Umfjöllun og viðtöl: FH - Grótta 31-19 Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. október 2011 21:11 Baldvin Þorsteinsson. Mynd/Hag FH vann í kvöld öruggan 31 - 19 sigur á Gróttu í Kaplakrika í N1-deild karla í handbolta. Fyrir þennan leik var FH í 4. sæti N1 deildarinnar en Grótta í því 8. og án sigurs. FH voru efstir í spá liðanna fyrir mótið á meðan Gróttu var spáð falli. Gróttumenn komu sterkir inn í byrjun og spiluðu 4-2 vörn og klipptu með því á skyttur FH þá Ólaf Gústafsson og Örn Inga Bjarkason. Jafnræði hélst með liðunum fyrstu 14. mínúturnar en í stöðunni 5-5 settu FH-ingar í lás. Þá tók við rúmlega tíu mínútna kafli þar sem þeir skoruðu tíu mörk gegn engu og byggðu þeir með því upp gott forskot í háflleikinn þegar staðan var 16-6 fyrir FH. Leiðinlegt atvik átti sér stað rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Magnús Óli Magnússon, leikmaður FH meiddist illa á hné og þurfti hann að fara af velli og upp í sjúkrabíl. Sigurinn reyndist aldrei í hættu í seinni hálfleik og náðu FH að auka muninn upp í 14 mörk þegar hæst stóð en Gróttumenn náðu að minnka það aftur niður í 12 stig rétt fyrir lok leiksins. FH geta verið sáttir með spilamennsku sína í kvöld, það tók þá smá tíma að aðlagast að framarlegri vörn Gróttumanna en eftir að þeir fundu lausnir og Daníel Andrésson, markmaður FH hrökk í gang voru þeir að spila mjög vel. Daníel átti algjöran stórleik í kvöld og varði 20 skot, þar af 3 vítaköst. Þykjumst vera með marga góða leikmenn„Það er virkilega jákvætt að ná í tvö stig á heimavelli," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH eftir 31-19 sigur gegn Gróttu í N1-deild karla í kvöld. „Við skoruðum nánast í hverri sókn hérna framan af, við vorum að klúðra hraðaupphlaupum og vítum. Það var vörnin sem var að stríða okkur snemma í leiknum, við duttum hinsvegar í 6-0 vörn eftir það og þá var þetta aldrei spurning." „Daníel var alveg hreint frábær hér í kvöld, vörnin hjálpaði til með góðum varnarleik á köflum og þegar þeir komust í gegn varði hann fjölda dauðafæra og víti." „Við þykjumst vera með marga góða leikmenn og við sýndum það hér í dag, það spiluðu allir og mér fannst allir leysa sitt af vel," sagði Einar Andri. Verðum að finna lausnir og bæta okkur„Þetta var mjög erfitt, fyrir utan fyrsta korterið vorum við mjög lélegir hérna í kvöld," sagði Guðfinnur Kristmannsson, þjálfari Gróttu eftir 31-19 tap gegn FH í Kaplakrika í N1-Deild karla í kvöld. „Við tókum smá áhættu hérna í byrjun, við ætluðum að koma þeim á óvart með varnarleiknum og það tókst ágætlega. Við hinsvegar klúðruðum dauðafærum í sókninni og það er alltaf dýrt." „Það er alveg vonlaust að ætlast til að ná einhverju úr leik þegar maður spilar svona eins og við gerðum á köflum. Það sáust hinsvegar ágætis kaflar í seinni hálfleik." „Við reyndum að fara yfir okkar leik í hálfleik, reyndum að hugsa um okkar leik og bæta okkur. Núna verðum við bara að finna lausnir úr þessu og bæta okkur," sagði Guðfinnur.FH – Grótta 31 - 19 (16 - 6)Mörk FH (Skot):Baldvin Þorsteinsson 7/1 (11/2), Örn Ingi Bjarkason 5 (7), Ólafur Gústafsson 5 (9), Andri Berg Haraldsson 5/3 (8/3), Ari Magnús Þorgeirsson 3 (4), Atli Hjörvar Stefánsson 2 (2), Halldór Guðjónsson 2 (6), Magnús Óli Magnússon 1 (2), Ísak Rafnsson 1 (2),Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 20/3 (34/4, 58,82%), Sigurður Örn Arnarsson 1(5, 16,67%)Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Baldvin Þorsteinsson 4 , Örn Ingi Bjarkason)Fiskuð víti: 5 (Andri Berg Haraldsson, Sigurður Ágústsson, Atli Rúnar Steinþórsson, Örn Ingi Bjarkason, Halldór Guðjónsson)Utan vallar: 6 mínútur.Mörk Gróttu (skot): Þorgrímur Smári Ólafsson 6 (9), Árni Ben Árnason 3 (9/1), Jóhann Gísli Jóhannesson 3(9), Karl Magnús Grönvold 2 (4/1), Benedikt Reynir Kristinsson 1 (3), Ágúst Birgisson 1(3), Kristján Orri Jóhannsson 1(3), , Friðgeir Elí Jónasson 1/1 (4/2), Hjálmar Þór Arnarson 1(2)Varin skot: Magnús Sigmundsson 8/0 (32/4, 25%), Lárus Helgi Ólafsson 8/0 (17/1, 47,06%) Hraðaupphlaupsmörk: 0Fiskuð víti: 4(Þorgrímur Smári Ólafsson 2, Davíð Hlöðversson, Jóhannes Gísli JóhannessonUtan vallar: 4 mínútur Olís-deild karla Mest lesið Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Enski boltinn „Hinn íslenski Harry Kane“ Fótbolti Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Fótbolti Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Fótbolti Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Sjá meira
FH vann í kvöld öruggan 31 - 19 sigur á Gróttu í Kaplakrika í N1-deild karla í handbolta. Fyrir þennan leik var FH í 4. sæti N1 deildarinnar en Grótta í því 8. og án sigurs. FH voru efstir í spá liðanna fyrir mótið á meðan Gróttu var spáð falli. Gróttumenn komu sterkir inn í byrjun og spiluðu 4-2 vörn og klipptu með því á skyttur FH þá Ólaf Gústafsson og Örn Inga Bjarkason. Jafnræði hélst með liðunum fyrstu 14. mínúturnar en í stöðunni 5-5 settu FH-ingar í lás. Þá tók við rúmlega tíu mínútna kafli þar sem þeir skoruðu tíu mörk gegn engu og byggðu þeir með því upp gott forskot í háflleikinn þegar staðan var 16-6 fyrir FH. Leiðinlegt atvik átti sér stað rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Magnús Óli Magnússon, leikmaður FH meiddist illa á hné og þurfti hann að fara af velli og upp í sjúkrabíl. Sigurinn reyndist aldrei í hættu í seinni hálfleik og náðu FH að auka muninn upp í 14 mörk þegar hæst stóð en Gróttumenn náðu að minnka það aftur niður í 12 stig rétt fyrir lok leiksins. FH geta verið sáttir með spilamennsku sína í kvöld, það tók þá smá tíma að aðlagast að framarlegri vörn Gróttumanna en eftir að þeir fundu lausnir og Daníel Andrésson, markmaður FH hrökk í gang voru þeir að spila mjög vel. Daníel átti algjöran stórleik í kvöld og varði 20 skot, þar af 3 vítaköst. Þykjumst vera með marga góða leikmenn„Það er virkilega jákvætt að ná í tvö stig á heimavelli," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH eftir 31-19 sigur gegn Gróttu í N1-deild karla í kvöld. „Við skoruðum nánast í hverri sókn hérna framan af, við vorum að klúðra hraðaupphlaupum og vítum. Það var vörnin sem var að stríða okkur snemma í leiknum, við duttum hinsvegar í 6-0 vörn eftir það og þá var þetta aldrei spurning." „Daníel var alveg hreint frábær hér í kvöld, vörnin hjálpaði til með góðum varnarleik á köflum og þegar þeir komust í gegn varði hann fjölda dauðafæra og víti." „Við þykjumst vera með marga góða leikmenn og við sýndum það hér í dag, það spiluðu allir og mér fannst allir leysa sitt af vel," sagði Einar Andri. Verðum að finna lausnir og bæta okkur„Þetta var mjög erfitt, fyrir utan fyrsta korterið vorum við mjög lélegir hérna í kvöld," sagði Guðfinnur Kristmannsson, þjálfari Gróttu eftir 31-19 tap gegn FH í Kaplakrika í N1-Deild karla í kvöld. „Við tókum smá áhættu hérna í byrjun, við ætluðum að koma þeim á óvart með varnarleiknum og það tókst ágætlega. Við hinsvegar klúðruðum dauðafærum í sókninni og það er alltaf dýrt." „Það er alveg vonlaust að ætlast til að ná einhverju úr leik þegar maður spilar svona eins og við gerðum á köflum. Það sáust hinsvegar ágætis kaflar í seinni hálfleik." „Við reyndum að fara yfir okkar leik í hálfleik, reyndum að hugsa um okkar leik og bæta okkur. Núna verðum við bara að finna lausnir úr þessu og bæta okkur," sagði Guðfinnur.FH – Grótta 31 - 19 (16 - 6)Mörk FH (Skot):Baldvin Þorsteinsson 7/1 (11/2), Örn Ingi Bjarkason 5 (7), Ólafur Gústafsson 5 (9), Andri Berg Haraldsson 5/3 (8/3), Ari Magnús Þorgeirsson 3 (4), Atli Hjörvar Stefánsson 2 (2), Halldór Guðjónsson 2 (6), Magnús Óli Magnússon 1 (2), Ísak Rafnsson 1 (2),Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 20/3 (34/4, 58,82%), Sigurður Örn Arnarsson 1(5, 16,67%)Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Baldvin Þorsteinsson 4 , Örn Ingi Bjarkason)Fiskuð víti: 5 (Andri Berg Haraldsson, Sigurður Ágústsson, Atli Rúnar Steinþórsson, Örn Ingi Bjarkason, Halldór Guðjónsson)Utan vallar: 6 mínútur.Mörk Gróttu (skot): Þorgrímur Smári Ólafsson 6 (9), Árni Ben Árnason 3 (9/1), Jóhann Gísli Jóhannesson 3(9), Karl Magnús Grönvold 2 (4/1), Benedikt Reynir Kristinsson 1 (3), Ágúst Birgisson 1(3), Kristján Orri Jóhannsson 1(3), , Friðgeir Elí Jónasson 1/1 (4/2), Hjálmar Þór Arnarson 1(2)Varin skot: Magnús Sigmundsson 8/0 (32/4, 25%), Lárus Helgi Ólafsson 8/0 (17/1, 47,06%) Hraðaupphlaupsmörk: 0Fiskuð víti: 4(Þorgrímur Smári Ólafsson 2, Davíð Hlöðversson, Jóhannes Gísli JóhannessonUtan vallar: 4 mínútur
Olís-deild karla Mest lesið Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Enski boltinn „Hinn íslenski Harry Kane“ Fótbolti Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Fótbolti Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Fótbolti Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Sjá meira