Helena: Ég vil auðvitað vera inn á vellinum allan tímann Árni Jóhannsson skrifar 15. desember 2021 22:16 Helena Sverrisdóttir er mætt aftur á parketið en Haukar náðu ekki sigrinum VÍSIR/BÁRA Helena hafði fá svör við því hvað hafi gerst þegar Haukar misstu leikinn úr höndunum í fjórða leikhluta þegar Haukar töpuðu fyrir Valskonum 79-70 eftir að hafa leitt í leikinn í 32 mínútur og verið yfir með sjö stigum fyrir lokaleikhlutann. Leikið var að Hlíðarenda og var leikurinn hluti af níundu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta. Helena hafði fá svör við því hvað hafi gerst þegar Haukar misstu leikinn úr höndunum í fjórða leikhluta þegar Haukar töpuðu fyrir Valskonum 79-70 eftir að hafa leitt í leikinn í 32 mínútur. Leikið var að Hlíðarenda og var leikurinn hluti af níundu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta. „Bara ef ég hefði svör við því hvað gerist hjá okkur í fjórða leikhluta. Við bara féllum eins og spilaborg. Eins og þú segir þá erum við að spila fínan leik svo komast þær í gott áhlaup, fara að hitta betur og eru náttúrlega gott lið. Af einhverjum ástæðum svörum við ekki til baka heldur leggjumst bara niður.“ Helena var þá spurð að því hvort ástæðan fyrir þessaum viðsnúningi í fjórða leikhluta væri andlegs eðlis eða taktísk. „Ég myndi segja að þetta hafi verið andlegt. Þetta hefur háð okkur í vetur og við erum að reyna að vinna í þessu en við erum bara ekki komin lengra í þeirri vinnu.“ Helena var að spila sinn fyrsta deildarleik síðan í október þegar hnémeiðsli settu strik í reikninginn hjá henni. Hún var spurð út í ástandið á hnéinu og hvernig henni liði með framhaldið. Hún spilaði 18 mínútur og skoraði á þeim 15 stig, tók sex fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Auk þess sá maður að hún hafði góð áhrif á liðsfélaga sína. „Við skulum sjá hvernig mér líður eftir leik en mér líður alltaf vel inn á vellinum. Þá kikkar adrenalínið inn en ég er náttúrlega bara ný komin til baka og við ætlum að reyna að koma mér hægt og rólega inn í þetta aftur. Ég vill auðvitað vera inn á vellinum allan tímann en maður þarf að fara varlega með svona meiðsli en þetta kemur bara.“ Að lokum var spurt út í stöðuna í deildinni og mikilvægi þess að tapa ekki of mörgum leikjum þegar liðið á leiki inni á liðin fyrir ofan liðið. Haukar hafa, eins og flestir ættu að vita, staðið í Evrópu ævintýri sem hefur gert það að verkum að fresta hefur þurft nokkrum deildarleikjum. „Að sjálfsögðu skipta allir leikir máli. Þetta er góð og jöfn deild í ár þannig að planið er náttúrlega ekki að tapa neinum leikjum hvort sem við eigum þá inni eða ekki. En eins og ég sagði þá erum við í smá vinnu og það er fínt að fá smá pásu núna en það hefur verið lítið um þær hingað til og fínt að geta unnið aðeins í okkar málum.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Haukar Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 79-70 | Valur sneri taflinu við í ótrúlegum fjórða leikhluta Haukar leiddu í 32 mínútur á móti Val í kvöld en það dugði ekki til þar sem frábær fjórði leikhluta Valskvenna varð til þess að þær unnu níu stiga stigur 79-70. 15. desember 2021 22:55 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Helena hafði fá svör við því hvað hafi gerst þegar Haukar misstu leikinn úr höndunum í fjórða leikhluta þegar Haukar töpuðu fyrir Valskonum 79-70 eftir að hafa leitt í leikinn í 32 mínútur. Leikið var að Hlíðarenda og var leikurinn hluti af níundu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta. „Bara ef ég hefði svör við því hvað gerist hjá okkur í fjórða leikhluta. Við bara féllum eins og spilaborg. Eins og þú segir þá erum við að spila fínan leik svo komast þær í gott áhlaup, fara að hitta betur og eru náttúrlega gott lið. Af einhverjum ástæðum svörum við ekki til baka heldur leggjumst bara niður.“ Helena var þá spurð að því hvort ástæðan fyrir þessaum viðsnúningi í fjórða leikhluta væri andlegs eðlis eða taktísk. „Ég myndi segja að þetta hafi verið andlegt. Þetta hefur háð okkur í vetur og við erum að reyna að vinna í þessu en við erum bara ekki komin lengra í þeirri vinnu.“ Helena var að spila sinn fyrsta deildarleik síðan í október þegar hnémeiðsli settu strik í reikninginn hjá henni. Hún var spurð út í ástandið á hnéinu og hvernig henni liði með framhaldið. Hún spilaði 18 mínútur og skoraði á þeim 15 stig, tók sex fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Auk þess sá maður að hún hafði góð áhrif á liðsfélaga sína. „Við skulum sjá hvernig mér líður eftir leik en mér líður alltaf vel inn á vellinum. Þá kikkar adrenalínið inn en ég er náttúrlega bara ný komin til baka og við ætlum að reyna að koma mér hægt og rólega inn í þetta aftur. Ég vill auðvitað vera inn á vellinum allan tímann en maður þarf að fara varlega með svona meiðsli en þetta kemur bara.“ Að lokum var spurt út í stöðuna í deildinni og mikilvægi þess að tapa ekki of mörgum leikjum þegar liðið á leiki inni á liðin fyrir ofan liðið. Haukar hafa, eins og flestir ættu að vita, staðið í Evrópu ævintýri sem hefur gert það að verkum að fresta hefur þurft nokkrum deildarleikjum. „Að sjálfsögðu skipta allir leikir máli. Þetta er góð og jöfn deild í ár þannig að planið er náttúrlega ekki að tapa neinum leikjum hvort sem við eigum þá inni eða ekki. En eins og ég sagði þá erum við í smá vinnu og það er fínt að fá smá pásu núna en það hefur verið lítið um þær hingað til og fínt að geta unnið aðeins í okkar málum.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Haukar Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 79-70 | Valur sneri taflinu við í ótrúlegum fjórða leikhluta Haukar leiddu í 32 mínútur á móti Val í kvöld en það dugði ekki til þar sem frábær fjórði leikhluta Valskvenna varð til þess að þær unnu níu stiga stigur 79-70. 15. desember 2021 22:55 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Leik lokið: Valur - Haukar 79-70 | Valur sneri taflinu við í ótrúlegum fjórða leikhluta Haukar leiddu í 32 mínútur á móti Val í kvöld en það dugði ekki til þar sem frábær fjórði leikhluta Valskvenna varð til þess að þær unnu níu stiga stigur 79-70. 15. desember 2021 22:55