Körfubolti

Körfuboltastelpa frá Flórída sett met með því að skora nítján þrista í leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hannah Kohn er stoltur leikmaður Hagerty skólans og á nú bandarískt met.
Hannah Kohn er stoltur leikmaður Hagerty skólans og á nú bandarískt met. Instagram/@hanko35

Hannah Kohn kom sér á spjöld sögunnar með frammistöðu sinni með skóla sínum í körfuboltaleik í vikunni þegar hún var sjóðandi heit fyrir utan þriggja stiga línuna.

Hannah skoraði þá nítján þriggja stiga körfur í sigri Hagerty High School en skólinn er í Oviedo í Florída fylki.

Hannah var komin með ellefu þriggja stiga körfur í hálfleik og bætti við átt í seinni hálfleiknum. Gamla metið í Bandaríkjunum á þessu skólastigi voru sautján þriggja stiga körfur.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af skotsýningu Hönnuh Kohn.

Hannah sagði frá því að liðið hefði vitað af metinu í hálfleik því einn í búningsklefanum í hálfleik fann það á netinu.

Hún skoraði alls 61 stig í leiknum sem er skólamet. Hún hitti úr 19 af 29 skotum sínum og var því með 66 prósent nýtingu. Hannah tók á móti aðeins fimm tveggja stiga skot í leiknum og fékk ekki eitt einasta víti.

Hannah er á næstsíðasta ári í framhaldsskóla og er því á sautjánda ári. Hún er dóttir Josh Kohn sem þjálfar strákalið skólans. Pabbi hennar hefur greinilega kennt henni að skjóta.

Hér fyrir neðan má sjá frétt og viðtal við hana um metið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×