Fleiri fréttir

Jón Daði semur við Bolton

Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur skrifað undir samning við enska C-deildarliðið Bolton Wanderers.

Táningur bannaður fyrir lífs­tíð

Enska knattspyrnufélagið Wycombe Wanderers hefur sett 18 ára gamlan einstakling í lífstíðarbann eftir að hann réðst inn á völlinn er leikur Wycombe og Oxford United fór fram á laugardaginn var.

Bergwijn kom Totten­ham til bjargar

Varamaðurinn Steven Bergwijn kom Tottenham Hotspur til bjargar í 3-2 sigrinum gegn Leicester City í kvöld. Bergwijn skoraði tvívegis í uppbótartíma og sá til þess að Spurs fór heim til Lundúna með stigin þrjú.

Tuchel: Við þurfum nokkurra daga frí

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að sínir menn hafi virkað þreyttir í 1-1 jafntefli liðsins gegn Brighton í kvöld og að þeir þurfi á fríi að halda.

Finnst ó­þægi­legt að spila við Brent­ford

„Það er mjög óþægilegt að spila á móti Brentford ef ég er hreinskilinn. Þeir spila oftast öðruvísi en hvernig þeir spiluðu gegn okkur í dag gerði okkur erfitt fyrir,“ sagði Jürgen Klopp eftir 3-0 sigur sinna manna á Brentford í ensku úrvalsdeildinni.

Har­ri­son með þrjú er Leeds vann West Ham í marka­leik

Leeds United vann 3-2 sigur á West Ham United er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn var einkar fjörugur og undir lok leiks voru mörk dæmd af báðum liðum. Þá fékk Jarrod Bowen sannkallað dauðafæri til að jafna metin í uppbótartíma.

New­cast­le að sækja þýskan lands­liðs­mann

Hið nýríka knattspyrnu Newcastle United er í þann mund að festa kaup á sínum þriðja leikmanni í janúarfélagaskiptaglugganum. Vinstri bakvörðurinn Robin Gosens ku vera á leið til félagsins frá Atalanta á Ítalíu.

„Ég er búinn að sakna ensku úrvalsdeildarinnar“

Philippe Coutinho stal senunni í 2-2 jafntefli Aston Villa við Manchester United í gær. Coutinho kom inn af varamannabekknum í sínum fyrsta leik fyrir Aston Villa og bæði skoraði og lagði upp mark á sínum fyrstu 15 mínútum í treyju Villa.

Flugeldasýning í endurkomu Coutinho

Philippe Coutinho stal senuninni í sínum fyrsta leik fyrir Aston Villa í 2-2 jafntefli liðsins gegn Manchester United í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Vill sjá enn meira frá De Bru­yne

„Við áttum sigurinn fyllilega skilið. Hvernig við spiluðum, allt sem við gerðum. Megum ekki gleyma því að við vorum að spila við Evrópumeistarana og að þeir eru með ótrúlega gott lið,“ sagði sigurreifur Pep Guardiola að loknum 1-0 sigri Manchester City á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.

Öruggt hjá Manchester-liðunum

Báðum leikjum dagsins í ensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu er nú lokið. Manchester United vann 5-0 sigur á Birmingham City á meðan Manchester City van 3-0 sigur á Aston Villa.

Der­by úr öskunni í eldinn

Tímabilið hefur ekki beint verið dans á rósum hjá enska B-deildarliðinu Derby County. Liðið situr á botni deildarinnar eftir að 21 stig var tekið af þeim vegna fjárhagsvandræða. Þá hefur liðið verið sett í félagaskiptabann.

Everton fær leikmann Aston Villa á láni

Knattspyrnumaðurinn Anwar El Ghazi hefur haft vistaskipti frá Aston Villa til Everton, en Hollendingurinn verður á láni hjá þeim síðarnefndu út leiktíðina.

Bowen skaut West Ham upp í fjórða sætið

West Ham United vann 2-0 sigur á Norwich City í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sigurinn þýðir að West Ham lyfti sér upp fyrir Arsenal í 4. sæti deildarinnar.

Chelsea í úrslit deildarbikarsins

Chelsea vann 1-0 sigur á Tottenham Hotspur í síðari leik liðanna í deildarbikarnum í kvöld. Lærisveinar Thomas Tuchel unnu einvígið þar af leiðandi sannfærandi 3-0.

Sout­hampton fór létt með Brent­ford

Nýliðar Brentford máttu þola slæmt tap er þeir heimsóttu Dýrlingana í Southampton í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 4-1 Southampton í vil.

Rangnick veit ekki af hverju Rashford er í þessum vandræðum

Marcus Rashford átti ekki góðan leik með Manchester United og hefur ekki verið líkur sjálfum sér á þessu tímabili. Knattspyrnustjórinn Ralf Rangnick var spurður út í vandræði enska landsliðsframherjans eftir 10 sigur á Aston Villa í enska bikarnum í gær.

Sjá næstu 50 fréttir