Handbolti

Hansen: Verð betri í næsta leik

Hansen hefur verið slæmur í hné og það gæti verið ástæðan fyrir slökum leik hans í síðasta leik.
Hansen hefur verið slæmur í hné og það gæti verið ástæðan fyrir slökum leik hans í síðasta leik.
Besti handknattleiksmaður heims, Daninn Mikkel Hansen, hefur ekki þótt standa undir væntingum á HM. Hann er aðeins búinn að skora 19 mörk úr 41 skoti það sem af er.

Hann átti ekki góðan leik gegn Ungverjum þar sem hann skoraði aðeins þrjú mörk og var fjarri sínu besta í öllum aðgerðum.

"Það var ekki minn besti leikur en á móti kemur að það var ekki eins mikil þörf á því og oft áður að ég stígi upp. Það kemur fyrir menn að þeir eigi ekki sinn besta leik og ég verð að sætta mig við það," sagði Hansen en hann hefur verið gagnrýndur af sumum fjölmiðlum fyrir frammistöðuna hingað til.

"Það eru margir leikmenn búnir að spila vel og við höfum unnið alla okkar leiki. Ég get því ekki séð annað en að þetta hafi verið gott mót. Ég ætla mér samt meiri hluti í næsta leik gegn Króötum. Það skiptir samt öllu máli að við vinnum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×