stoðsendingahæstumenn sögunnar.

Finnur útskýrir fjarveru sína

Körfuboltaþjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson hefur nú greint frá ástæðu þess að hann er kominn í leyfi frá störfum sínum hjá Íslandsmeisturum Vals.

Finnur ekki með Val af fjölskylduástæðum

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals í körfubolta, verður ekki á hliðarlínunni í kvöld þegar liðið tekur á móti Keflavík í stórleik í Subway-deild karla.

Vlad spurður út í dóminn sem féll nokkrum klukkutímum fyrir leik: Ég hef enga skoðun á því

„Ég er enn sár eftir þennan leik en við fórum illa með okkur sjálfa. Við gerðum mikið af heimskulegum hlutum. Svona er þessi leikur. Mínir menn börðust og ég er ánægður með það en ef við viljum eitthvað meira þá verðum við að vera gáfaðari í okkar nálgun,“ sagði Vlad Anzulović þjálfari Tindastóls eftir tap gegn Haukum í Subway-deildinni í kvöld.

Lárus: Í fjórða leikhluta var þetta orðið eins og skotæfing hjá Njarðvík

Þór frá Þorlákshöfn fékk þungan skell á heimavelli í kvöld í Subway-deild karla, en Njarðvíkingar settu 119 stig á þá í kvöld, niðurstaðan 31 stigs tap. Lárus Jónsson þjálfari Þórs sagði að slakur varnarleikur í upphafi leiks og andleysi hans manna þegar á móti blés hafi fellt þá rækilega beint á andlitið í kvöld.

Umfjöllun og viðtal: Þór Þ. - Njarðvík 88-119 | Njarðvíkingar settu upp skotsýningu og kafsigldu Þórsara

Njarðvíkingar sóttu botnlið Þórsara heim í Þorlákshöfn í kvöld. Fyrir leikinn voru heimamenn aðeins með einn sigur í sarpnum, en þeir unnu nágranna Njarðvíkinga í Keflavík í þar síðustu umferð. Það er hæpið að tala um einhverja skyldusigra í þessari jöfnu Subway-deild, en fyrirfram reiknuðu sennilega flestir með sigri gestanna.

„Auðvitað er þetta ótrúlega erfitt andlega“

Körfuboltakonan Helena Sverrisdóttir úr Haukum vonast til að komast aftur á völlinn fyrir áramót en hún jafnar sig eftir liðþófaaðgerð. Hún segir taka á að vera utan vallar en hlakkar mikið til að komast aftur á parketið.

Lög­mál leiksins: „Þetta eru fjórir af fimm eða sex bestu leik­mönnum deildarinnar“

Hinn klassíski liður „Nei eða Já“ er fastur liður hjá strákunum í Lögmál leiksins. Þar er farið yfir það helst sem hefur gerst í NBA deildinni á undanförnum dögum. Farið var yfir hvaða lið myndi vinna ef Bandaríkin myndu mæta heiminum í Ryder Cup körfuboltans. Þá var velt fyrir sér hvort Sacramento Kings myndi enda fyrir ofan Los Angeles Lakers.

Lög­mál leiksins: „Er því miður bara ekki gott lið“

Lögmál leiksins er á sínum stað á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20.00 í kvöld. Þar er að venju farið yfir það helsta sem hefur drifið á daga NBA deildarinnar í körfubolta. Í þætti kvöldsins verður staða mála hjá Luka Dončić og félögum í Dallas Mavericks skoðuð.

Körfu­bolta­kvöld: Taylor Maurice Johns stal senunni

Að venju fór Körfuboltakvöld yfir tilþrif síðustu umferðar í Subway deild karla í körfubolta. Farið var yfir tíu bestu tilþrif umferðarinnar og var það Taylor Maurice Johns, leikmaður ÍR, sem fékk tilþrif vikunnar.

Þórir og félagar unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og félagar hans í Oviedo unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu er liðið tóka á móti Leyma Coruna í áttundu umferð spænsku B-deildarinnar í körfubolta í dag, 93-83.

LeBron dró vagninn og Lakers vann annan leikinn í röð

Eftir erfitt gengi í upphafi tímabils vann Los Angeles Lakers sinn annan leik í röð er liðið haimsótti San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lokatölur 138-143, en það var hinn 37 ára gamli LeBron James sem fór fyrir liði Lakers.

Körfu­bolta­kvöld um and­lausa frammi­stöðu KR: „Þetta er ekki boð­legt“

KR hefur byrjað tímabilið í Subway deild karla hræðilega og tapaði liðið enn einum leiknum á föstudagskvöld, að þessu sinni gegn Keflavík. Ekki nóg með að tapa leik eftir leik heldur virðist sem mörgum leikmönnum liðsins sé alveg sama. Körfuboltakvöld fór yfir síðasta leik KR og lét leikmenn liðsins einfaldlega heyra það.

Ægir og félagar upp um sex sæti með sigri

Ægir Þór Steinarsson og félagar hans í Alicante stukku upp um sex sæti í spænsku B-deildinni í körfubolta er liðið vann nauman fjögurra stiga sigur gegn Estudiantes í kvöld, 89-85.

Skoraði sitjandi frá þriggja stiga línunni

Bandaríska körfuboltakonan Madison Cox er ein af fáum leikmönnum í sögu skóla síns sem hefur skorað yfir þúsund stig fyrir körfuboltalið skólans og það þarf ekki að koma neinum á óvart sem sáu hana skora magnaða körfu á dögunum.

Sjá næstu 50 fréttir