Handbolti

Til heiðurs bestu liðunum á HM í handbolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Danmörk, Króatía, Spánn og Slóvenía komust í gær í undanúrslitin á HM í handbolta á Spáni en Ungverjaland, Frakkland, Þýskaland og Rússland eru öll úr leik. Í þættinum Þorsteinn J og gestir var tekið saman myndband með liðunum fjórum sem spila í undanúrslitum keppninnar annað kvöld.

Spánverjar urðu í þriðja sæti á HM fyrir tveimur árum en eru nú komnir í undanúrslitin í fimmta sinn í sögunni. Spænska landsliðið varð heimsmeistari fyrir átta árum. Þetta er fimmta HM í í röð þar sem gestgjafarnir komast í undanúrslit en þeir hafa aðeins einu sinni unnið á þessum tíma (Þýskaland 2007).

Króatar eru komnir í undanúrslit á HM í fjórða sinn á síðustu sex heimsmeistaramótum en þeir urði í fimmta sæti á HM 2011. Króatar hafa unnið silfur í tveimur af síðustu fjórum HM en urðu heimsmeistarar í fyrsta og eina skiptið árið 2003.

Danir voru að komast í undanúrslitin á fjórða heimsmeistaramótinu í röð en þeir urðu í öðru sæti í Svíþjóð fyrir tveimur árum.

Slóvenar eru að ná sínum besta árangri á HM frá upphafi en besti árangur Slóveníu á HM fyrir mótið í ár var 10. sæti á HM í Þýskalandi 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×