Fleiri fréttir

Anton og Hlynur valdir til að dæma á EM

Alþjóðadómararnir Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson hafa verið tilnefndir af evrópska handboltasambandinu, EHF, til þess að dæma á lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Serbíu í janúar 2012. Þetta kemur fram á heimasíðu HSÍ.

Annar sigur HK í röð - myndir

HK er komið á góða siglingu í N1-deild karla eftir sigur á Akureyri í gær, 30-27, og toppliði Fram í síðustu umferð. Bjarki Már Elísson fór farið á kostum í báðum leikjum.

Kiel vann nauman sigur á Füchse Berlin

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel eru enn með fullt hús stiga í þýsku úrvalsdeildinni eftir eins marks sigur á Füchse Berlin í dag, 33-32.

Alfreð og Dagur mætast í bikarnum

Dregið var í fjórðungsúrslit þýsku bikarkeppninnar í dag og fengu íslensku þjálfararnir þrír allir mjög erfitt verkefni.

Einar Ingi hafði betur gegn Ólafi

Einar Ingi Hrafnsson skoraði fjögur mörk fyrir lið sitt, Mors-Thy, sem vann átta marka sigur á Nordsjælland, 28-20, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Rúnar skoraði fjögur í naumu tapi

Rúnar Kárason skoraði fjögur mörk er lið hans, Bergischer HC, tapaði naumlega fyrir Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni í dag, 32-31.

Öll úrslit dagsins í N1-deild kvenna - Naumur sigur HK

Valur er enn með fullt hús stiga í N1-deild kvenna en öll toppliðin fjögur unnu sigra á andstæðingum sínum í dag. Lítil spenna var í leikjunum, nema þá í viðureign HK og ÍBV sem fyrrnefnda liðið vann með eins marks mun, 24-23.

AG tapaði óvænt fyrir Álaborg í Danmörku

AG tapaði aðeins sínum öðrum deildarleik frá stofnun félagsins í dag er liðið mátti þola eins marks tap gegn Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni í dag, 25-24.

Dagur: Verður auðveldara að mæta Kiel en Saarlouis

Stórslagur helgarinnar í þýsku úrvalsdeildinni verður viðureign Füchse Berlin og Kiel. Þjálfarar liðanna eru báðir íslenskir – þeir Dagur Sigurðsson og Alfreð Gíslason – en þar að auki eru landsliðsmennirnir Aron Pálmarsson (Kiel) og Alexander Petersson (Füchse Berlin) mikilvægir leikmenn hjá liðunum.

Frakkar og Danir berjast um það að fá að halda HM í handbolta 2017

Danir sækja í það að fá að halda stórmót í handbolta á næstunni enda með gríðarlega sterkt karlalandslið sem er líklegt til afreka á næstu Heims- og Evrópumótum. Danir hafa þegar fengið til sín Evrópumótið árið 2014 en nú vilja þeir líka fá að halda HM 2017.

Kári fékk enga afmælisgjöf frá Guðmundi

Afmælisbarnið Kári Kristján Kristjánsson lék vel fyrir lið sitt, Wetzlar, í kvöld en það dugði ekki til gegn lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein-Neckar Löwen. Guðmundur var ekki á því að gefa Kára neina afmælisgjöf.

Einar Ingi: Ánægður að fá tækifærið

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, valdi í gær nítján leikmenn í æfingahóp landsliðsins. Hópurinn kemur saman á mánudaginn og mun æfa saman til föstudags.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 34-28

Haukar héldu sigurgöngu sinni áfram á Ásvöllum í kvöld þegar þeir unnu sex marka sigur á Valsmönnum, 34-28, í 6. umferð N1 deild karla í handbolta. Haukar hafa nú unnið fjóra leiki í röð í deildinni.

Guðmundur: Vil skoða nokkra leikmenn nánar

Guðmundur Guðmundsson valdi í morgun nítján manna æfingahóp sem kemur saman nú um mánaðamótin. Liðið æfir saman í tæpa viku til að undirbúa sig fyrir EM í Serbíu í janúar en Guðmundur ætlar einnig að nota tækifærið og skoða nokkra leikmenn nánar.

Glæný Boltavakt fyrir handboltann á Vísi

Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins hefur nú verið endurhönnuð og útfærð fyrir handboltaleiki og verður þremur leikjum í N1-deild karla lýst beint í kvöld.

Guðjón Valur og Ólafur Stefánsson ekki í æfingahóp landsliðsins

Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari karla í handbolta hefur valið 19 leikmenn til æfinga á Íslandi vikuna 31.október til 4. nóvember en liðið mun síðan leika pressuleik gegn úrvalsliði N1 deildar karla föstudaginn 4. nóvember kl.20.00 í Laugardalshöll.

HK og ÍBV áfram í bikarnum

Tveir leikir fóru fram í 32-liða úrslitum Eimskipsbikars karla í handbolta í kvöld. Annar var æsispennandi en hinn var upprúllun. Á meðan HK labbaði yfir Fjölni vann ÍBV dramatískan sigur á Víkingnum.

Lið Rúnars og Ernis úr leik

Lið þeirra Rúnars Kárasonar, Bergischer, og Ernis Hrafns Arnarsonar, Düsseldorf eru bæði úr leik í þýsku bikarkeppninni eftir töp í kvöld.

Kári og félagar úr leik eftir framlengingu

Kári Kristján Kristjánsson skoraði eitt mark fyrir lið sitt, Wetzlar, sem féll úr leik í bikarnum er það tapaði naumlega á heimavelli gegn Flensburg, 27-29, eftir framlengingu.

Löwen vann í framlengingu - öruggt hjá Berlin

Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar hjá þýska félaginu Rhein-Neckar Löwen lentu í miklum vandræðum með Melsungen er liðin mættust í þriðju umferð þýsku bikarkeppninnar í kvöld.

Breska kvennalandsliðið í handbolta kemur á óvart

Bretar ætla að tefla fram handboltaliðum á Ólympíuleikunum næsta sumar og undirbúningur er í fullum gangi þessa dagana. Bretar hafa verið þekktir fyrir allt annað en afrek á handboltavellinum hingað til og því má segja að þeir séu að byrja frá grunni.

Handboltalandslið Argentínu á Ólympíuleikana

Argentína varð í gær annað liðið til að tryggja sér sæti í keppni í handbolta karla á Ólympíuleikunum í Lundúnum á næsta ári en liðið varð í gær Ameríkumeistari í handbolta.

Guðjón Valur í úrvalsliði umferðarinnar í Meistaradeild Evrópu

Guðjón Valur Sigurðsson er í úrvalsliði síðustu umferðar í Meistaradeild Evrópu í handbolta. Íslenski landsliðsmaðurinn skoraði 9 mörk fyrir danska stórliðið AG frá Kaupmannahöfn í 31-29 sigri liðsins gegn franska liðinu Montpellier s.l. sunnudag. Liðsfélagi Guðjóns, Niclas Ekberg, var einnig valinn í úrvalsliðið en hann skoraði einnig 9 mörk gegn franska liðinu.

Staða stelpnanna ekki góð eftir tap í Höllinni - myndir

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hefur ekki byrjað vel í undankeppni EM 2012 og liðið er án stiga eftir fyrstu tvo leikina eftir 20-21 tap á móti Úkraínu í Laugardalshöllinni í gær. Íslenska liðið tapaði fyrsta leiknum sínum út á Spáni í síðustu viku.

Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Úkraína 20-21

Íslenska landsliðið í handknattleik tapaði fyrir því úkraínska í undakeppni Evrópumótsins sem fram fer árið 2012. Sóknarleikur liðsins varð þeim að falli í síðari hálfleik en þær leiddu leikinn 11-8 í hálfleik. Virkilega slæm úrslit en landsliðið hefur nú tapað báðum leikjum liðsins í undankeppninni.

Bjarte Myrhol snéri aftur í sigri Rhein-Neckar Löwen

Norðmaðurinn Bjarte Myrhol lék sinn fyrsta leik með Rhein-Neckar Löwen í dag eftir að hann greindist með krabbamein. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Löwen unnu þá 30-25 heimasigur á Frisch Auf Göppingen.

Haukar unnu nauman sigur í Mosfellsbænum

Haukar unnu eins marks sigur á Aftureldingu, 22-21, í N1 deild karla í handbolta í kvöld en leikururinn fór fram á Varmá í Mosfellsbæ. Reynir Þór Reynisson, stýrði Mosfellingum þar í fyrsta sinn síðan að hann tók við af Gunnari Andréssyni.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - HK 23-30

HK varð fyrst allra liða í vetur til þess að leggja Fram í N1-deild karla í vetur. Eftir fjóra sigurleiki í röð varð Fram að játa sig sigrað, 23-30.

Sjá næstu 50 fréttir