Handbolti

Alfreð og Dagur mætast í bikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel. Nordic Photos / Bongarts
Dregið var í fjórðungsúrslit þýsku bikarkeppninnar í dag og fengu íslensku þjálfararnir þrír allir mjög erfitt verkefni.

Þegar þetta er skrifað er nýhafinn leikur Füchse Berlin og Kiel í þýsku úrvalsdeildinni en þessi tvö lið drógust einmitt saman í bikarnum í dag og mætast aftur í Berlín þann 14. desember næstkomandi.

Dagur Sigurðsson er þjálfari Füchse Berlin og Alfreð Gíslason er við stjórnvölinn hjá Kiel.

Guðmundur Guðmundsson á líka erfiðan leik í vændum en hans menn í Rhein-Neckar Löwen fengu heimaleik gegn Þýskalandsmeisturunum í Hamburg. Löwen vann leik þessara liða í deildinni nú fyrr í haust.

Íslendingaliðið Hannover-Burgdorf, með þá Ásgeir Örn Hallgrímsson, Vigni Svavarsson og Hannes Jón Jónsson innanborðs, fékk útileik gegn Friesenheim.

Árni Sigtryggsson og Arnór Gunnarsson eru hjá þýska B-deildarliðinu Bittenfeld en liðið drógst gegn neðrideildarliðinu Aue.

Leikirnir:

HSG Nordhorn-Lingen - VfL Gummersbach

TV Bittenfeld - EHV Aue

Füchse Berlin - THW Kiel

TV Neuhausen/Erms - Frisch Auf Göppingen

SG Leutershausen - TuS N-Lübbecke

VfL Bad Schwartau - SG Flensburg-Handewitt

TSG Friesenheim - TSV Hannover-Burgdorf

Rhein-Neckar Löwen - HSV Hamburg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×