Handbolti

Jesper Nielsen setur 320 milljóna kr. verðmiða á Mikkel Hansen

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Jesper Nielsen, eigandi danska handboltaliðið AG frá Kaupmannahöfn, hefur sett ný viðmið í íþróttinni með því að setja 320  milljóna kr. verðmiða á einn besta leikmann liðsins.
Jesper Nielsen, eigandi danska handboltaliðið AG frá Kaupmannahöfn, hefur sett ný viðmið í íþróttinni með því að setja 320 milljóna kr. verðmiða á einn besta leikmann liðsins. AFP
Jesper Nielsen, eigandi danska handboltaliðið AG frá Kaupmannahöfn, hefur sett ný viðmið í íþróttinni með því að setja 320 milljóna kr. verðmiða á einn besta leikmann liðsins.

Það er ljóst að Nielsen ætlar ekki að missa bestu leikmenn liðsins frá sér. Mikkel Hansen, stórskytta AG og danska landsliðsins, hefur farið á kostum með liðinu á undanförnum misserum og segir Nielsen að Mikkelsen fari ekki frá félaginu nema að AG fái 15 milljónir danskar kr. fyrir skyttuna sem nemur um 320 milljónum kr.

„Ég get ekki ímyndað mér að Mikkel vilji spila hjá öðru félagi en AG," segir Jesper Nielsen. Fjórir íslenskir landsliðsmenn leika með AG. Snorri Steinn Guðjónsson, Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason. Ólafur Guðmundsson, sem varð Íslandsmeistari með FH á síðustu leiktíð, er einnig samningsbundinn AG en hann er í láni hjá Nordsjælland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×