Fleiri fréttir

Nýr markvörður til Manchester City

Manchester City hefur fest kaup á rúmenska markverðinum Costel Pantilimon. Leikmaðurinn er sá fjórði sem gengur til liðs við félagið í sumar.

Torres á bekknum í fyrsta leik?

Enskir fjölmiðlar staðhæfa að Fernando Torres verði á bekknum þegar að Chelsea mætir Stoke í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um aðra helgi.

Beðið eftir Suarez

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, veit ekki hvort að hann muni geta notað Luis Suarez þegar að liðið mætir Sunderland í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar eftir rúma viku.

Milito farinn frá Barcelona

Gabriel Milito hefur fengið sig lausan undan samningi við spænska stórveldið Barcelona og er talið líklegt að hann sé á leið aftur til heimlandsins.

Leikmönnum Newcastle hótað lögsóknum

Alan Pardew, stjóri Newcastle, segir að leikmenn liðsins verði mögulega lögsóttir fyrir samningsbrot ef þeir gagnrýna félagið á opinberum vettvangi, svo sem samskiptasíðunni Twitter.

Arsene Wenger búinn að gefast upp á Nasri

Franska blaðið L'Equipe greinir frá því í dag að Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sé reiðubúinn að láta Samir Nasri fara til Manchester City fyrir 19,1 milljón punda.

Chicharito, Carrick og Rafael meiddir

Manchester United hefur staðfest að þeir Javier Hernandez, Michael Carric og Rafael muni ekki spila með liðinu gegn Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn um helgina.

Sky Sports: Arsenal hafnaði tilboði Barcelona

Fréttastofa Sky Sports hefur það eftir heimildum sínum að Arsenal hafi hafnað síðasta boði Barcelona í Cesc Fabregas, fyrirliða enska liðsins. Fabregas mun hafa sjálfur lagt til þrjár milljónir evra í tilboð Börsunga.

Pardew útilokar ekki Barton en segist þurfa að leysa Twitter-vandann

Alan Pardew, knattspyrnustjóri Newcastle, sagði á blaðamannafundi í Newcastle í dag að dyrnar stæðu enn opnar fyrir Joey Barton miðjumann Newcastle. Barton var tjáð að hann mætti yfirgefa félagið á frjálsri sölu fyrr í vikunni. Barton hefur gagnrýnt stjórnarhætti hjá Newcastle reglulega á Twitter undanfarnar vikur.

Óvitað hvenær Skrtel verður klár

Varnarmaðurinn Martin Skrtel er enn að glíma við meiðsli í kálfa og veit ekki hvenær hann mun geta spilað með Liverpool á nýjan leik.

Redknapp: Evrópudeildin lýjandi

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, hefur áhyggjur af álaginu sem fylgir því að spila í Evrópudeild UEFA í vetur og að það gæti reynst liðinu banabiti í ensku úrvalsdeildinni.

Umfjöllun dagblaða um enska boltann í hættu

Svo gæti ferið að dagblöð í Englandi og alþjóðlegar fréttaveitur fái ekki að fjalla um enska boltann þar sem að viðræður þeirra við forráðamenn ensku deildanna ganga illa.

Allardyce reiknar ekki með Scott Parker

Sam Allardyce, stjóri enska B-deildarliðsins West Ham, reiknar ekki með því að Scott Parker muni spila með liðinu í vetur. Hann muni líklega snúa aftur í ensku úrvalsdeildina áður en félagaskiptaglugginn lokar um næstu mánaðamót.

Ferguson segir blaðamanni til syndanna - myndband

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, lét á dögunum blaðamann enska dagblaðsins Mail on Sunday heyra það. Samskipti þeirra náðust á myndband sem má sjá hér fyrir ofan.

Cantona: Sneijder minnir mig á mig

Eric Cantona vill að sitt gamla félag, Manchester United, festi kaup á Hollendingnum Wesley Sneijder. „Hann er einmitt það sem United þarf á að halda,“ sagði Cantona við enska blaðið The Mirror í dag.

Chelsea keypti Romeu frá Barcelona

Chelsea hefur gengið frá kaupum á spænska táningnum Oriol Romeu frá Barcelona sem gerði fjögurra ára samning við ensku risana.

Tevez fékk lengra frí

Carlos Tevez mun ekki spila með Manchester City gegn Manchester United á sunnudaginn þegar að liðin mætast í árlegum leik um Samfélagsskjöldinn í Englandi. Markar það upphaf keppnistímabilsins í ensku úrvalsdeildinni.

Terry: Villas-Boas er nútíma þjálfari sem heldur ekki langar ræður

John Terry, fyrirliði Chelsea, er mjög sáttur með nýja stjórann á Brúnni, Portúgalann André Villas-Boas. Villas-Boas er tíundi stjórinn sem hinn þrítugi Terry hefur haft á ferli sínum með Chelsea en jafnframt sá langyngsti enda er Villas-Boas aðeins þremur árum eldri en Terry.

Hargreaves sýnir Leicester engan áhuga

Sven-Göran Eriksson knattspyrnustjóri Leicester hefur útilokað að Owen Hargreaves gangi til liðs við félagið í Championship-deildinni. Að sögn Eriksson hefur Hargreaves ekki látið ná í sig sem Svíinn segir skrýtið.

Lágmark að komast í Meistaradeildina

John Henry, eigandi Liverpool, segir að það yrðu honum mikil vonbrigði ef Liverpool myndi ekki takast að ná einu af efstu fjórum sætum ensku úrvalsdeildarinnar á næstu leiktíð, og komast þar með í Meistaradeild Evrópu á ný.

Enn að jafna okkur á brotthvarfi Coyle

Barry Kilby, stjórnarformaður enska B-deildarfélagsins Burnley, segir að félagið sé enn að jafna sig á því að hafa misst knattspyrnustjórann Owen Coyle í janúar árið 2010.

Torres sendir öðrum félögum viðvörun

Fernando Torres, leikmaður Chelsea, segir að liðið ætli sér stóra hluti á komandi leiktíð og að önnur félög þurfi að hafa áhyggjur af því.

Nýtt tilboð á leiðinni í Fabregas

Enskir fjölmiðlar fullyrða að nýtt tilboð sé á leiðinni frá Barcelona í spænska miðjumanninn Cesc Fabregas hjá Arsenal. Pep Guardiola, stjóri Barca, lét hafa eftir sér nýverið að félaginu vantar aðeins einn leikmann til viðbótar.

Ferguson útilokar ekki að Berbatov fari

Framtíð Dimitar Berbatov hjá Manchester United er enn í óvissu en stjóri liðsins, Alex Ferguson, vildi lítið segja um mál Berbatov hjá United.

Jovanovic á leið til Anderlecht

Milan Jovanovic, leikmaður Liverpool, hefur samþykkt að ganga í raðir Anderlecht í Belgíu en síðarnefnda félagið fær hann frítt frá Liverpool.

Zoltan Gera aftur til West Brom

Knattspyrnumaðurinn Zoltan Gera hefur gengið til liðs við West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Gera þekkir vel til á Hawthorns-vellinum en hann spilaði með WBA á árunum 2005-2008.

Mata neitaði Tottenham - vill spila í Meistaradeildinni

Óvinafélögin Arsenal og Tottenham hafa verið á höttunum eftir spænska landsliðsmanninum Juan Mata hjá Valencia undanfarnar vikur. Á sunnudaginn rann út ákvæði í samningi Mata við Valencia sem heimilaði honum að fara ef 25 milljóna evra tilboð bærist í leikmanninn.

Dýrast á völlinn hjá Liverpool

Blackburn Rovers er eina félagið í ensku úrvalsdeildinni sem býður upp á miða á völlinn fyrir 10 pund eða sem nemur um 1.900 krónum. Til samanburðar eru ódýrustu miðarnir á Anfield um fjórum sinnum dýrari. Þeir kosta 39 pund eða um 7.400 krónur.

Kuyt: Þurfum að verjast betur

Dirk Kuyt, leikmaður Liverpool, hefur ekki áhyggjur af gengi liðsins nú á undirbúningstímabilinu en viðurkennir að liðið þurfi að verjast betur.

Ætlar City að klófesta Nasri?

Samir Nasri gæti verið á leið til Manchester City fyrir 22 milljónir punda ef marka má frétt í enska götublaðinu The Sun í dag. Nasri var fyrr í sumar sterklega orðaður við Manchester United.

Hart fékk nýjan samning hjá City

Joe Hart hefur skrifað undir nýjan samning við Manchester City samkvæmt fréttavef Sky Sports. Talið er að samningurinn gildi næstu fimm árin.

Scholes lofar Sneijder

Paul Scholes, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Wesley Sneijder sé frábær leikmaður en hann hefur verið sterklega orðaður við félagið að undanförnu.

Enn fær Liverpool þrjú mörk á sig

Liverpool lenti í kröppum dansi gegn varaliði Vålerenga í æfingaleik liðanna í dag. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli en þjú mörk voru skoruð á síðustu sjö mínútum leiksins.

Valencia með nýjan samning

Antonio Valencia hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við Englandsmeistara Manchester United.

Barton má fara frá Newcastle

Enski miðjumaðurinn og ólátabelgurinn Joey Barton má yfirgefa Newcastle á frjálsri sölu eftir að hafa farið mikinn á twitter síðasta sólarhringinn þar sem hann hefur gagnrýnt eigendur og stjórnendur Newcastle og rifist við stuðningsmann félagsins.

Balotelli: Ég þoli ekki Manchester-borg

Það má ekki líta af Mario Balotelli og þá er hann kominn í vandræði. Balotelli stóð sig vel með Manchester City í úrslitaleik Dublin-bikarsins í gær, skoraði mark og fékk hrós frá stjóranum Roberto Mancini eftir leikinn. Hann talaði hinsvegar "af sér" í sjónvarpsviðtali eftir leikinn.

Henry ætlaði að fá að spila síðustu fimm með Arsenal - FIFA sagði nei

Thierry Henry fékk ekki leyfi til þess að spila með sínu gamla félagi á Emirates-bikarnum í gær. Henry, sem var kominn á Emirates-völlinn með bandaríska liðinu New York Red Bulls, hafði fengið leyfi frá Arsene Wenger, stjóra Arsenal, um að skipta um búning í lokin og spila síðustu fimm mínútur leiksins með Arsenal-liðinu.

Wilshere meiddist í gær og gæti misst af Hollandsleiknum

Jack Wilshere haltraði af velli eftir aðeins sjö mínútur í leiknum á móti New York Red Bulls í Emirates-bikarnum í gær. Wilshere fékk högg á ökklann og Arsene Wenger, stjóri Arsenal, býst ekki við honum fyrr en eftir viku.

Sjá næstu 50 fréttir