„Frábær leikur en manni finnst samt eins og við hefðum getað gert betur á köflum“ Siggeir Ævarsson skrifar 27. nóvember 2022 20:01 Sara Rún Hinriksdóttir keyrir að körfunni. Vísir/Hulda Margrét Sara Rún Hinriksdóttir átti sannkallaðan stjörnuleik fyrir Ísland í dag þegar liðið lagði Rúmenínu í undankeppni Evrópumótsins. Sara endaði með tæpan helming stiga íslenska liðsins, 33 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Hvernig leið Söru í leikslok? „Mér líður bara mjög vel. Frábær leikur en manni finnst samt eins og við hefðum getað gert betur á köflum. En það er bara leikurinn og ég held að við séum að taka skref í rétta átt sem lið.“ Þetta var ekki fullkominn leikur þó útkoman hafi verið, líkt og fáni Sviss, einn stór plús. En Sara gat nú varla gert mikið betur sjálf, eða hvað? „Jú jú, ég veit til dæmis ekki hvað ég klikkaði úr mörgum vítum! Maður getur alltaf gert betur, á báðum endum vallarins.“ Sara Rún Hinriksdóttir í leik dagsins.Vísir/Hulda Margrét Sara brenndi af 6 vítum í 12 tilraunum, og heilt yfir var liðið aðeins með 9 ofan í í 20 vítaskotum. Meðan leikurinn var hvað jafnastur höfðu margir áhorfendur eflaust áhyggjur af því að vítanýtingin myndi hreinlega kosta liðið sigurinn. „Já algjörlega. Sérstaklega þar sem við erum ekki vanar að klikka svona í vítunum. Kannski var það pressan en það er engin afsökun.“ Íslenska liðið er bæði ungt og reynslulítið þegar kemur að landsleikjum. Það hlýtur að vera töluvert stökk fyrir stelpurnar að mæta í þessa leiki, þá ekki síst gegn liði eins og Spáni og Ungaverjalandi, sem eru með atvinnumenn á hverju strái. „Já Spánn er besta liðið í Evrópu, eða a.m.k. „rankaðar“ þar og að mínu mati næst besta liðið í heiminum á eftir Bandaríkjunum. En það er bara virkilega gaman að fá að spila á móti þessum stelpum. Ungverjaland eru svipaðar, með Euro-league leikmenn en það er bara virkilega skemmtilegt að fá að spila á móti svona sterkum liðum og læra af því.“ Sara Rún lét finna fyrir sér.Vísir/Hulda Margrét Að spila í svona sterkum riðli og mæta þessum þungavigtarliðum, þetta hlýtur að einhverju leyti að snúast um að safna í reynslubanka og gíra sig upp fyrir framtíðina? „Algjörlega, og bara frábært að sjá svona mikið af litlum stelpum mæta hérna í dag þannig að vonandi er með fyrirmynd fyrir þær og er að gera eitthvað gott fyrir næstu kynslóð og þessa kynslóð sem er að koma inn í landsliðið. Þetta hjálpar vonandi þessum ungu stelpum að verða betri með hverju árinu, sem mér finnst vera að gerast í íslenskum körfubolta.“ Það var nóg um að vera í Höllinni í dag og það tók okkur langan tíma að ná Söru í viðtal eftir leik, ungir aðdáendur með stjörnurnar í augunum yfir frammistöðu liðsins. Svona umgjörð skiptir væntanlega máli? „Já heldur betur. Frábært að KKÍ hafi gert þetta fyrir leikinn og skemmtilegt að vera partur af þessu.“ Það var vel mætt.Vísir/Hulda Margrét Nú er loks kominn sigur í sarpinn. Er hægt að byggja á honum fyrir næstu leiki? „Klárlega og ég er bara virkilega spennt fyrir næstu leikjum í janúar. Þetta verða vissulega erfiðir leikir, Ungverjaland og Spánn, en maður veit aldrei. Við ætlum klárlega að byggja ofan á þennan sigur.“ Körfubolti EM 2023 í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Rúmenía 68-58 | Frábær íslenskur sigur Ísland tók á móti Rúmeníu í undankeppni Evrópumóts kvennalandsliða í Laugardalshöllinni í dag. Þetta var seinni leikur Íslands í þessum landsleikjaspretti, en sá fyrri tapaðist stórt 120-54, gegn sennilega sterkasta kvennalandsliði Evrópu þessa dagana, Spáni. 27. nóvember 2022 18:20 „Langt síðan að íslenska liðið náði sigri svo að þetta gefur okkur öllum svo mikið“ Íslenska kvennalandsliðið vann góðan 10 stiga sigur á Rúmenum í Laugardalshöllinni í dag í undankeppni Evrópumótsins, lokatölur 68-58. Benedikt Guðmundsson þjálfari liðsins, tók undir að þetta hefði verið ansi jafn leikur og tók Söru Rún Hinriksdóttur og hennar frammistöðu sérstaklega út fyrir sviga. 27. nóvember 2022 19:30 Mest lesið Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Myndir frá endalokum Íslands á EM Körfubolti Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Íslenski boltinn Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fótbolti EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Körfubolti Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Handbolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Sjá meira
„Mér líður bara mjög vel. Frábær leikur en manni finnst samt eins og við hefðum getað gert betur á köflum. En það er bara leikurinn og ég held að við séum að taka skref í rétta átt sem lið.“ Þetta var ekki fullkominn leikur þó útkoman hafi verið, líkt og fáni Sviss, einn stór plús. En Sara gat nú varla gert mikið betur sjálf, eða hvað? „Jú jú, ég veit til dæmis ekki hvað ég klikkaði úr mörgum vítum! Maður getur alltaf gert betur, á báðum endum vallarins.“ Sara Rún Hinriksdóttir í leik dagsins.Vísir/Hulda Margrét Sara brenndi af 6 vítum í 12 tilraunum, og heilt yfir var liðið aðeins með 9 ofan í í 20 vítaskotum. Meðan leikurinn var hvað jafnastur höfðu margir áhorfendur eflaust áhyggjur af því að vítanýtingin myndi hreinlega kosta liðið sigurinn. „Já algjörlega. Sérstaklega þar sem við erum ekki vanar að klikka svona í vítunum. Kannski var það pressan en það er engin afsökun.“ Íslenska liðið er bæði ungt og reynslulítið þegar kemur að landsleikjum. Það hlýtur að vera töluvert stökk fyrir stelpurnar að mæta í þessa leiki, þá ekki síst gegn liði eins og Spáni og Ungaverjalandi, sem eru með atvinnumenn á hverju strái. „Já Spánn er besta liðið í Evrópu, eða a.m.k. „rankaðar“ þar og að mínu mati næst besta liðið í heiminum á eftir Bandaríkjunum. En það er bara virkilega gaman að fá að spila á móti þessum stelpum. Ungverjaland eru svipaðar, með Euro-league leikmenn en það er bara virkilega skemmtilegt að fá að spila á móti svona sterkum liðum og læra af því.“ Sara Rún lét finna fyrir sér.Vísir/Hulda Margrét Að spila í svona sterkum riðli og mæta þessum þungavigtarliðum, þetta hlýtur að einhverju leyti að snúast um að safna í reynslubanka og gíra sig upp fyrir framtíðina? „Algjörlega, og bara frábært að sjá svona mikið af litlum stelpum mæta hérna í dag þannig að vonandi er með fyrirmynd fyrir þær og er að gera eitthvað gott fyrir næstu kynslóð og þessa kynslóð sem er að koma inn í landsliðið. Þetta hjálpar vonandi þessum ungu stelpum að verða betri með hverju árinu, sem mér finnst vera að gerast í íslenskum körfubolta.“ Það var nóg um að vera í Höllinni í dag og það tók okkur langan tíma að ná Söru í viðtal eftir leik, ungir aðdáendur með stjörnurnar í augunum yfir frammistöðu liðsins. Svona umgjörð skiptir væntanlega máli? „Já heldur betur. Frábært að KKÍ hafi gert þetta fyrir leikinn og skemmtilegt að vera partur af þessu.“ Það var vel mætt.Vísir/Hulda Margrét Nú er loks kominn sigur í sarpinn. Er hægt að byggja á honum fyrir næstu leiki? „Klárlega og ég er bara virkilega spennt fyrir næstu leikjum í janúar. Þetta verða vissulega erfiðir leikir, Ungverjaland og Spánn, en maður veit aldrei. Við ætlum klárlega að byggja ofan á þennan sigur.“
Körfubolti EM 2023 í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Rúmenía 68-58 | Frábær íslenskur sigur Ísland tók á móti Rúmeníu í undankeppni Evrópumóts kvennalandsliða í Laugardalshöllinni í dag. Þetta var seinni leikur Íslands í þessum landsleikjaspretti, en sá fyrri tapaðist stórt 120-54, gegn sennilega sterkasta kvennalandsliði Evrópu þessa dagana, Spáni. 27. nóvember 2022 18:20 „Langt síðan að íslenska liðið náði sigri svo að þetta gefur okkur öllum svo mikið“ Íslenska kvennalandsliðið vann góðan 10 stiga sigur á Rúmenum í Laugardalshöllinni í dag í undankeppni Evrópumótsins, lokatölur 68-58. Benedikt Guðmundsson þjálfari liðsins, tók undir að þetta hefði verið ansi jafn leikur og tók Söru Rún Hinriksdóttur og hennar frammistöðu sérstaklega út fyrir sviga. 27. nóvember 2022 19:30 Mest lesið Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Myndir frá endalokum Íslands á EM Körfubolti Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Íslenski boltinn Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fótbolti EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Körfubolti Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Handbolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Rúmenía 68-58 | Frábær íslenskur sigur Ísland tók á móti Rúmeníu í undankeppni Evrópumóts kvennalandsliða í Laugardalshöllinni í dag. Þetta var seinni leikur Íslands í þessum landsleikjaspretti, en sá fyrri tapaðist stórt 120-54, gegn sennilega sterkasta kvennalandsliði Evrópu þessa dagana, Spáni. 27. nóvember 2022 18:20
„Langt síðan að íslenska liðið náði sigri svo að þetta gefur okkur öllum svo mikið“ Íslenska kvennalandsliðið vann góðan 10 stiga sigur á Rúmenum í Laugardalshöllinni í dag í undankeppni Evrópumótsins, lokatölur 68-58. Benedikt Guðmundsson þjálfari liðsins, tók undir að þetta hefði verið ansi jafn leikur og tók Söru Rún Hinriksdóttur og hennar frammistöðu sérstaklega út fyrir sviga. 27. nóvember 2022 19:30