„Það voru rulluspilararnir sem gengu frá þeim“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2021 11:47 Rulluspilarar Vals spiluðu stóran þátt í sigri liðsins á Akureyri. Vísir/Bára Dröfn Valur mætti með laskað lið á Akureyri er það mætti Þór í Subway-deild karla í körfubolta á dögunum. Gestirnir misstu tvo leikmenn af velli vegna meiðsla en tókst samt að landa fjögurra stiga sigri. Sigurinn var til umræðu í Körfuboltakvöldi og þá sérstaklega hlutverk tveggja leikmanna. Svo kom það á daginn að þetta er besta byrjun Vals í deildinni í dágóðan tíma. „Magnað að Valsmenn mæta án Kára (Jónssonar), það meiðast tveir, Þór Akureyri á heimavelli en samt geta þeir ekki unnið. Það er smá áhyggjuefni,“ sagði Sævar Sævarsson um enn eitt tap Þórsara er Körfuboltakvöld fór yfir stöðu mála. „Pálmi Geir Jónsson, sem kom frá Leikni í 2. deildinni og byrjaði tímabilið hjá Hamri, átti frábæran leik. Benedikt Blöndal átti frábæran leik. Þetta eru leikmenn sem eru rulluspilarar,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi en samtals skoruðu þeir Pálmi Geir og Benedikt 14 af 79 stigum Vals. „Ég held að Bjarki (Ármann Oddsson), þjálfari Þórs hafi sagt fyrir leik: „Ef einhverjir eiga að vinna okkur þá eru það þessir tveir,“ og þeir gerðu það. Bara vel gert hjá þeim. Pálmi Geir setti tvo þrista í fjórða leikhluta,“ hélt Kjartan Atli áfram áður en Sævar skaut inn í: „á tíma þar sem Þórsarar voru átta stigum yfir.“ „Það voru rulluspilararnir sem gengu frá þeim á þessum punkti í leiknum,“ sagði Kjartan Atli að endingu um frammistöðu þeirra Pálma og Benedikts. Ekki gerst á þessari öld Ekki gerst á þessari öld.Körfuboltakvöld „Þetta er sögulegt hjá Val því þeir hafa aldrei verið í svona góðri stöðu fyrir jól, allavega ekki í tæplega þrjá áratugi. Valsmenn unnu síðast sex leiki fyrir áramót tímabilið 1994-1995. Undir stjórn Svala vann liðið 9 af 14 leikjum sínum fyrir áramót tímabilið 1992-1993.“ Valur er í 5. sæti deildarinnar með sex sigra og þrjú töp þegar níu umferðir eru búnar af Subway-deild karla í körfubolta. Tindastóll og Grindavík eru í sætunum tveimur fyrir ofan, einnig með sex sigra og þrjú töp. Keflavík trónir á toppnum sem stendur með átta sigurleiki og aðeins eitt tap. Klippa: Körfuboltakvöld: Sögulegt hjá Val Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Subway-deild karla Valur Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Sigurinn var til umræðu í Körfuboltakvöldi og þá sérstaklega hlutverk tveggja leikmanna. Svo kom það á daginn að þetta er besta byrjun Vals í deildinni í dágóðan tíma. „Magnað að Valsmenn mæta án Kára (Jónssonar), það meiðast tveir, Þór Akureyri á heimavelli en samt geta þeir ekki unnið. Það er smá áhyggjuefni,“ sagði Sævar Sævarsson um enn eitt tap Þórsara er Körfuboltakvöld fór yfir stöðu mála. „Pálmi Geir Jónsson, sem kom frá Leikni í 2. deildinni og byrjaði tímabilið hjá Hamri, átti frábæran leik. Benedikt Blöndal átti frábæran leik. Þetta eru leikmenn sem eru rulluspilarar,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi en samtals skoruðu þeir Pálmi Geir og Benedikt 14 af 79 stigum Vals. „Ég held að Bjarki (Ármann Oddsson), þjálfari Þórs hafi sagt fyrir leik: „Ef einhverjir eiga að vinna okkur þá eru það þessir tveir,“ og þeir gerðu það. Bara vel gert hjá þeim. Pálmi Geir setti tvo þrista í fjórða leikhluta,“ hélt Kjartan Atli áfram áður en Sævar skaut inn í: „á tíma þar sem Þórsarar voru átta stigum yfir.“ „Það voru rulluspilararnir sem gengu frá þeim á þessum punkti í leiknum,“ sagði Kjartan Atli að endingu um frammistöðu þeirra Pálma og Benedikts. Ekki gerst á þessari öld Ekki gerst á þessari öld.Körfuboltakvöld „Þetta er sögulegt hjá Val því þeir hafa aldrei verið í svona góðri stöðu fyrir jól, allavega ekki í tæplega þrjá áratugi. Valsmenn unnu síðast sex leiki fyrir áramót tímabilið 1994-1995. Undir stjórn Svala vann liðið 9 af 14 leikjum sínum fyrir áramót tímabilið 1992-1993.“ Valur er í 5. sæti deildarinnar með sex sigra og þrjú töp þegar níu umferðir eru búnar af Subway-deild karla í körfubolta. Tindastóll og Grindavík eru í sætunum tveimur fyrir ofan, einnig með sex sigra og þrjú töp. Keflavík trónir á toppnum sem stendur með átta sigurleiki og aðeins eitt tap. Klippa: Körfuboltakvöld: Sögulegt hjá Val
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Subway-deild karla Valur Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira