Hún er miklu betri en ég Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2013 06:00 Mæðgurnar Gunnur Sveinsdóttir og Þórey Anna Ásgeirsdóttir. Fréttablaðið/Valli Gunnur Sveinsdóttir er 32 ára gömul, sem þykir ekki mikið í boltanum í dag, en hún náði því samt að spila við hlið dóttur sinnar, Þóreyjar Önnu Ásgeirsdóttur, í bikarsigri FH á Fylki á miðvikudagskvöld. Slíkt gerist ekki á hverjum degi og hvað þá að þær skyldu báðar skora mark í leiknum. Þórey Anna er bara fimmtán ára og strax komin í stórt hlutverk hjá FH þar sem móðir hennar hefur spilað, með smá hléum, í meira en áratug. „Þetta var rosa stuð. Þetta er eitthvað sem ég hélt að myndi aldrei gerast. Þetta var mjög skrýtið en gaman að geta gert þetta," segir Gunnur. Þórey Anna hefur skorað 23 mörk í 9 fyrstu leikjum tímabilsins. „Hún er mjög efnileg," segir Gunnur. Eru þær ólíkir leikmenn? „Já, það erum við. Hún er örvhent og ég er rétthent. Hún er miklu betri en ég," segir Gunnur sem segist aðallega vera varnarmaður. „Hún er með allt til að verða rosa góð. Hún fær líka góð ráð því hún er í mikilli handboltaætt," segir Gunnur létt. Þær spiluðu nær allan leikinn, Gunnur í vörn og Þórey í hægra horni. „Ég hugsaði með mér að ef ég gerði þetta ekki núna þá gerðist þetta ekki. Þá sér maður örugglega eftir því eftir tíu ár og hugsar: „Af hverju dreif ég mig ekki?"," segir Gunnur en hún er nýbúin að eignast sitt þriðja barn. „Þórey fór með liðinu í æfingaferð til Þýskalands og kom þjálfurunum svolítið á óvart. Hún stóð sig vel og komst í meistaraflokk. Ég átti náttúrulega ekkert von á henni í meistaraflokk strax og hvað þá að hún fengi að spila svona mikið," segir Gunnur. „Ég var bara í einhverri mömmuleikfimi að reyna að koma mér í gang. Þess vegna dreif ég mig af stað núna og ætla bara að klára þetta með þeim svo lengi sem skrokkurinn leyfir," segir Gunnur. En á hún ekki bara mörg ár eftir? „Þetta er bara tímaspursmál þegar maður er komin með þrjú börn og karlinn alltaf að kenna golf," skýtur Gunnur létt á eiginmanninn. „Ég á góða mömmu og hún hjálpar þvílíkt til," segir Gunnur. Hvernig tekur táningurinn því að vera með mömmu sinni á æfingum? „Henni finnst þetta svolítið skrýtið. Hún er á svolítið viðkvæmum aldri og finnst mamma sín mjög hallærisleg. Þegar hún verður eldri þá hugsar hún kannski til baka og að þetta hafi verið gaman," segir Gunnur sem passar sig að vera ekki með „mömmustæla" á æfingum. „Ég tel það vera best að við séum ekki að skipta okkur hvor af annarri á æfingum. Ég kem bara fram við hana eins og leikmann og samherja," segir Gunnur létt að lokum. Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Sjá meira
Gunnur Sveinsdóttir er 32 ára gömul, sem þykir ekki mikið í boltanum í dag, en hún náði því samt að spila við hlið dóttur sinnar, Þóreyjar Önnu Ásgeirsdóttur, í bikarsigri FH á Fylki á miðvikudagskvöld. Slíkt gerist ekki á hverjum degi og hvað þá að þær skyldu báðar skora mark í leiknum. Þórey Anna er bara fimmtán ára og strax komin í stórt hlutverk hjá FH þar sem móðir hennar hefur spilað, með smá hléum, í meira en áratug. „Þetta var rosa stuð. Þetta er eitthvað sem ég hélt að myndi aldrei gerast. Þetta var mjög skrýtið en gaman að geta gert þetta," segir Gunnur. Þórey Anna hefur skorað 23 mörk í 9 fyrstu leikjum tímabilsins. „Hún er mjög efnileg," segir Gunnur. Eru þær ólíkir leikmenn? „Já, það erum við. Hún er örvhent og ég er rétthent. Hún er miklu betri en ég," segir Gunnur sem segist aðallega vera varnarmaður. „Hún er með allt til að verða rosa góð. Hún fær líka góð ráð því hún er í mikilli handboltaætt," segir Gunnur létt. Þær spiluðu nær allan leikinn, Gunnur í vörn og Þórey í hægra horni. „Ég hugsaði með mér að ef ég gerði þetta ekki núna þá gerðist þetta ekki. Þá sér maður örugglega eftir því eftir tíu ár og hugsar: „Af hverju dreif ég mig ekki?"," segir Gunnur en hún er nýbúin að eignast sitt þriðja barn. „Þórey fór með liðinu í æfingaferð til Þýskalands og kom þjálfurunum svolítið á óvart. Hún stóð sig vel og komst í meistaraflokk. Ég átti náttúrulega ekkert von á henni í meistaraflokk strax og hvað þá að hún fengi að spila svona mikið," segir Gunnur. „Ég var bara í einhverri mömmuleikfimi að reyna að koma mér í gang. Þess vegna dreif ég mig af stað núna og ætla bara að klára þetta með þeim svo lengi sem skrokkurinn leyfir," segir Gunnur. En á hún ekki bara mörg ár eftir? „Þetta er bara tímaspursmál þegar maður er komin með þrjú börn og karlinn alltaf að kenna golf," skýtur Gunnur létt á eiginmanninn. „Ég á góða mömmu og hún hjálpar þvílíkt til," segir Gunnur. Hvernig tekur táningurinn því að vera með mömmu sinni á æfingum? „Henni finnst þetta svolítið skrýtið. Hún er á svolítið viðkvæmum aldri og finnst mamma sín mjög hallærisleg. Þegar hún verður eldri þá hugsar hún kannski til baka og að þetta hafi verið gaman," segir Gunnur sem passar sig að vera ekki með „mömmustæla" á æfingum. „Ég tel það vera best að við séum ekki að skipta okkur hvor af annarri á æfingum. Ég kem bara fram við hana eins og leikmann og samherja," segir Gunnur létt að lokum.
Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Sjá meira