Handbolti

Kári og félagar úr leik eftir framlengingu

Kári Kristján.
Kári Kristján.
Kári Kristján Kristjánsson skoraði eitt mark fyrir lið sitt, Wetzlar, sem féll úr leik í bikarnum er það tapaði naumlega á heimavelli gegn Flensburg, 27-29, eftir framlengingu.

Leikurinn var æsispennandi og Wetzlar jafnaði leikinn, 24-24, þegar 40 sekúndur voru eftir. Michael Knudsen kom Flensburg yfir er 19 sekúndur voru eftir en Timo Salzer tryggði Wetzlar framlengingu með marki 7 sekúndum fyrir leikslok.

Sama jafnræðið var með liðunum í framlengingunni en þegar ein og hálf mínúta var eftir kom Holger Glandorf liði Flensburgar í tveggja marka forystu, 26-28. Það bil náði Wetzlar ekki að brúa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×