Handbolti

Anton og Hlynur dæma annan undanúrslitaleikinn á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson dæma undanúrslitaleik Spánar og Slóvena á HM í handbolta í dag en IHF hefur gefið út dómaraniðurröðun sína fyrir daginn í dag.

Þetta er mikill heiður fyrir íslensku dómarana og sýna svart á hvítu hvað þeir hafa verið að dæma vel á þessu móti. Leikurinn hefst klukkan 18.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.

Þetta er sjötti leikurinn sem Anton og Hlynur dæma á mótinu en þeir dæmdu síðast leik Brasilíu og Rússlands í sextán liða úrslitunum.

Tékkarnir Václav Horácek og Jirí Novotný dæma hinn undanúrslitaleikinn á milli Danmerkur og Króatíu.

Portúgalarnir Ivan Caçador og Eurico Nicolau eru varamenn Antons og Hlyns en Þjóðverjarnir Lars Geipel og Marcus Helbig eru varamenn í hinum leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×