Fleiri fréttir

Erik­sen yfir­gaf Old Traf­ford á hækjum

Christian Eriksen yfirgaf Old Trafford, heimavöll Manchester United, á hækjum eftir sigurinn á B-deildarliði Reading í ensku bikarkeppninni í gærkvöld. Eriksen var í byrjunarliði Man United en var tekinn af velli skömmu eftir glannalega tæklingu Andy Carroll.

„Ca­semiro hefur bætt liðið og móralinn“

„Við fengum fjöldann allan af færum. Við ræddum um það í hálfleik að vera þolinmæðir og þá myndi fyrsta markið koma,“ sagði Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, eftir 3-1 sigur liðsins á B-deildarliði Reading í 4. umferð ensku bikarkeppninnar, FA Cup.

Brasilískt þema á Old Traf­ford: Sjáðu mörkin

Manchester United vann Reading 3-1 í síðasta leik dagsins í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. Staðan var markalaus í hálfleik en þrjú mörk í síðari hálfleik skutu heimamönnum áfram. Öll mörk kvöldsins voru skoruð af Brasilíumönnum.

Son gekk frá Preston í seinni hálf­leik

Son Heung-Min skaut Tottenham Hotspur áfram í ensku bikarkeppninni með tveimur mörkum í síðari hálfleik þegar Spurs vann Preston North End 3-0 á útivelli. Þriðja markið skoraði nýi maðurinn Arnaut Danjuma.

U-beygja hjá Everton

Búist er við því að Sean Dyche verði ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Everton í dag.

Tekur Solskjær við Everton?

Fjölmiðlar á Englandi greina frá því að Ole Gunnar Solskjær sé einn af þeim sem komi til greina sem knattspyrnustjóri Everton og hafi nú þegar rætt við forráðamenn félagsins.

Nýttu sér vesenið hjá Everton og stálu Danjuma

Arnaut Danjuma gekk í dag til liðs við Tottenham á láni frá spænska félaginu Villareal. Brotthvarf Frank Lampard frá Everton gerði það að verkum að félagið missti af leikmanninum.

Liverpool leiðir kapphlaupið um Bellingham

Þrátt fyrir áhuga frá stórliðum á borð við Manchester City og Real Madrid leiðir Liverpool kapphlaupið um að kaupa enska miðjumanninn Jude Bellingham frá Borussia Dortmund.

Newcastle komið hálfa leið í úrslit

Newcastle vann góðan 1-0 sigur er liðið heimsótti Southampton í fyrri undanúrslitaviðureign liðanna í enska deildarbikarnum í knattspyrnu í kvöld.

Tottenham að ræna Danjuma af Everton

Þrátt fyrir að hafa gengist undir læknisskoðun hjá Everton síðastliðin laugardag virðist hollenski kantmaðurinn Arnaut Danjuma ætla að enda í herbúðum Tottenham.

Jökull fenginn á neyðarláni vegna meiðsla en leiknum frestað

Markvörðurinn Jökull Andrésson skrifaði í dag undir sjö daga lánssamning við enska C-deildarliðið Exeter City. Jökull átti að bjarga Exeter út úr meiðslavandræðum, en leik liðsins sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað.

Topp­liðið kaupir Kiwi­or frá Spezia

Topplið ensku úrvalsdeildarinnar hefur fest kaup á varnarmanninum Jakub Kiwior, samherja Mikaels Egils Ellertssonar hjá Spezia. Sá er pólskur landsliðsmaður og kostar Arsenal 20 milljónir punda, rúmlega þrjá og hálfan milljarð íslenskra króna.

Frank Lampard rekinn frá Everton

Everton hefur rekið Frank Lampard úr starfi knattspyrnustjóra liðsins. Hann skilur við það í nítjánda og næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Segir Antony kraftlausan og hann komist aldrei framhjá neinum

Rio Ferdinand, fyrrverandi leikmaður Manchester United, var ekki hrifinn af frammistöðu Antonys í tapi liðsins fyrir Arsenal, 3-2, í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ferdinand finnst Brassinn vera kraftlítill og finnst hann aldrei leika á varnarmanninn sem mætir honum.

„Verður ekki betra en þetta“

„Mikið af tilfinningum, mikið af gæðum. Verður ekki betra en þetta,“ sagði sigurreifur Mikel Arteta eftir að lið hans Arsenal vann Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins.

Håland reimaði á sig marka­skóna

Erling Braut Håland skoraði öll þrjú mörk Manchester City þegar liðið vann Úlfana 3-0 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þetta var fjórða þrenna framherjans í deildinni.

Völlurinn frosinn og leikur Chelsea og Liverpool flautaður af

Það voru aðeins rúmar sex mínútur liðnar af leik Chelsea og Liverpool í ensku Ofurdeildinni þegar flauta þurfti leikinn af. Hættulegar aðstæður sköpuðust fyrir leikmenn og aðra þátttakendur leiksins þar sem völlurinn var frosinn.

Sjá næstu 50 fréttir