Handbolti

Anton og Hlynur valdir til að dæma á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anton Gylfi Pálsson.
Anton Gylfi Pálsson. Mynd/Valli
Alþjóðadómararnir Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson hafa verið tilnefndir af evrópska handboltasambandinu, EHF, til þess að dæma á lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Serbíu í janúar 2012. Þetta kemur fram á heimasíðu HSÍ.

„Er þetta mikil viðurkenning fyrir þá félaga en þeir hafa staðið sig með mikilli prýði undanfarið," segir í fréttatilkynningu frá HSÍ.

Þetta er í fyrsta sinn sem þeir Anton og Hlynur dæma í lokakeppni A-landsliða karla en áður hafa þeir dæmt í lokakeppni A-landsliði kvenna í Makedóníu 2008.

Anton og Hlynur feta því í fórspor Stefán Arnarsonar og Gunnars Viðarssonar sem dæmdu á fjölmörgum stórmótum á árum áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×