Curry sló metið og fagnaði með þeim sem átti það Sindri Sverrisson skrifar 15. desember 2021 07:30 Stephen Curry faðmar pabba sinn, Dell Curry, eftir að hafa slegið metið yfir flestar þriggja stiga körfur í NBA-deildinni. AP/Mary Altaffer Stephen Curry getur nú státað sig af því að hafa skorað fleiri þriggja stiga körfur en nokkur leikmaður í sögu NBA-deildarinnar. Hann sló met Ray Allen í nótt, fyrir framan fráfarandi methafa. Curry var ekkert að tvínóna við hlutina, í 105-96 sigri Golden State Warriors á New York Knicks í Madison Square Garden í nótt. Hann hóf að setja niður þrista í fyrsta leikhluta og sló metið þegar sjö og hálf mínúta var eftir af leikhlutanum. "STEPHEN CURRY...THE ALL-TIME THREE-POINT KING IN THE NBA."History.#NBA75 pic.twitter.com/8SawFh2QFk— NBA (@NBA) December 15, 2021 Eftir leikinn í gær hefur Curry skorað 2.977 þriggja stiga körfur á ferlinum, fjórum fleiri en Ray Allen, þrátt fyrir að hafa aðeins spilað 789 leiki samanborið við 1.300 leiki Allens. Reggie Miller er í 3. sæti á listanum með 2.560 þrista en þeir Allen og Miller voru báðir á meðal áhorfenda í nótt. Gert var hlé á leiknum á meðan að áfanganum var fagnað og Curry fékk tækifæri til að faðma foreldra sína, liðsfélaga og Allen, sem átt hafði metið í áratug. View this post on Instagram A post shared by Ray Allen (@trayfour) „Mér fannst þetta fullkomið kvöld,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State, sem tók leikhlé eftir að metið féll svo að hægt væri að fagna. „Þetta undirstrikar hver hann er og viðbrögð hans við þessu voru fullkomin,“ sagði Kerr. Curry hefur sex sinnum á ferlinum átt leiktíð þar sem að hann setur niður flesta þrista allra í deildinni. Hann hefur tvisvar verið útnefndur besti leikmaður deildarinnar og þrisvar fagnað NBA-meistaratitlinum. Curry endaði með 22 stig í nótt og var stigahæstur í sínu liði. Golden State er áfram með besta árangurinn það sem af er leiktíð í NBA-deildinni en liðið hefur nú unnið 23 leiki og tapað aðeins 5. Úrslitin í nótt: New York 96-105 Golden State Brooklyn 131-129 (e. framl.) Toronto Portland 107-111 (e. framl.) Phoenix NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjá meira
Curry var ekkert að tvínóna við hlutina, í 105-96 sigri Golden State Warriors á New York Knicks í Madison Square Garden í nótt. Hann hóf að setja niður þrista í fyrsta leikhluta og sló metið þegar sjö og hálf mínúta var eftir af leikhlutanum. "STEPHEN CURRY...THE ALL-TIME THREE-POINT KING IN THE NBA."History.#NBA75 pic.twitter.com/8SawFh2QFk— NBA (@NBA) December 15, 2021 Eftir leikinn í gær hefur Curry skorað 2.977 þriggja stiga körfur á ferlinum, fjórum fleiri en Ray Allen, þrátt fyrir að hafa aðeins spilað 789 leiki samanborið við 1.300 leiki Allens. Reggie Miller er í 3. sæti á listanum með 2.560 þrista en þeir Allen og Miller voru báðir á meðal áhorfenda í nótt. Gert var hlé á leiknum á meðan að áfanganum var fagnað og Curry fékk tækifæri til að faðma foreldra sína, liðsfélaga og Allen, sem átt hafði metið í áratug. View this post on Instagram A post shared by Ray Allen (@trayfour) „Mér fannst þetta fullkomið kvöld,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State, sem tók leikhlé eftir að metið féll svo að hægt væri að fagna. „Þetta undirstrikar hver hann er og viðbrögð hans við þessu voru fullkomin,“ sagði Kerr. Curry hefur sex sinnum á ferlinum átt leiktíð þar sem að hann setur niður flesta þrista allra í deildinni. Hann hefur tvisvar verið útnefndur besti leikmaður deildarinnar og þrisvar fagnað NBA-meistaratitlinum. Curry endaði með 22 stig í nótt og var stigahæstur í sínu liði. Golden State er áfram með besta árangurinn það sem af er leiktíð í NBA-deildinni en liðið hefur nú unnið 23 leiki og tapað aðeins 5. Úrslitin í nótt: New York 96-105 Golden State Brooklyn 131-129 (e. framl.) Toronto Portland 107-111 (e. framl.) Phoenix NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslitin í nótt: New York 96-105 Golden State Brooklyn 131-129 (e. framl.) Toronto Portland 107-111 (e. framl.) Phoenix
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjá meira