Handbolti

Eggert og Cupic keppa um markakóngstitilinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anders Eggert.
Anders Eggert. Mynd/AFP
Daninn Anders Eggert og Króatinn Ivan Cupic keppa ekki bara um sæti í úrslitaleik HM í handbolta í kvöld því þeir eru einnig í mikilli baráttu um markakóngstitilinn á HM á Spáni.

Anders Eggert og Ivan Cupic eru reyndar bara í 3. og 4. sæti á markalistanum en þrír efstu leikmennirnir, Rússinn Timur Dibirov, Hvít-Rússinn Siarhei Rutenka og Makedóníumaðurinn Kiril Lazarov, hafa lokið keppni á heimsmeistaramótinu.

Eggert hefur skorað einu marki meira en Cupic eða 43 mörk á móti 42 mörkum. Eggert er þremur mörkum á eftir þeim Dibirov og Rutenka sem eru efstir og jafnir með 46 mörk.

Aron Pálmarsson hefur enn 11 stoðsendinga forskot á Króatann Domagoj Duvnjak á listanum yfir flestar stoðsendingar og Aron er enn í öðru sæti yfir þá leikmenn sem hafa komið að flestum mörkum á mótinu en Aron átti þátt í 59 mörkum (24 skoruð mörk og 35 stoðsendingar) í sex leikjum Íslands á HM á Spáni.

Markahæstu menn á HM í handbolta:

1. Timur Dibirov, Rússland 46

1. Siarhei Rutenka, Hvíta-Rússland 46

3. Kiril Lazarov, Makedónía 44

4. Anders Eggert, Danmörk 43

5. Ivan Cupic, Króatía 42

6. Ahmed Mostafa, Egyptaland 42

7. Guðjón Valur Sigurðsson, Ísland 41

8. Emil Ludwig Feuchtmann, Síle 40

9. Rodrigo Salinas, Síle 37

10. Vasko Sevaljevic, Svartfjallaland 36




Fleiri fréttir

Sjá meira


×