Fleiri fréttir

Fyrirhafnalítið hjá Eyjakonum

ÍBV vann fimmtán marka sigur á Aftureldingu í lokaleik 16-liða úrslita Símabikarkeppni kvenna í handbolta.

Eggert og Cupic keppa um markakóngstitilinn

Daninn Anders Eggert og Króatinn Ivan Cupic keppa ekki bara um sæti í úrslitaleik HM í handbolta í kvöld því þeir eru einnig í mikilli baráttu um markakóngstitilinn á HM á Spáni.

Wilbek: Tek hattinn ofan fyrir króatíska þjálfaranum

Danmörk og Króatía mætast í kvöld í seinni undanúrslitaleiknum á HM í handbolta á Spáni en í hinum leiknum spila Spánverjar og Slóvenar. Ulrik Wilbek, þjálfari Dana, hrósaði Slavko Goluza, þjálfara Króatíu, fyrr sitt starf.

Aron: Danir verða heimsmeistarar

Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, hefur mikla trú á Dönum á HM og spáir þeim sjálfum heimsmeistaratitlinum. Fréttablaðið fékk Aron til þess að spá í undanúrslitaleikina sem fara fram í kvöld.

Hún er miklu betri en ég

Gunnur Sveinsdóttir er 32 ára gömul, sem þykir ekki mikið í boltanum í dag, en hún náði því samt að spila við hlið dóttur sinnar, Þóreyjar Önnu Ásgeirsdóttur, í bikarsigri FH á Fylki á miðvikudagskvöld.

Hansen: Verð betri í næsta leik

Besti handknattleiksmaður heims, Daninn Mikkel Hansen, hefur ekki þótt standa undir væntingum á HM. Hann er aðeins búinn að skora 19 mörk úr 41 skoti það sem af er.

Af hverju lenti Ísland fyrir neðan Túnis á HM í handbolta?

Íslenska handboltalandsliðið endaði í tólfta sæti á HM í handbolta á Spáni en ekki í ellefta sæti eins og í fyrstu var talið. Það þótti mörgum skrýtið en IHF hefur nú sent frá sér útskýringu á röð liða á mótinu.

Ragnar og Róbert fóru í reynslu hjá Kristianstad

FH-ingurinn Ragnar Jóhannsson og Framarinn Róbert Aron Hostert nýttu HM-hléið til þess að skella sér á reynslu hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Kristianstad en með því spilar einmitt landsliðsmaðurinn Ólafur Guðmundsson.

Til heiðurs bestu liðunum á HM í handbolta

Danmörk, Króatía, Spánn og Slóvenía komust í gær í undanúrslitin á HM í handbolta á Spáni en Ungverjaland, Frakkland, Þýskaland og Rússland eru öll úr leik. Í þættinum Þorsteinn J og gestir var tekið saman myndband með liðunum fjórum sem spila í undanúrslitum keppninnar annað kvöld.

Selfoss og FH áfram í bikarnum

Tveir leikir fóru fram í Símabikar kvenna í handbolta í kvöld. Selfoss komst áfram í fjórðungsúrslit keppninnar með sigri á Fjölni í Grafarvoginum, 29-20.

Króatar slógu heimsmeistarana úr leik

Heims- og Ólympíumeistarar Frakklands eru úr leik á HM í handbolta eftir að hafa tapað fyrir sterku liði Króatíu í fjórðungsúrslitum í kvöld, 30-23.

Orri Freyr aftur á leið til Vals

Orri Freyr Gíslason er á leið aftur til síns gamla félags, Vals, eftir að hafa spilað í dönsku úrvalsdeildinni í vetur.

Slóvenar lögðu Rússa í mögnuðum leik

Slóvenar urðu í kvöld fyrstir til þess að tryggja sig inn í undanúrslit HM. Slóvenar lögðu þá Rússa, 28-27, í hörkuleik. Þetta er í fyrsta skipti sem Slóvenar komast í undanúrslit.

Danir í sömu stöðu og Íslendingar á ÓL í London

Átta liða úrslit HM í handbolta á Spáni fara fram í dag og verða allir leikirnir sýndir á sjónvarpsstöðvum Stöðvar 2 Sport. Danir, Króatar og Slóvenar mæta öll ósigruð inn í átta liða úrslitin en þessi þrjú lið hafa unnið sex fyrstu leiki sína á mótinu.

Öll hin liðin á HM skoruðu meira en Ísland hægra megin fyrir utan

Íslenska handboltalandsliðið endaði í 12. sæti á HM í handbolta á Spáni eftir að hafa dottið út úr sextán liða úrslitunum á móti heims- og Ólympíumeisturum Frakka. Mönnum hefur verið tíðrætt um veikleika íslenska liðsins í keppninni sem var öðru fremur skyttustaðan hægra megin.

Grótta lagði Hauka í bikarnum

Grótta er komið áfram í fjórðungsúrslit Símabikars kvenna eftir sigur á Haukum í Hafnarfirði í kvöld, 24-22.

Alsír vann Forsetabikarinn

Alsír er handhafi Forsetabikarsins svokallaða þessu sinni eftir sigur á Argentínu, 29-23, í úrslitaleik keppninnar á HM í handbolta í kvöld.

Nær einhver Aroni á toppi stoðsendingalistans?

Íslenski landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson hefur spilað sinn síðasta leik á HM í handbolta á Spáni en hann á samt enn möguleika á því að vera sá leikmaður sem gefur flestar stoðsendingar á heimsmeistaramótinu.

Sextán liða úrslit Símabikars kvenna af stað í kvöld

Sextán liða úrslit Símabikars kvenna í handbolta hefjast í kvöld með tveimur spennuleikjum í Mýrinni í Garðabæ og í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. Hinir þrír leikirnir fara síðan fram seinna í vikunni.

Jenný valin best í fyrri umferðinni

Handknattleiksambandið verðlaunaði í dag þá leikmenn N1 deildar kvenna í handbolta sem sköruðu fram úr í fyrri hlutanum eða í umferðum eitt til ellefu.

Ástralir í neðsta sætinu á fimmta HM í röð

Síle tapaði öllum leikjunum í riðli Íslands á HM í handbolta á Spáni og tapaði með fjögurra marka mun í gær fyrir Svartfjallalandi í fyrsta leik liðsins í Forsetabikarnum. Í dag kom hinsvegar fyrsti sigurinn þegar Síle vann níu marka sigur á Ástralíu, 32-23, í leiknum um 23. sætið.

Vignir besti maður liðsins

Fréttablaðið fer í dag yfir frammistöðu leikmanna íslenska landsliðsins í handbolta á HM í handbolta á Spáni. Heims- og Ólympíumeistarar Frakka slógu íslenska liðið út úr 16-liða úrslitunum í fyrrakvöld.

Svona eru fjórðungsúrslitin

Alþjóðahandknattleikssambandið hefur gefið út leiktímana fyrir fjórðungsúrslitin á HM í handbolta.

Danir vilja halda HM karla 2019

Danska handboltasambandið er stórhuga á næstu árum því í viðbót við það að halda Evrópumeistaramót karla í handbolta eftir eitt ár og HM í handbolta kvenna eftir tæp þrjú ár þá er mikill áhugi innan sambandsins að Danir fái einnig að halda Heimsmeistaramót karla árið 2019.

Argentína vann Katar í Forsetabikarnum

Argentína vann fjögurra marka sigur á Katar, 30-26, í Forsetabikarnum á HM í handbolta á Spáni en í Forsetabikarnum spila liðin átta sem komust ekki í sextán liða úrslitin til að skera út um hvaða þjóðir lenda í sætum 17. til 24. Katarmenn voru í riðli með Íslandi.

Trúi því ekki að við séum úr leik

Aron Pálmarsson leyndi ekki vonbrigðum sínum í leikslok og hann var nokkuð lengi að jafna sig áður en hann gaf kost á samtali við fréttamenn í Barcelona í gær.

Ólafur Gústafsson: Þeir voru ekkert betri en við

"Maður er auðvitað stoltur af sinni frammistöðu á mótinu en maður hefði samt vilja vinna þennan leik í kvöld," sagði Ólafur Gústafsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik, eftir að liðið hafði fallið úr leik gegn Frökkum í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins á Spáni.

Sjá næstu 50 fréttir