„Margrét er heiðarleg kona frá Eskifirði og við verðum að treysta henni að sinni“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. nóvember 2022 21:30 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var skiljanlega svekktur eftir tap gegn toppliði Vals í Subway-deild karla kvöld. Hann getur þó verið ánægður með margt í leik sinna manna. „Við töpuðum og maður er svekktur að hafa ekki náð að landa þessu,“ segir Viðar. „Við komumst aftur inn í þetta í fjórða leikhluta þegar vörnin herðist. Þá vorum við að framkvæma það sem við lögðum upp með.“ Hvernig var að sjá liðið koma til baka eftir að hafa lent tólf stigum undir? „Við höfum komið til baka áður og misst niður forystur. Körfuboltaleikur er 40 mínútur og tólf stiga forysta er enginn munur. Við tókum eitt áhlaup og settum leikinn í naglbít. Það þarf ekkert ofboðslegt hjarta til þess. Ég er ánægður með frammistöðuna hjá mínum mönnum en það var ekki alveg nóg. Þetta er eitt skot hér eða þar. Það er erfitt að taka þessu.“ Þegar Viðar var spurður hvað hefði vantað upp á svo Höttur myndi vinna leikinn þá sagði hann: „Hvað, voru það ekki þrjú stig?“ „Þetta er bara eitt skot. Tim fékk gott færi. Þetta eru litlir hlutir. Við erum að spila við besta lið landsins. Ég er tilbúinn að segja það á þessu augnabliki að Valur er langbesta liðið sem við höfum spilað. Hér í dag voru tvö bestu varnarlið deildarinnar að spila. Þetta fellur með einu skoti eða einu stoppi. Við vorum ánægðir með okkar frammistöðu.“ „Í augnablikinu eru þeir betri en við. Það er svekkjandi að ná ekki að stela þessu.“ Viðar var ósáttur við það að fá ekki meiri tíma í lokin þegar Valur fékk vítaskot til að breikka muninn í þrjú stig. Það voru bara 0:09 á klukkunni þegar vítaskotin voru tekin. „Mér fannst klukkan rúlla áfram. Ég er ekki alvitur og ég er bullandi litaður, en mér fannst klukkan telja áfram niður. Þau fullyrða að þau hafi ýtt á takkann. Margrét er heiðarleg kona frá Eskifirði og við verðum að treysta henni að sinni. Ég óska eftir því að það sé IRS (endursýningar fyrir dómara) í öllum húsum. Við erum með hörkudeild og stóra leiki sem eru að falla á síðustu sekúndunum. Það þarf að hafa búnað í öllum húsum svo hægt sé að skoða. Dómararnir vilja það. Svona þarf að laga svo íslenskur körfubolti verði betri. Auðvitað er ég bullandi svekktur og litaður. Það þarf ekkert að vera að ég hafi rétt fyrir mér.“ Hattarmenn eru með þrjá sigra úr sjö leikjum. Hversu langt geta þeir farið á þessari leiktíð? „Við erum á fínu róli. Tveir tapleikir í röð sem eru búnir að vera mjög jafnir. Frammistaðan hefur verið flott og við verðum að halda því áfram. Við munum ná lengra en nokkru sinni fyrr. Það er klárt, við munum gera það.“ Subway-deild karla Höttur Valur Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Höttur 80-79 | Meistararnir mörðu nýliðana Íslandsmeistarar Vals mörðu nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti nýliðum Hattar í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 82-79. Valsmenn sitja nú einir á toppi deildarinnar eftir sigurinn. 25. nóvember 2022 21:27 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
„Við töpuðum og maður er svekktur að hafa ekki náð að landa þessu,“ segir Viðar. „Við komumst aftur inn í þetta í fjórða leikhluta þegar vörnin herðist. Þá vorum við að framkvæma það sem við lögðum upp með.“ Hvernig var að sjá liðið koma til baka eftir að hafa lent tólf stigum undir? „Við höfum komið til baka áður og misst niður forystur. Körfuboltaleikur er 40 mínútur og tólf stiga forysta er enginn munur. Við tókum eitt áhlaup og settum leikinn í naglbít. Það þarf ekkert ofboðslegt hjarta til þess. Ég er ánægður með frammistöðuna hjá mínum mönnum en það var ekki alveg nóg. Þetta er eitt skot hér eða þar. Það er erfitt að taka þessu.“ Þegar Viðar var spurður hvað hefði vantað upp á svo Höttur myndi vinna leikinn þá sagði hann: „Hvað, voru það ekki þrjú stig?“ „Þetta er bara eitt skot. Tim fékk gott færi. Þetta eru litlir hlutir. Við erum að spila við besta lið landsins. Ég er tilbúinn að segja það á þessu augnabliki að Valur er langbesta liðið sem við höfum spilað. Hér í dag voru tvö bestu varnarlið deildarinnar að spila. Þetta fellur með einu skoti eða einu stoppi. Við vorum ánægðir með okkar frammistöðu.“ „Í augnablikinu eru þeir betri en við. Það er svekkjandi að ná ekki að stela þessu.“ Viðar var ósáttur við það að fá ekki meiri tíma í lokin þegar Valur fékk vítaskot til að breikka muninn í þrjú stig. Það voru bara 0:09 á klukkunni þegar vítaskotin voru tekin. „Mér fannst klukkan rúlla áfram. Ég er ekki alvitur og ég er bullandi litaður, en mér fannst klukkan telja áfram niður. Þau fullyrða að þau hafi ýtt á takkann. Margrét er heiðarleg kona frá Eskifirði og við verðum að treysta henni að sinni. Ég óska eftir því að það sé IRS (endursýningar fyrir dómara) í öllum húsum. Við erum með hörkudeild og stóra leiki sem eru að falla á síðustu sekúndunum. Það þarf að hafa búnað í öllum húsum svo hægt sé að skoða. Dómararnir vilja það. Svona þarf að laga svo íslenskur körfubolti verði betri. Auðvitað er ég bullandi svekktur og litaður. Það þarf ekkert að vera að ég hafi rétt fyrir mér.“ Hattarmenn eru með þrjá sigra úr sjö leikjum. Hversu langt geta þeir farið á þessari leiktíð? „Við erum á fínu róli. Tveir tapleikir í röð sem eru búnir að vera mjög jafnir. Frammistaðan hefur verið flott og við verðum að halda því áfram. Við munum ná lengra en nokkru sinni fyrr. Það er klárt, við munum gera það.“
Subway-deild karla Höttur Valur Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Höttur 80-79 | Meistararnir mörðu nýliðana Íslandsmeistarar Vals mörðu nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti nýliðum Hattar í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 82-79. Valsmenn sitja nú einir á toppi deildarinnar eftir sigurinn. 25. nóvember 2022 21:27 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Höttur 80-79 | Meistararnir mörðu nýliðana Íslandsmeistarar Vals mörðu nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti nýliðum Hattar í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 82-79. Valsmenn sitja nú einir á toppi deildarinnar eftir sigurinn. 25. nóvember 2022 21:27