Aron: Við tókum slæmar ákvarðanir gegn Rússum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. janúar 2013 00:01 Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari var gestur í þætti Þorsteins J á Stöð 2 Sport eftir leiki dagsins á HM í handbolta. Aron ræddi um íslenska landsliðið sem féll úr leik í 16-liða úrslitum keppninnar. Hann segir að tapið gegn Rússum í fyrsta leik hafi skipt miklu máli og að undirbúningur liðsins fyrir mót hefði mátt vera betri. „Við fengum tvo leiki gegn Túnis hér heima fyrir mót sem voru ekki nógu erfiðir. Við bjuggumst við þeim sterkari og að þeir myndu spila 5-1 vörn. Þess vegna fengum við þá," sagði Aron. „Við mættum svo Svíum tveimur dögum fyrir mót og það var góður leikur. Þar lentum við undir pressu og lentum í vandræðum með viss atriði. Við fórum svo með þau vandamál í leikinn gegn Rússum og náðum ekki að leysa þau." „Við fengum ekki nægilegan tíma til að slípa liðið. Helsta vandamál okkar gegn Rússum var að við náðum ekki að nýta breidd vallarins. Menn tóku margar slæmar ákvarðanir í þeim leik og þegar við sýndum leikmönnum leikinn á myndbandi næsta dag áttu þeir ekki orð yfir sjálfum sér." Ísland komst yfir snemma í síðari hálfleik, 19-16, en missti svo leikinn úr höndunum. „Í þeirri stöðu fengum við á okkur brottvísun í sókn. Þeir náðu að jafna leikinn á augnabliki og við missum forskot sem við höfðum mikið fyrir því að vinna okkur inn. Þá fór að síga á ógæfuhliðina hjá okkur." Aron ræddi einnig um hægri væng íslenska liðsins en það kom lítið úr honum á mótinu. „Af þeim þremur sem spila fyrir utan í sókn þurfa tveir að vera með góða skotógnun," sagði Aron. „Ef það er bara ein staða sem ógnar þá geturðu lent í miklum vandræðum með spilið. Við vorum með Snorra Stein og Ásgeir Örn og það eru leikmenn sem við breytum ekki." „Fyrir mót lentum við í því að missa leikmenn sem eru með skotógnun af níu metrunum - menn eins og Alexander Petersson, Ólaf Bjarka Ragnarsson, Arnór Atlason og Rúnar Kárason." „Styrkur Snorra Steins er leikstjórnun og að kalla það besta fram úr öðrum leikmönnum. Hann er góður í því og gerði það vel á mótinu." „Ásgeir Örn hefur nýst landsliðinu vel í mörg ár og mun gera það áfram. Hann getur spilað bæði horn og skyttu í sókn, bakvörð og senter í vörn. Hann er vel spilandi, fljótur fram en er ekki þessi langstkytta. Okkur vantaði mann með honum sem hafði þann hæfileika." Aron talaði einnig um önnur mál sem sneri að íslenska liðinu, eins og styrkleika og veikleika ungu manna landsliðsins. Þá fór hann einnig yfir leikinn gegn Frökkum í 16-liða úrslitum. Smelltu á hlekkinn hér efst í fréttinni til að sjá myndbandið. Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum Sjá meira
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari var gestur í þætti Þorsteins J á Stöð 2 Sport eftir leiki dagsins á HM í handbolta. Aron ræddi um íslenska landsliðið sem féll úr leik í 16-liða úrslitum keppninnar. Hann segir að tapið gegn Rússum í fyrsta leik hafi skipt miklu máli og að undirbúningur liðsins fyrir mót hefði mátt vera betri. „Við fengum tvo leiki gegn Túnis hér heima fyrir mót sem voru ekki nógu erfiðir. Við bjuggumst við þeim sterkari og að þeir myndu spila 5-1 vörn. Þess vegna fengum við þá," sagði Aron. „Við mættum svo Svíum tveimur dögum fyrir mót og það var góður leikur. Þar lentum við undir pressu og lentum í vandræðum með viss atriði. Við fórum svo með þau vandamál í leikinn gegn Rússum og náðum ekki að leysa þau." „Við fengum ekki nægilegan tíma til að slípa liðið. Helsta vandamál okkar gegn Rússum var að við náðum ekki að nýta breidd vallarins. Menn tóku margar slæmar ákvarðanir í þeim leik og þegar við sýndum leikmönnum leikinn á myndbandi næsta dag áttu þeir ekki orð yfir sjálfum sér." Ísland komst yfir snemma í síðari hálfleik, 19-16, en missti svo leikinn úr höndunum. „Í þeirri stöðu fengum við á okkur brottvísun í sókn. Þeir náðu að jafna leikinn á augnabliki og við missum forskot sem við höfðum mikið fyrir því að vinna okkur inn. Þá fór að síga á ógæfuhliðina hjá okkur." Aron ræddi einnig um hægri væng íslenska liðsins en það kom lítið úr honum á mótinu. „Af þeim þremur sem spila fyrir utan í sókn þurfa tveir að vera með góða skotógnun," sagði Aron. „Ef það er bara ein staða sem ógnar þá geturðu lent í miklum vandræðum með spilið. Við vorum með Snorra Stein og Ásgeir Örn og það eru leikmenn sem við breytum ekki." „Fyrir mót lentum við í því að missa leikmenn sem eru með skotógnun af níu metrunum - menn eins og Alexander Petersson, Ólaf Bjarka Ragnarsson, Arnór Atlason og Rúnar Kárason." „Styrkur Snorra Steins er leikstjórnun og að kalla það besta fram úr öðrum leikmönnum. Hann er góður í því og gerði það vel á mótinu." „Ásgeir Örn hefur nýst landsliðinu vel í mörg ár og mun gera það áfram. Hann getur spilað bæði horn og skyttu í sókn, bakvörð og senter í vörn. Hann er vel spilandi, fljótur fram en er ekki þessi langstkytta. Okkur vantaði mann með honum sem hafði þann hæfileika." Aron talaði einnig um önnur mál sem sneri að íslenska liðinu, eins og styrkleika og veikleika ungu manna landsliðsins. Þá fór hann einnig yfir leikinn gegn Frökkum í 16-liða úrslitum. Smelltu á hlekkinn hér efst í fréttinni til að sjá myndbandið.
Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum Sjá meira