Körfubolti

Saga Showtime liðsins hjá Lakers orðin að leiknum sjónvarpsþáttum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Earvin „Magic“ Johnson breytti miklu þegar hann kom til Los Angeles Lakers árið 1979.
Earvin „Magic“ Johnson breytti miklu þegar hann kom til Los Angeles Lakers árið 1979. Getty/Bettmann

Það bíða örugglega margir Los Angeles Lakers aðdáendur eftir sjónvarpsþáttunum „Winning Time“ sem verða frumsýndir á HBO í mars næstkomandi.

Þættirnir heita fullu nafni „Winning Time: The Rise of the Lakers Dynasty“ og munu fjalla um uppkomu Lakers liðsins á níunda áratugnum og það sem flestir kalla Showtime lið félagsins.

Þættirni snúast í kringum aðalleikaranna John C. Reilly og Quincy Isaiah sem munu leika eigandann Jerry Buss (Reilly) og stórstjörnuna Magic Johnson (Isaiah) sem í sameiningu breyttu Lakers í það heitasta meðal stjarnanna í Hollywood.

Þetta eru leiknir þættir og fólk í hlutverkum leikmanna, andstæðinga og fólks í kringum liðið eins og þeirra Kareem Abdul-Jabbar, Norm Nixon, Michael Cooper, Pat Riley, Red Auerbach og Larry Bird.

Jerry Buss keypti Lakers liðið árið 1979 ásamt íshokkíliðinu Los Angeles Kings og The Forum íþróttahöllina. Sjónvarpsþættirnir fjalla um söguna á bak við það og það sem gerðist í beinu framhaldi.

Los Angeles Lakers valdi Earvin „Magic“ Johnson í nýliðavalinu 1979 og hann varð NBA meistari með liðinu strax á fyrsta ári. Lakers vann einnig titilinn 1982, 1985, 1987 og 1988.

Nú er komin út stikla um þættina og má sjá hana hér fyrir neðan.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×