Handbolti

Öll hin liðin á HM skoruðu meira en Ísland hægra megin fyrir utan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska handboltalandsliðið.
Íslenska handboltalandsliðið. Mynd/HSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson
Íslenska handboltalandsliðið endaði í 12. sæti á HM í handbolta á Spáni eftir að hafa dottið út úr sextán liða úrslitunum á móti heims- og Ólympíumeisturum Frakka. Mönnum hefur verið tíðrætt um veikleika íslenska liðsins í keppninni sem var öðru fremur skyttustaðan hægra megin.

Íslenska liðið missti heimsklassamennina Ólaf Stefánsson og Alexander Petersson sem hafa báðir verið valdir í úrvalslið stórmóta í þessari stöðu.

Tölfræði mótshaldara sýnir að skarðið sem þeir skildu eftir sig var alltof stórt því öll hin 23 liðin í keppninni skoruðu fleiri mörk hægra megin fyrir utan en íslenska liðið. Þar á meðal er lið Ástrala sem endaði í neðsta sæti á fimmta heimsmeistaramótinu í röð en Ástralir skoruðu átta mörk úr skyttustöðunni hægra megin eða einu marki meira en íslenska liðið. Brasilíumenn skoruðu flest mörk úr þessari stöðu eða alls 26.

Íslenska liðið nýtti 7 af 20 skotum sínum hægra megin fyrir utan í sínum sex leikjum sem gerir 35 prósent skotnýtingu úr þessari stöðu á vellinum. Fjögur lið voru með lakari nýtingu úr þessari stöðu í fyrstu sex leikjum sínum en Ástralir nýttu aðeins 16 prósent skota sinna þaðan.

Íslenska liðið skoraði alls 44 mörk með langskotum og er þar í þrettánda sæti meðal liðanna 24 á mótinu. Tólf mörk komu vinstra megin fyrir utan og 25 mörk komu frá miðjunni.

Ísland fékk aðeins tvö mörk úr þessari stöðu gegn Rússlandi, Makedóníu og Danmörku en fjögur komu í leiknum gegn Frökkum í 16-liða úrslitunum.

Mörk skoruð hægra megin fyrir utan á HM í handbolta(Tölfræðin er frá riðlakeppninni og 16 liða úrslitunum)

Brasilía 26 mörk (53 skot - 49,1 prósent nýting)

Katar 19 mörk (41 - 46,3%)

Túnis 18 mörk (40 - 45,0%)

Slóvenía 16 mörk (27 - 59,3%)

Sádí-Arabía 16 mörk (44 - 36,4%)

Þýskaland 16 mörk (38 - 42,1%)

Argentína 15 mörk (32 - 46,9%)

Serbía 15 mörk (34 - 44,1%)

Ungverjaland 15 mörk (28 - 53,6%)

Hvíta-Rússland 14 mörk (30 - 46,7%)

Síle 13 mörk (33 - 39,4%)

Suður-Kórea 13 mörk (34 - 38,2%)

Frakkland 12 mörk (27 - 44,4%)

Svartfjallaland 12 mörk (28 - 42,9%)

Makedónía 12 mörk (32 - 37,5%)

Danmörk 11 mörk (21 - 52,4%)

Pólland 11 mörk (26 - 42,3%)

Alsír 10 mörk (31 - 32,3%)

Spánn 9 mörk (32 - 28,1%)

Rússland 8 mörk (19 - 42,1%)

Ástralía 8 mörk (51 - 15,7%)

Egyptaland 8 mörk (31 - 25,8%)

Krótatía 8 mörk (19 - 42,1%)

Ísland 7 mörk (20 - 35,0%)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×