Handbolti

Danir rúlluðu yfir Króata og fara í úrslitaleikinn

Benedikt Grétarsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Danmörk vann sannfærandi sigur á Króatíu, 30-24, í undanúrslitum heimsmeistarakeppninnar í handbolta og mætir Spánverjum í úrslitaleiknum á sunnudaginn.

Danir byrjuðu frábærlega í leiknum og skoruðu sex af fyrstu sjö mörkum leiksins. Króatar réttu sinn hlut aðeins eftir það en staðan í hálfleik var 14-11, þeim dönsku í vil.

Króatar náðu svo aldrei að brúa bilið í seinni hálfleik og Danir sigu aftur fram úr á lokamínútunum. Leikmenn Dana voru einfaldlega miklu betri í leiknum og unnu verðskuldað.

Anders Eggert var markahæstur í liði Dana með níu mörk og Jesper Nöddesbo kom næstur með fimm mörk. Damir Bicanic var markahæstur hjá Króatíu með sex mörk.

Þá átti Niklas Landin góðan leik í marki Dana en hann varði nítján skot. Nirko Alilovic varði þrettán skot í marki Króata.

Króatía mætir Slóveníu í bronsleikun á morgun en úrslitaleikurinn fer fram á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×