Handbolti

Bræðurnir höfðu betur gegn Gunnari Steini

Kristján Andrésson, þjálfari GUIF.
Kristján Andrésson, þjálfari GUIF.
Lið Kristjáns Andréssonar, GUIF, hafði betur gegn liði Gunnars Steins Jónssonar, Drott, er þau mættust í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Lokatölur 31-25 eftir að Drott hafði leitt í hálfleik, 11-12.

Gunnar Steinn Jónsson skoraði 4 mörk, þar af eitt úr víti, fyrir Drott en Haukur Andrésson, bróðir Kristjáns þjálfara, komst ekki á blað hjá GUIF.

GUIF er í öðru sæti deildarinnar en Drott í því sjöunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×