Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - FH 26-29 Stefán Árni Pálsson í Mosfellsbæ skrifar 27. október 2011 16:09 FH sigraði Aftureldingu 29-26 í N-1 deild karla í handknattleik í kvöld, en leikurinn fór fram að Varmá. FH-ingar byrjuðu leikinn gríðarlega vel og náðu strax góðu forskoti. Heimamenn gáfust aldrei upp en munurinn var of mikill. Örn Ingi Bjarkason átti frábærann leik fyrir FH og gerði níu mörk. Daníel Andrésson var einnig magnaður í marki FH og varði 21 skot. Jóhann Jóhannsson gerði sex mörk fyrir Aftureldingu. Reynir: Það býr hellingur í þessu liði „Við misstum FH-ingana allt of langt frá okkur í byrjun," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, eftir tapið í kvöld FH komst í 6-1 strax á upphafsmínútum leiksins. „Það er allt of dýrt á móti svona góðu liði eins og FH og við verðum að mæta mun grimmari til leiks". „Við vorum lengi að finna taktinn í kvöld, en áttum í raun möguleika að fá eitthvað út úr þessum leik". Hægt er að sjá myndbandsupptöku að viðtalinu við Reyni með því að ýta hér. Kristján Arason: Sáttur með stöðuna eftir sex umferðir „Þetta var virkilega erfiður sigur," sagði Kristján Arason, annar þjálfari FH, eftir leikinn í kvöld. „Vissum vissum að við værum að mæta virkilega baráttuglöðu liði sem væri erfitt að vinna bug á. Þetta var aldrei öruggt þrátt fyrir að hafa leitt allan leikinn".´ „Ég er ánægður að vera með níu stig eftir sex umferðir og núna verðum við bara að halda áfram þessu striki". Hægt er að sjá myndbandsupptöku að viðtalinu við Kristján með því að smella hér að ofan. Jóhann Jóhannsson: Verðum að mæta grimmari í leikina „Við höfum lent í þessu áður, að mæta ekki klárir frá fyrstu mínútu," sagði Jóhann Jóhannsson, leikmaður Aftureldingar, eftir leikinn í kvöld. „Það er rosalega erfitt að elta svona allan leikinn og það fór mikil orka í það í kvöld". „Við verðum að finna út úr því af hverju við mættum ekki nægilega grimmir í leikina, það verður gert á næstu dögum". Hægt er að sjá myndbandsupptöku að viðtalinu við Jóhann með því að ýta hér. Örn Ingi: Erfitt að vinna leik í þessu húsi „Það er frábært að koma hingað og vinna því þetta er einn af tveimur erfiðustu útivöllum á landinu," sagði Örn Ingi Bjarkason, leikmaður FH, eftir leikinn í kvöld. „Við spilum vel stóra hluta af leiknum en á köflum erum við aðeins of værukærir og hleypum þeim of mikið inn í leikinn". „Við héldum þeim alltaf þægilega frá okkur í kvöld og sigurinn var í raun aldrei í hættu". Hægt er að sjá myndbandsupptöku að viðtalinu við Örn Inga með því að ýta hér.Leikir kvöldsins:19.30 Grótta - Fram19.30 Afturelding - FH19.30 Haukar - Valur Olís-deild karla Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Sjá meira
FH sigraði Aftureldingu 29-26 í N-1 deild karla í handknattleik í kvöld, en leikurinn fór fram að Varmá. FH-ingar byrjuðu leikinn gríðarlega vel og náðu strax góðu forskoti. Heimamenn gáfust aldrei upp en munurinn var of mikill. Örn Ingi Bjarkason átti frábærann leik fyrir FH og gerði níu mörk. Daníel Andrésson var einnig magnaður í marki FH og varði 21 skot. Jóhann Jóhannsson gerði sex mörk fyrir Aftureldingu. Reynir: Það býr hellingur í þessu liði „Við misstum FH-ingana allt of langt frá okkur í byrjun," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, eftir tapið í kvöld FH komst í 6-1 strax á upphafsmínútum leiksins. „Það er allt of dýrt á móti svona góðu liði eins og FH og við verðum að mæta mun grimmari til leiks". „Við vorum lengi að finna taktinn í kvöld, en áttum í raun möguleika að fá eitthvað út úr þessum leik". Hægt er að sjá myndbandsupptöku að viðtalinu við Reyni með því að ýta hér. Kristján Arason: Sáttur með stöðuna eftir sex umferðir „Þetta var virkilega erfiður sigur," sagði Kristján Arason, annar þjálfari FH, eftir leikinn í kvöld. „Vissum vissum að við værum að mæta virkilega baráttuglöðu liði sem væri erfitt að vinna bug á. Þetta var aldrei öruggt þrátt fyrir að hafa leitt allan leikinn".´ „Ég er ánægður að vera með níu stig eftir sex umferðir og núna verðum við bara að halda áfram þessu striki". Hægt er að sjá myndbandsupptöku að viðtalinu við Kristján með því að smella hér að ofan. Jóhann Jóhannsson: Verðum að mæta grimmari í leikina „Við höfum lent í þessu áður, að mæta ekki klárir frá fyrstu mínútu," sagði Jóhann Jóhannsson, leikmaður Aftureldingar, eftir leikinn í kvöld. „Það er rosalega erfitt að elta svona allan leikinn og það fór mikil orka í það í kvöld". „Við verðum að finna út úr því af hverju við mættum ekki nægilega grimmir í leikina, það verður gert á næstu dögum". Hægt er að sjá myndbandsupptöku að viðtalinu við Jóhann með því að ýta hér. Örn Ingi: Erfitt að vinna leik í þessu húsi „Það er frábært að koma hingað og vinna því þetta er einn af tveimur erfiðustu útivöllum á landinu," sagði Örn Ingi Bjarkason, leikmaður FH, eftir leikinn í kvöld. „Við spilum vel stóra hluta af leiknum en á köflum erum við aðeins of værukærir og hleypum þeim of mikið inn í leikinn". „Við héldum þeim alltaf þægilega frá okkur í kvöld og sigurinn var í raun aldrei í hættu". Hægt er að sjá myndbandsupptöku að viðtalinu við Örn Inga með því að ýta hér.Leikir kvöldsins:19.30 Grótta - Fram19.30 Afturelding - FH19.30 Haukar - Valur
Olís-deild karla Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Sjá meira