„Það voru rulluspilararnir sem gengu frá þeim“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2021 11:47 Rulluspilarar Vals spiluðu stóran þátt í sigri liðsins á Akureyri. Vísir/Bára Dröfn Valur mætti með laskað lið á Akureyri er það mætti Þór í Subway-deild karla í körfubolta á dögunum. Gestirnir misstu tvo leikmenn af velli vegna meiðsla en tókst samt að landa fjögurra stiga sigri. Sigurinn var til umræðu í Körfuboltakvöldi og þá sérstaklega hlutverk tveggja leikmanna. Svo kom það á daginn að þetta er besta byrjun Vals í deildinni í dágóðan tíma. „Magnað að Valsmenn mæta án Kára (Jónssonar), það meiðast tveir, Þór Akureyri á heimavelli en samt geta þeir ekki unnið. Það er smá áhyggjuefni,“ sagði Sævar Sævarsson um enn eitt tap Þórsara er Körfuboltakvöld fór yfir stöðu mála. „Pálmi Geir Jónsson, sem kom frá Leikni í 2. deildinni og byrjaði tímabilið hjá Hamri, átti frábæran leik. Benedikt Blöndal átti frábæran leik. Þetta eru leikmenn sem eru rulluspilarar,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi en samtals skoruðu þeir Pálmi Geir og Benedikt 14 af 79 stigum Vals. „Ég held að Bjarki (Ármann Oddsson), þjálfari Þórs hafi sagt fyrir leik: „Ef einhverjir eiga að vinna okkur þá eru það þessir tveir,“ og þeir gerðu það. Bara vel gert hjá þeim. Pálmi Geir setti tvo þrista í fjórða leikhluta,“ hélt Kjartan Atli áfram áður en Sævar skaut inn í: „á tíma þar sem Þórsarar voru átta stigum yfir.“ „Það voru rulluspilararnir sem gengu frá þeim á þessum punkti í leiknum,“ sagði Kjartan Atli að endingu um frammistöðu þeirra Pálma og Benedikts. Ekki gerst á þessari öld Ekki gerst á þessari öld.Körfuboltakvöld „Þetta er sögulegt hjá Val því þeir hafa aldrei verið í svona góðri stöðu fyrir jól, allavega ekki í tæplega þrjá áratugi. Valsmenn unnu síðast sex leiki fyrir áramót tímabilið 1994-1995. Undir stjórn Svala vann liðið 9 af 14 leikjum sínum fyrir áramót tímabilið 1992-1993.“ Valur er í 5. sæti deildarinnar með sex sigra og þrjú töp þegar níu umferðir eru búnar af Subway-deild karla í körfubolta. Tindastóll og Grindavík eru í sætunum tveimur fyrir ofan, einnig með sex sigra og þrjú töp. Keflavík trónir á toppnum sem stendur með átta sigurleiki og aðeins eitt tap. Klippa: Körfuboltakvöld: Sögulegt hjá Val Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Subway-deild karla Valur Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Sigurinn var til umræðu í Körfuboltakvöldi og þá sérstaklega hlutverk tveggja leikmanna. Svo kom það á daginn að þetta er besta byrjun Vals í deildinni í dágóðan tíma. „Magnað að Valsmenn mæta án Kára (Jónssonar), það meiðast tveir, Þór Akureyri á heimavelli en samt geta þeir ekki unnið. Það er smá áhyggjuefni,“ sagði Sævar Sævarsson um enn eitt tap Þórsara er Körfuboltakvöld fór yfir stöðu mála. „Pálmi Geir Jónsson, sem kom frá Leikni í 2. deildinni og byrjaði tímabilið hjá Hamri, átti frábæran leik. Benedikt Blöndal átti frábæran leik. Þetta eru leikmenn sem eru rulluspilarar,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi en samtals skoruðu þeir Pálmi Geir og Benedikt 14 af 79 stigum Vals. „Ég held að Bjarki (Ármann Oddsson), þjálfari Þórs hafi sagt fyrir leik: „Ef einhverjir eiga að vinna okkur þá eru það þessir tveir,“ og þeir gerðu það. Bara vel gert hjá þeim. Pálmi Geir setti tvo þrista í fjórða leikhluta,“ hélt Kjartan Atli áfram áður en Sævar skaut inn í: „á tíma þar sem Þórsarar voru átta stigum yfir.“ „Það voru rulluspilararnir sem gengu frá þeim á þessum punkti í leiknum,“ sagði Kjartan Atli að endingu um frammistöðu þeirra Pálma og Benedikts. Ekki gerst á þessari öld Ekki gerst á þessari öld.Körfuboltakvöld „Þetta er sögulegt hjá Val því þeir hafa aldrei verið í svona góðri stöðu fyrir jól, allavega ekki í tæplega þrjá áratugi. Valsmenn unnu síðast sex leiki fyrir áramót tímabilið 1994-1995. Undir stjórn Svala vann liðið 9 af 14 leikjum sínum fyrir áramót tímabilið 1992-1993.“ Valur er í 5. sæti deildarinnar með sex sigra og þrjú töp þegar níu umferðir eru búnar af Subway-deild karla í körfubolta. Tindastóll og Grindavík eru í sætunum tveimur fyrir ofan, einnig með sex sigra og þrjú töp. Keflavík trónir á toppnum sem stendur með átta sigurleiki og aðeins eitt tap. Klippa: Körfuboltakvöld: Sögulegt hjá Val
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Subway-deild karla Valur Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira