Handbolti

Af hverju lenti Ísland fyrir neðan Túnis á HM í handbolta?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Íslenska handboltalandsliðið endaði í tólfta sæti á HM í handbolta á Spáni en ekki í ellefta sæti eins og í fyrstu var talið. Það þótti mörgum skrýtið en IHF hefur nú sent frá sér útskýringu á röð liða á mótinu.

Í fyrstu benti margt til þess að Ísland hefði náð betri árangri á mótinu en Túnis. Túnis endaði neðar í sínum riðli (4. sæti en Ísland var í 3. sæti), Ísland var með betri markatölu í riðlinum (+17 á móti 0) og Ísland tapaði með færri mörkum í sextán liða úrslitunum (-2 á móti Frökkum, 28-30, í stað -7 hjá Túnis á móti Dönum, 23-30).

Það er hinsvegar stórt tap Íslendinga á móti Dönum sem skilar Túnis upp í ellefta sætið á mótinu. Þegar liðunum sem féllu út úr 16 liða úrslitunum er raðað upp í sæti níu til sextán þá er fyrst farið eftir árangri þeirra á móti þeim liðum í riðlunum sem komust í útsláttarkeppnina.

Túnis náði í tvö stig í þessum þremur leikjum alveg eins og Ísland en markatala liðsins er "bara" -6. Ísland var hinsvegar með í -9 í markatölu á móti fjórum efstu liðunum í sínum riðli en þar vóg þyngst að liðið tapaði með átta marka mun á móti Dönum.

Leikir Íslands á móti efstu fjórum liðunum í sínum riðli:

Ísland-Danmörk 28-36 (-8)

Ísland-Rússland 25-30 (-5)

Ísland-Makedónía 23-19 (+4)

Samtals: 76-85 (-9)

Leikir Túnis á móti efstu fjórum liðunum í sínum riðli:

Túnis-Þýskaland 25-23 (+2)

Túnis-Frakkland 27-30 (-3)

Túnis-Brasilía 22-27 (-5)

Samtals: 74-80 (-6)



Röð þjóða á HM í handbolta á Spáni 2013:

- Það á eftir að spila um efstu fjögur sætin

5. Þýskaland

6. Frakkland

7. Rússland

8. Ungverjaland

9. Pólland

10. Serbía

11. Túnis

12. Ísland

13. Brasilía

14. Makedónía

15. Hvíta-Rússland

16. Egyptaland

17. Alsír

18. Argentína

19. Sádí-Arabía

20. Katar

21. Suður-Kórea

22. Svartfjallaland

23. Síle

24. Ástralía

Mynd/HSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×