Fleiri fréttir

Ný­liðarnir hvergi nærri hættir á leik­manna­­markaðinum

Nottingham Forest eru nýliðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og það má með sanni segja að liðið ætli að gera allt sem í sínu valdi stendur til að halda sæti sínu í deildinni. Liðið hefur samið við 18 leikmenn til þessa og styttist í að sá nítjándi verði tilkynntur.

Aron Elís hafði betur gegn Stefáni Teit

Miðað við fjölda Íslendinga í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í ár þá verða Íslendingaslagir nánast hverja helgi þetta tímabilið. Aron Elís Þrándarson og liðsfélagar hans í OB unnu rétt í þessu 1-2 útisigur á Stefáni Teit Þórðarsyni og Silkeborg í uppgjör Íslendingaliða í dönsku úrvalsdeildinni þessa helgina.

Kane sá um Forest

Harry Kane skoraði bæði mörk Tottenham í 0-2 sigri liðsins á útivelli gegn Nottingham Forest í lokaleik 4. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Saint-Maximin hetja Newcastle | West Ham sótti sín fyrstu stig

Allan Saint-Maximin reyndist hetja Newcastle þegar hann bjargaði stigi fyrir liðið er Newcastle og Wolves skildu jöfn í ensku úrvalsdeildinni í dag, 1-1. Á sama tíma vann West Ham 0-1 útisigur gegn Aston Villa og sótti þar með sín fyrstu stig á tímabilinu.

Klopp: Gætum ekki borið meiri virðingu fyrir Bournemouth

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kallaði eftir því fyrir leikinn gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag að leikmennirnir sínir sýndu almennileg viðbrögð við slæmri byrjun félagsins í fyrstu þremur umferðunum. Hann hafi þó ekki vilja niðurlægja Bournemouth á þann hátt sem Liverpool gerði

Arsenal endurheimti toppsætið

Arsenal er aftur komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 endurkomusigur á nágrönnum sínum í Fulham í fjórðu umferð deildarinnar í dag.

„Ég er hérna fyrir þessa leiki”

Manchester City tókst að koma til baka gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag og vinna 4-2 eftir að hafa verið 0-2 undir í hálfleik. Norski markahrókurinn Erling Haaland skoraði þrennu í leiknum og var allt í öllu í endurkomu Englandsmeistarana. Haaland segist hafa komið til City til þess að spila akkúrat svona leiki.

Liverpool lék sér að Bournemouth

Eftir erfiða byrjun í ensku úrvalsdeildinni er Liverpool komið í gang eftir sannkallaðan stórsigur gegn nýliðum Bournemouth í dag. Lokatölur 9-0 þar sem Roberto Firmino var allt í öllu í sóknarleik heimamanna.

Haaland skoraði þrennu í endurkomusigri City

Norðmaðurinn Erling Braut Haaland var sjóðandi heitur er Englandsmeistarar Manchester City komu til baka og unnu 4-2 sigur gegn Crystal Palace eftir að hafa lent 0-2 undir í fyrri hálfleik.

Dele Alli lánaður til Tyrklands

Enski knattspyrnumaðurinn Dele Alli hefur gengið til liðs við tyrkneska liðið Besiktas á láni frá Everton. Dele mun leika með liðinu út tímabilið.

New­cast­le borgar met­fé fyrir Isak

Sænski framherjinn Alexander Isak er í þann mund að ganga til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United. Verðmiðinn er um 60 milljónir punda eða tæpir 10 milljarðar íslenskra króna.

Datt aldrei í hug að hún myndi spila fyrir West Ham eða verða fyrir­liði liðsins

„Það er fyrst og fremst heiður að vera valin fyrirliði félagsins og að finna traustið sem því fylgir. Ég er mjög spennt fyrir mínu nýja hlutverki, ég tel mig vera leiðtoga og mun enn vera ég sjálf og já, að er gríðarlegur heiður,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir, nýr fyrirliði enska úrvalsdeildarliðsins West Ham United.

Eina til­boðið í Ron­aldo kom frá Sádi-Arabíu

Þó Cristiano Ronaldo hafi gefið til kynna að hann vildi yfirgefa Manchester United þá virðast fá lið í Evrópu, og heiminum raunar, hafa áhuga á að fá Portúgalann í sínar raðir. Eina félagið sem hefur boðið í framherjann til þessa kemur frá Sádi-Arabíu.

Ten Hag tók refsinguna með leikmönnum United

Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, refsaði sjálfum sér ásamt leikmönnum liðsins eftir slæmt tap fyrir Brentford þarsíðustu helgi. Eitthvað virðist leikmannahópur United hafa hrist sig saman þar sem sigur á Liverpool fylgdi á mánudagskvöld.

Man. Utd gefst upp á að ná í De Jong

Tilraunum Manchester United til að fá hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong frá Barcelona er lokið, samkvæmt hinum virta miðli The Athletic.

Fulham úr leik eftir tap gegn D-deildarliði Crawley

Það var nóg um að vera í annarri umferð enska deildarbikarsins í kvöld þar sem 21 leikur fór fram. Alls komu 13 úrvalsdeildarfélög inn í keppnina á þessu stigi keppninnar, en það vekur kannski mesta athygli að úrvalsdeildarfélagið Fulham er úr leik eftir 2-0 tap geg D-deildarliði Crawley Town.

Enginn spretti meira úr spori í gær en Rashford

Manchester United vann ekki bara fyrsta sigur tímabilsins og sigur á erkifjendum í Liverpool í gær því liðið endurheimti líka hinn rétta Marcus Rashford. Eftir eintóm vandræði síðustu misseru fengu stuðningsmenn United að sjá kappann í stuði á ný.

Keane og Neville ósammála um Casemiro: „Svona á ekki að sjást“

Skiptar skoðanir eru um kaup Manchester United á brasilíska miðjumanninum Casemiro frá Real Madrid. Aðeins á eftir að ganga frá formsatriðum kaupanna en sá brasilíski sá United vinna Liverpool 2-1 á Old Trafford í gærkvöld. Fyrrum United-mennirnir Roy Keane og Gary Neville eru ósammála um kaupin.

Bailly segir bæ við Man. Utd

Miðvörðurinn Eric Bailly hefur samþykkt að skipta frá Manchester United yfir til franska knattspyrnuliðsins Marseille.

Milner hraunaði yfir Van Dijk

James Milner var hundóánægður með varnarleik félaga síns, Virgils van Dijk, þegar Manchester United skoraði fyrra mark sitt í 2-1 sigrinum gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær.

Klopp: Við hefðum átt að vinna leikinn

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði að liðið sitt hafi ekki nýtt tækifæri sín í nægilega vel í 2-1 tapinu gegn Manchester United en hann telur að Liverpool hefði átti að vinna leikinn.

Fyrsti sigur Erik ten Hag kom gegn Liverpool

Manchester United vann 2-1 sigur gegn erkifjendunum í Liverpool í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni en þetta var aðeins annar sigurleikur United á Liverpool í síðustu 13 tilraunum.

Kouli­baly heldur á­fram að safna rauðum spjöldum

Kalidou Koulibaly, miðvörður Chelsea, nældi sér í tvö gul spjöld og þar með rautt er Chelsea steinlá gegn Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Leikmaðurinn er duglegur að safna spjöldum og má ætla að hann næli í fleiri rauð í treyju Chelsea á komandi misserum.

Rooney myndi ekki láta Ronaldo byrja í kvöld

Wayne Rooney telur að sinn gamli liðsfélagi Cristiano Ronaldo eigi best heima á varamannabekknum í kvöld þegar Manchester United tekur á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Sjá næstu 50 fréttir