Handbolti

Danir vilja halda HM karla 2019

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Danska handboltasambandið er stórhuga á næstu árum því í viðbót við það að halda Evrópumeistaramót karla í handbolta eftir eitt ár og HM í handbolta kvenna eftir tæp þrjú ár þá er mikill áhugi innan sambandsins að Danir fái einnig að halda Heimsmeistaramót karla árið 2019.

Hm karla 2015 fer fram í Katar og HM karla 2017 verður í Frakklandi. Danir sóttu einnig um keppnina karlakeppnina 2017 en urðu þá að láta í minni pokann fyrir Frökkum sem munu því halda 25. Heimsmeistaramótið eftir fjögur ár.

Danir halda EM karla 2014 en þar eru ekki sömu kröfur um stærð íþróttahallanna eins og á HM. Sömu sögu er að segja með HM kvenna 2015.

Morten Stig Christensen, framkvæmdastjóri danska handboltasambandsins talar um það í viðtali við Jyllands-Posten í dag að það sé möguleiki á að stækka þær íþróttahallir sem þegar eru til. Danska sambandið vill þó umfram allt byggja nýtt stórt hús í Kaupmannahöfn.

Danir hafa einu haldið HM karla í handbolta einu sinni en það var árið 1978.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×