Körfubolti

Doncic afrekaði í þriðja sinn það sem enginn annar leikmaður hefur náð í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luka Doncic var enn á ný í stuði í nótt.
Luka Doncic var enn á ný í stuði í nótt. AP/Tony Gutierrez

Luka Doncic fór enn á ný fyrir Dallas Mavericks liðinu í nótt þegar liðið ann þriggja stiga sigur á NBA-meisturum Golden State Warriors, 116-113.

Doncic náði sinni fimmtu þrennu á leiktíðinni í leiknum en hann gerði gott betur en það.

Slóveninn snjalli endaði með 41 stig, 12 fráköst og 12 stoðsendingar. Hann var líka með fjóra stolna bolta.

Þetta var þriðja fjörutíu stiga þrenna Doncic á þessari leiktíð en enginn annar leikmaður í deildinni hefur náð slíkri þrennu i vetur.

Doncic hefur alls náð fimm fjörutíu stiga þrennum á ferlinum og er því þrátt fyrir ungan aldru kominn í hóp með þeim Oscar Robertson (22), James Harden (16), Russell Westbrook (13), Wilt Chamberlain (7) og LeBron James (6).

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


×