Fleiri fréttir

Vignir: Leiðinlega lítill munur

Vignir Svavarsson hefur verið einn af bestu leikmönnum Íslands á HM og þessi varnarjaxl átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir tapið gegn Frökkum.

Björgvin: Settum hjartað á völlinn

Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson stóð sig vel í kvöld og hann hefur komið mörgum á óvart með frammistöðu sinni á HM en hann er nýstiginn upp úr erfiðum veikindum.

Sverre: Vantaði eitt skref í viðbót

Gamli varnarjaxlinn Sverre Jakobsson hefur heldur betur staðið fyrir sínu en þessi glaðbeitti leikmaður var að vonum svekktur eftir tapið í kvöld.

Guðjón: Hundleiðinlegt að þetta sé búið

Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson reyndi að bera sig vel eftir leik en vonbrigðin leyndu sér ekki á andliti fyrirliðans enda voru strákarnir ekki fjarri því að leggja Frakka af velli á HM í kvöld.

Aron: Strákarnir eiga hrós skilið

Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari var að vonum svekktur eftir naumt tap gegn Frökkum í kvöld. Ísland er því úr leik á HM.

Auðvelt hjá Dönum

Danir höfðu ekki mikið fyrir því að komast í átta liða úrslit HM er þeir völtuðu yfir Túnis, 30-23, í kvöld. Danir mæta Ungverjum eða Pólverjum í átta liða úrslitum mótsins.

Rússar mörðu sigur á Brasilíu

Rússar skriðu inn í átta liða úrslit á HM með naumum, 27-26, sigri á Brasilíu í miklum spennuleik. Rússar mæta Slóveníu eða Egyptalandi í átta liða úrslitum.

Aron | Þurfum að gefa allt í leikinn gegn Frökkum

Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska handboltalandsliðsins, fór yfir nokkur áhersluatriði á laufléttri æfingu liðsins í Palau Sant Jordi höllinni í Barcelona í morgun. Frakkar verða mótherjar Íslands í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í kvöld og það lið sem tapar er úr leik. Aron hefur góða tilfinningu fyrir leiknum og telur að menn séu hættir að hugsa um undarlega ferðatilhögun liðsins frá Sevilla til Barcelona í gær.

Guðjón | Vitum hvað við þurfum að gera

Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins svitnaði ekki mikið á æfingu liðsins Palau Sant Jordi höllinni í Barcelona í morgun. Liðið fór yfir varnaráherslur fyrir leikinn gegn Frökkum í kvöld þar sem Ísland leikur í 16-liða úrslitum gegn heims – og ólympíumeistaraliði Frakka. Guðjón Valur hefur upplifað góðar stundir sem leikmaður landsliðsins gegn Frökkum en hann segir að liðið hafi ekki yljað sér mikið við þær minningar.

Róbert | Vitum að það er allt hægt

Róbert Gunnarsson hefur fína tilfinningu fyrir leiknum gegn Frökkum í kvöld í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handbolta. Leikurinn fer fram í Palau Sant Jordi höllinni í Barcelona en íslenska liðið æfði þar í morgun í fyrsta sinn eftir undarlegt 13 tíma ferðalag frá Sevilla í gær.

Strákarnir æfðu í Barcelona | Myndir

Það er farið að styttast í stórleikinn gegn Frökkum í 16-liða úrslitum á HM en leikurinn hefst klukkan 19.15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Þessi lið mætast í 16-liða úrslitum HM

Riðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik lauk í kvöld. Það liggur því fyrir hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum keppninnar en útsláttarkeppnin hefst á morgun.

Aron: Ótrúlegt að svona geti gerst á HM

Ferðalag íslenska handboltalandsliðsins frá Sevilla til Barcelona tók mun lengri tíma en áætlað var og tók það liðið um 13 klukkustundir að komast á leiðarenda. Vegna óveðurs fóru lestarsamgöngur úr skorðum í Andalúsíu en lestarfyrirtækið Renfe er einn af styrktaraðilum heimsmeistaramótsins á Spáni.

Ungverjar unnu öruggan sigur á Alsír

Riðlakeppni HM í handbolta er lokið. Ungverjar unnu öruggan sigur á Alsír, 29-26, í lokaleik riðlakeppninnar. Yfirburðir Ungverja voru talsverðir strax frá upphafi. Þeir leiddu með sex mörkum, 14-8, í hálfleik.

Hvít-Rússar komnir í sextán liða úrslit

Hvít-Rússar tryggðu sér í dag sæti í 16-liða úrslitum HM í handbolta með öruggum sigri á Sádi Arabíu. Egyptaland sá svo til þess að Ástralía fékk ekki stig á þessi móti líkt og venjulega.

Makedónar töpuðu viljandi gegn Dönum

Leikmenn makedónska landsliðsins fóru ekkert í grafgötur með það eftir leikinn gegn Dönum í gær að þeir hefðu viljandi tapað gegn Dönum svo þeir myndu mæta Þýskalandi í 16-liða úrslitum keppninnar.

Strákarnir strandaglópar í Sevilla | Frakkaleiknum kannski frestað

Íslenska landsliðið í handknattleik er fast í Sevilla og kemst hvorki lönd né strönd. Liðið er að reyna að komast til Barcelona. Liðið er þegar búið að bíða í rúma 3 tíma á lestarstöðinni í Sevilla og enn er alls óvíst hvenær liðið kemst af stað.

Guðjón Valur tók markametið af Ólafi Stefáns

Guðjón Valur Sigurðsson varð í gær markahæsti Íslendingurinn í sögu heimsmeistaramótsins í handbolta þegar hann skoraði sitt þriðja mark í sigrinum á Katar. Guðjón Valur er sjötti maðurinn sem öðlast metið en Ólafur Stefánsson var búinn að eiga það í árat

Risaverkefni bíður í Barcelona

Ísland mætir heims- og Ólympíumeistaraliði Frakklands í 16 liða úrslitum. Katar var engin fyrirstaða í lokaleiknum þar sem tíu marka sigur, 39-29, var síst of stór. Guðjón Valur og Þórir fóru á kostum í Sevilla í gær.

Öll mörk Íslands gegn Katar | Myndband

Hér má sjá öll mörkin 39 sem Ísland skoraði gegn Katar á HM í handbolta, sem og tilþrif markvarðanna Arons Rafns Eðvarðssonar og Björgvins Páls Gústavssonar.

Dramatík á lokadegi A- og B-riðils - myndir

Þýskaland og Brasilía komu mörgum á óvart á lokadegi A- og B-riðils á HM í handbolta á Spáni en báðar þjóðir hækkuðu sig um eitt sæti með góðum sigrum í leikjum sínum í dag.

Naumur sigur Norrköping

Pavel Ermolinskij skilaði flottum tölum þegar að Norrköping vann dramatískan sigur á Örebro í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Alfreð hjá Kiel til 2017

Alfreð Gíslason hefur skrifað undir nýjan samning við þýska úrvalsdeildarfélagið Kiel sem gildir til ársins 2017.

Sverre: Gerðum nóg til að vinna

Sverre Jakobsson, leikmaður Íslands, var ánægður með að sæti Íslands í 16-liða úrslitum HM í handbolta væri tryggt.

Vignir: Þetta hafðist

„Þetta var ekki okkar besti leikur í dag en þetta hafðist. Aðalmálið var að við unnum," sagði varnarmaðurinn Vignir Svavarsson eftir sigurinn á Katar í dag.

Þjóðverjar unnu Frakka og tryggðu sér sigur í riðlinum

Þýskaland tryggði sér sigur í A-riðlinum á HM í handbolta á Spáni eftir nokkuð óvæntan en glæsilegan tveggja marka sigur á Frökkum í kvöld, 32-30, í lokaleik liðanna í riðlakeppnini. Það stefnir því í að Íslendingar mæti Frökkum í sextán liða úrslitunum á sunnudaginn.

Þórir: Aðalmálið að vinna

Þórir Ólafsson var valinn maður leiksins gegn Katar í dag en hann skoraði níu mörk í leiknum, sem er persónulegt met á stórmóti.

Aron: Áttum von á baráttuleik

Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var ánægður með margt í leik Íslands gegn Katar í dag.

HM 2013: Stemningin magnast fyrir leikinn gegn Katar

Lokaleikur íslenska handboltalandsliðsins í B-riðli heimsmeistaramótsins í Sevilla fer fram síðdegis. Talsverður fjöldi Íslendinga er á Spáni til þess að styðja við bakið á liðinu – og þar eru handboltaleikmenn úr ÍBV áberandi. Félagarnir eru í æfingaferð í Sevilla og nýta frítímann í að styðja Ísland.

Sjá næstu 50 fréttir