Fleiri fréttir

Helgi Magg: Ánægðastur með að hafa lokað leiknum

Helgi Magnússon, þjálfari KR, gat verið ánægður með að hans menn hafi náð í sigur á móti Þór frá Akureyri í kvöld. Sérstaklega þó í ljósi þess að KR hafði tapað þremur leikjum í röð og hans menn byrjuðu ekki mjög vel í leiknum sem endaði  83-74 fyrir heimamenn. 

Öruggur sigur Njarðvíkinga gegn ÍR

Njarðvíkingar unnu í kvöld öruggan sigur er liðið tók á móti ÍR í Subway-deild karla í körfubolta. Heimamenn tóku forystuna snemma leiks og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu, en lokatölur urðu 109-81.

Sara Rún og Elvar körfuboltafólk ársins

Sara Rún Hinriksdóttir og Elvar Már Friðriksson voru valin körfuboltafólk ársins 2021 af Körfuknattleikssambandi Íslands. Þetta er annað árið í röð sem Sara fær þessa viðurkenningu en í fyrsta sinn sem Elvar fær hana.

Ósvikinn fögnuður eftir sturlaða flautukörfu

Það velkist enginn í vafa um hver mögnuðustu tilþrif næturinnar voru í NBA-deildinni í körfubolta. Devonte Graham skoraði sigurkörfu frá eigin vallarhelmingi í 113-110 sigri New Orleans Pelicans á Oklahoma City Thunder.

Helena: Ég vil auðvitað vera inn á vellinum allan tímann

Helena hafði fá svör við því hvað hafi gerst þegar Haukar misstu leikinn úr höndunum í fjórða leikhluta þegar Haukar töpuðu fyrir Valskonum 79-70 eftir að hafa leitt í leikinn í 32 mínútur og verið yfir með sjö stigum fyrir lokaleikhlutann. Leikið var að Hlíðarenda og var leikurinn hluti af níundu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta.

Elvar Már magnaður í svekkjandi tapi

Elvar Már Friðriksson fór mikinn er lið hans Antwerp Giants henti frá sér sigri gegn Crailsheim Merlins í Evrópubikar FIBA í kvöld, lokatölur 91-86.

Curry þarf að bíða eftir metinu merka en uppskar sætan sigur

Stephen Curry á góða möguleika á að slá þristamet Rays Allen í NBA-deildinni í körfubolta í Madison Square Garden í nótt því nú munar aðeins tveimur þristum á þeim. Curry virtist staðráðinn í að slá metið í gærkvöld en uppskar þó sigur.

Bak­slag hjá Zion: Spilar ekki fyrr en á nýju ári

Það verður seint sagt að NBA-ferill Zion Williamson hafi verið dans á rósum til þessa. Frá því New Orleans Pelicans valdi Zion í nýliðavali deildarinnar árið 2019 hefur hann verið meira og minna meiddur. Hann mun ekki spila aftur fyrr en á næsta ári.

Kefla­vík í undan­úr­slit bikarsins

Keflavík tryggði sér sæti í undanúrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta er liðið lagði Hauka í kvöld, lokatölur í Keflavík 101-92 heimamönnum í vil.

Körfuboltakvöld: Kristinn Óskarsson útskýrir óíþróttamannslegar villur

Sérfræðingar Körfuboltakvölds fóru af stað með nýjan lið í seinasta þætti, Dómarahornið, þar sem dómarinn Kristinn Óskarsson mætti í settið og fór yfir reglurnar með strákunum. Í þessu fyrsta innslagi af Dómarahorninu fór Kristinn yfir mismunandi tegundir af óíþróttamannslegum villum.

Arnar Guðjónsson: Við erum bara í þeirri stöðu að við þurfum að berjast um sæti í úrslitakeppninni

Þjálfari Stjörnunnar var að vonum kampakátur í leikslok enda eru hans menn komnir í undanúrslit í VÍS bikarnum eftir mjög góðan sigur á Grindvíkingum í kvöld 85-76. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá tóku Stjörnumenn völdin í leiknum og sigldu honum heim nánast örugglega. Hvað var það sem hans menn gerðu vel í kvöld. Þeir t.d. héldu Ivan Aurrecoechea í tveimur stigum í seinni hálfleik en það hlýtur að hafa verið áhersla lögð á að stöðva hann.

Framlengingin: Ekkert jólafrí og Þór eða Valur landar þeim stóra

„Okkar uppáhalds liður, Framlengingin,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi Körfuboltakvölds, í seinasta þætti þegar komið var að Framlengingunni. Strákarnir fóru um víðan völl og ræddu meðal annars jólafríið, eða öllu heldur, vöntun á jólafríi.

„Það voru rullu­spilararnir sem gengu frá þeim“

Valur mætti með laskað lið á Akureyri er það mætti Þór í Subway-deild karla í körfubolta á dögunum. Gestirnir misstu tvo leikmenn af velli vegna meiðsla en tókst samt að landa fjögurra stiga sigri.

Ste­ve Kerr leysir Gregg Popo­vich af hólmi

Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, mun taka við bandaríska landsliðinu í körfubolta. Hans fyrsta markmið verður að tryggja sæti á heimsmeistaramótinu 2023 og Ólympíuleikunum í París ári síðar.

„Það eru engin leiðindi milli mín og Craig“

Körfuboltasamfélagið á Íslandi var mikið að velta því fyrir sér af hverju Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Tindastóls, var ekki valinn af Craig Pedersen, landsliðsþjálfari Íslands, í síðasta landsliðshóp gegn Hollendingum og Rússum. Sigurður hefur að undanförnu ekki gefið kost á sér í landsliðið af persónulegum ástæðum en var þó tilbúinn í slaginn fyrir síðasta glugga ef kallið hefði komið.

Sjá næstu 50 fréttir