Handbolti

Björgvin og félagar númeri of litlir fyrir Kiel

Alfreð var ánægður með sína menn í kvöld.
Alfreð var ánægður með sína menn í kvöld.
Aron Pálmarsson og félagar í Kiel unnu öruggan sigur á Björgvini Páli Gústavssyni og félögum í Magdeburg er liðin mættust í þýsku bikarkeppninni í kvöld.

Kiel tók snemma völdin í leiknum og leiddi í hálfleik, 16-10. Magdeburg sá aldrei til sólar í síðari háflleik og Kiel innbyrti öruggan sigur, 28-19. Aron komst ekki á blað í leiknum.

Björgvin Páll kom fyrst af bekknum um miðjan fyrri hálfleik. Varði strax víti en náði síðan ekki að loka á leikmenn Kiel frekar en félagar sínir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×