Fleiri fréttir Chelsea gæti boðið í Luka Modric í þriðja sinn Ron Gourlay, stjórnarformaður Chelsea, segir að félagið muni taka ákvörðun um það í vikunni hvort að þeir bjóði í þriðja sinn í Luka Modric hjá Tottenham eða gefi það alveg upp á bátinn að reyna að kaupa Króatann frá nágrönnum sínum. 31.7.2011 22:45 Fyrsti bikar tímabilsins í húsi hjá Manchester City Manchester City náði í fyrsta bikar tímabilsins í dag þegar liðið vann 3-0 sigur á ítalska liðinu Inter Milan í úrslitaleik Dublin-bikarsins. Mario Balotelli, Edin Dzeko og Adam Johnson voru á skotskónum í leiknum. 31.7.2011 21:30 Forlan: Aguero hefði átt að fara til Chelsea Úrúgvæmaðurinn Diego Forlan er á því að Sergio Aguero, fyrrum samherji hans hjá Atletico Madrid, hafi gert mistök með því að fara frekar til Manchester City en til Chelsea. 31.7.2011 21:00 Henry gerði Arsenal grikk - Red Bulls vann mótið Arsenal og New York Red Bulls skildu jöfn í Emirates-bikarnum í knattspyrnu í Lundúnum í dag. Lokatölurnar 1-1 en það var Thierry Henry sem var arkitektinn að jöfnunarmarki bandaríska liðsins skömmu fyrir leikslok. 31.7.2011 20:12 Liðsfélagi Grétars Rafns í Bolton fótbrotnaði illa í gær Lee Chung-yong, miðjumaður Bolton og suður-kóreska landsliðsins, verður frá níu mánuði eftir að hafa fótbrotnað illa í æfingaleik Bolton og velska liðsins Newport í gær. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. 31.7.2011 07:00 Öryggislögreglan fjarlægði myndir af Twitter síðu Rio Ferdinand Rio Ferdinand, varnarmaður enska meistaraliðsins Manchester United, fór aðeins yfir strikið í myndabirtinum á Twitter síðu sinni eftir heimsókn Man Utd í Hvítahúsið í Washington. Bandaríska leyniþjónustan lét fjarlægja myndirnar og kom það leikmanninum á óvart. 30.7.2011 23:00 Mörkin úr leik Arsenal og Boca Juniors á Emirates mótinu Arsenal og Boca Juniors frá Argentínu skildu jöfn 2-2 á Emirates mótinu sem fram fer í London á heimavelli Arsenal. New York Red Bulls frá Bandaríkjunum hafði betur, 1-0, gegn franska liðinu Paris SG í fyrri leiknum í keppninni í dag. Mörkin úr leik Arsenal og Boca Juniors má sjá í fréttinni sem birtist á Stöð 2 í kvöld. 30.7.2011 22:00 Arsenal missti niður tveggja marka forskot Arsenal og Boca Juniors gerðu 2-2 jafntefli í Emirates-bikarnum í knattspyrnu í Lundúnum síðdegis í dag. Arsenal komst í 2-0 en argentínska liðið jafnaði leikinn. Í fyrri leik dagsins vann New York Red Bulls óvæntan 1-0 sigur á Paris Saint Germain. 30.7.2011 21:38 Antonio Valencia mun skrifa undir nýjan samning við Man Utd David Gill, stjórnarformaður Manchester United, segir að Antonio Valencia muni skrifa undir langtímasamning í næstu viku. Valencia, sem er frá Ekvador, er aðeins hálfnaður með samninginn sem hann skrifaði undir til fjögurra ára árið 2009 þegar hann var keyptur frá Wigan fyrir um 19 milljónir punda eða sem nemur 3,6 milljörðum kr. 30.7.2011 18:00 Bankaði upp á hjá Ferguson með DVD disk og fékk að spreyta sig Max Lonsdale er ekki þekktasta nafnið í fótboltaheiminum. Hann virðist vera með bein í nefinu því hinn 18 ára gamli leikmaður er nú á reynslu hjá Manchester United eftir að hann bankaði upp á hjá Alex Ferguson og lét hann fá DVD disk sem innihélt hápunkta úr ýmsum leikjum hjá Lonsdale. Sir Alex tók vel á móti drengnum sem var látinn fara frá Macclesfield Town á síðustu leiktíð og Lonsdale er nú til reynslu hjá enska meistaraliðinu. 30.7.2011 16:00 Torres tryggði Chelsea Asíubikarinn Chelsea sigraði Aston Villa 2-0 í úrslitum Asíubikarsins í dag þar sem Fernando Torres tryggði sigurinn með marki skömmu eftir að hafa komið inná sem varamaður. 30.7.2011 15:41 Eriksson telur að Mourinho sé rétti maðurinn fyrir England Svíinn Sven Göran Eriksson, sem var þjálfari enska landsliðsins í fótbolta, telur að Portúgalinn Jose Mourinho ætti að sækjast eftir því að komast í það starf. Eriksson telur að Mourinho sé rétti maðurinn fyrir England en Ítalinn Fabio Capello er þjálfari liðsins. 30.7.2011 15:30 Fer Tevez til Inter í skiptum fyrir Eto‘o? Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City og Inter frá Ítalíu eru í viðræðum um leikmannaskipti samkvæmt heimildum breska dagblaðsins Telegraph. Viðræðurnar snúast um að Argentínumaðurinn Carlos Tevez fari til Inter í skiptum fyrir Samuel Eto‘o, landsliðsframherjann frá Kamerún 30.7.2011 12:30 Steven Gerrard missir af upphafi keppnistímabilsins Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, mun missa af upphafi keppnistímabilsins í ensku úrvalsdeildinni vegna sýkingar í nára. Gerrard, sem er 31 árs gamall, er á sýklalyfjum og dvelur á sjúkrahúsi og er búist við að hann verði þar í nokkra daga. 30.7.2011 11:45 Aston Villa keypti N'Zogbia fyrir um 2 milljarða kr. Enska úrvalsdeildarliðið Aston Villa virðast hafa tröllatrú á miðjumanninum Charles N'Zogbia því hann skrifaði undir fimm ára samning við liðið í gær en hann var áður í herbúðum Wigan. N'Zogbia er 25 ára gamall franskur landsliðsmaður. Hann segir í viðtali á heimasíðu félagsins að hann hafi tekið stórt skref á ferlinum þar sem að Aston Villa sé stórt félag sem ætli sér stóra hluti á næstu árum. 30.7.2011 11:30 WBA fær Foster að láni frá Birmingham Ben Foster fær tækifæri til þess að leika í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð þrátt fyrir að hafa upplifað fall með Birmingham í lokaumferðinn s.l. vor. Markvörðurinn verður lánaður til grannaliðsins WBA sem einnig er staðsett í Birmingham og er lánssamningurinn til eins árs. Birmingham fær Boaz Myhill í staðinn frá WBA. 30.7.2011 10:00 Aron Einar: Byrjaður að vaxa mosi á mér á hótelinu Aron Einar Gunnarsson leikmaður Cardiff tekur ekki þátt í æfingaleik Cardiff gegn Parma á Þúsaldarvellinum í Cardiff á morgun. Malky Mackay knattspyrnustjóri Cardiff vill hvíla Aron sem fékk lítið sumarfrí vegna anna með landsliðum Íslands. 30.7.2011 09:00 Wenger gæti róað stuðningsmenn með kaupum á Jagielka og Mata Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur staðið í ströngu í sumar við að reyna að halda sínum bestu leikmönnum, Cesc Fábregas og Samir Nasri, hjá félaginu. Nú lítur út fyrir það að Wenger ætli loksins að fara reyna að styrkja leikmannahópinn fyrir alvöru með því að kaupa tvo sterka leikmenn til félagsins. 29.7.2011 21:15 Villa-Boas vill yngja upp - segir leikmannahóp Chelsea gamlan Knattspyrnustjóri Chelsea, Portúgalinn Andre Villas-Boas, segir að leikmannahópur félagsins sé gamall. Það sé ástæða þess að hann horfi til yngri leikmanna enda vilji hann byggja lið til framtíðar. 29.7.2011 20:30 Owen Coyle nær í hægri bakvörð til Bolton - staða Grétars í hættu? Owen Coyle, stjóri Bolton, er búinn að kaupa tvo leikmenn frá Burnley, þá Chris Eagles og Tyrone Mears, sem báðir spiluðu undir stjórn Coyle þegar hann réði ríkjum hjá Burnley. 29.7.2011 19:00 Diaby missir af fyrstu leikjum Arsenal á tímabilinu Abou Diaby, miðjumaður Arsenal, þurfti að fara í aðgerð á ökkla og mun af þeim sökum missa af byrjuninni á tímabilinu. Diaby missir af þremur deildarleikjum og tveimur leikjum í forkeppni Meistaradeildarinnar. 29.7.2011 18:15 Heiðar fær samkeppni - QPR að kaupa DJ Campbell frá Blackpool Heiðar Helguson fær meiri samkeppni í framlínu Queens Park Rangers á komandi tímabili því Neil Warnock, stjóri QPR, er við það að kaupa DJ Campbell frá Blackpool. Blackpool er búið að samþykkja tilboð QPR sem er líklega í kringum 1.25 milljónir punda. 29.7.2011 15:45 Knattspyrnusamband Malasíu biðst afsökunar en þó með fyrirvara Knattspyrnusamband Malasíu hefur beðið enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea afsökunar eftir að hrópað var að Ísraelsmanninum Yossi Benayoun í vináttuleik í síðustu viku. Leikurinn fór fram á þjóðarleikvanginum í Kuala Lumpur í Malasíu og voru forsvarsmenn Chelsea ósáttir við hegðun heimamanna. 29.7.2011 13:00 Arsenal að missa þolinmæðina gagnvart Barcelona Peter Hill-Wood stjórnarformaður enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal segir að forráðamenn Barcelona þurfi að ákveða sig mjög fljótlega hvað þeir ætli sér að gera varðandi Cesc Fabregas. Sagan endalausa um væntanleg vistaskipti spænska miðjumannsins hefur staðið yfir í nokkur misseri og segir Hill-Wood að spænska meistaraliðið þurfi að gera upp hug sinn áður en tækifærið rennur þeim úr greipum. 29.7.2011 09:30 Goodwillie gæti fetað í fótspor Butt og Dicks David Goodwillie framherji Dundee United í skosku knattspyrnunni er líklega á leið í ensku úrvalsdeildina í knattspyrnu. Eftirnafnið Goodwillie mun fylla í skarðið á skorti á skemmtilegum eftirnöfnum sem leikmenn á borð við Julian Dicks og Nicky Butt hafa skilið eftir sig. 28.7.2011 23:30 Bendtner á leiðinni til Sporting Lissabon Danski framherjinn Nicklas Bendtner er á leiðinni til Sporting í Lissabon ef marka má breska fjölmiðla. Talið er að kaupverðið sé í kringum níu milljónir punda eða sem nemur rúmum 1.7 milljörðum íslenskra króna. 28.7.2011 20:45 Annar skellur Liverpool-manna í röð Það gengur ekki vel hjá enska félaginu Liverpool á undirbúningstímabilinu því liðið tapaði 0-3 fyrir tyrkneska liðinu Galatasaray í æfingaleik í Istanbul í kvöld. Liverpool steinlá 0-3 á móti Hull um síðustu helgi og það er ljóst að stjórinn Kenny Dalglish á mikið starf fyrir höndum næstu daga. 28.7.2011 20:07 Aguero gerir fimm ára samning við Manchester City Argentínumaðurinn Sergio Aguero hefur skrifað undir fimm ára samning við Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Aguero hefur verið á mála hjá spænska félaginu Atletico Madrid á Spáni frá árinu 2006. 28.7.2011 17:40 Diouf í fimm ára bann frá landsliðinu El Hadji Diouf, hinn umdeildi leikmaður Blackburn Rovers, hefur verið settur í fimm ára bann frá knattspyrnu í heimalandi sínu Senegal. Diouf var afar gagnrýninn á knattspyrnusamband Senegal eftir að hann var ekki valinn í landsliðið í undankeppni Afríkukeppninnar. 28.7.2011 14:45 Chelsea sendi inn kvörtun vegna áhorfenda í Malasíu Chelsea hefur sent inn formlega kvörtun til knattspyrnusambands Malasíu vegna hegðunar áhorfenda á leik liðsins gegn úrvalsliði frá Malasíu. Yossi Benayoun, landsliðsmaður frá Ísrael, fékk að heyra það frá áhorfendum í leiknum og telja forsvarsmenn Chelsea að um kynþáttahatur hafi verið að ræða. 28.7.2011 14:15 Man Utd átti ekki í vandræðum með stjörnulið MLS deildarinnar Manchester United átti ekki í erfiðleikum með að vinna úrvalslið bandarísku MLS deildarinnar í fótbolta í gær í New Jersey. Ensku meistararnir unnu 4-0 sigur en David Beckham var einn af leikmönnum úrvalsliðsins. Anderson og Park Ji-sung skoruðu fyrir Man Utd í fyrri hálfleik en Dimitar Berbatov og Danny Welbeck bættu við mörkum í síðari hálfleik. 28.7.2011 10:00 Hernandez á sjúkrahús eftir að hafa fengið höfuðhögg á æfingu Javier Hernandez, framherji Manchester United, endaði á sjúkrahúsi eftir æfingu liðsins á Red Bull Arena í New Jersey í gær. Hernandez er nýkominn til móts við liðið eftir að hafa fengið aukafrí vegna þátttöku sinnar í Copa America með landsliði Mexíkó. 27.7.2011 20:45 Stórsigur Chelsea á Kitchee í Asíu-bikarnum Chelsea tók heimamenn í Kitchee í kennslustund í Asíu-bikarnum í knattspyrnu. Chelsea vann stórsigur í leiknum 4-0 og leikur í úrslitum keppninnar á laugardag. Andstæðingurinn verður Aston Villa sem vann Blackburn í fyrri leik dagsins. 27.7.2011 14:15 Darren Bent tryggði Villa sigur á Blackburn Aston Villa vann 1-0 sigur á Blackburn í Asíu-bikarnum í knattspyrnu sem fram fer í Hong Kong. Darren Bent skoraði eina mark leiksins snemma í síðari hálfleik en sigur Villa var sanngjarn. 27.7.2011 12:30 Sergio Aguero mættur í læknisskoðun hjá Manchester City Argentínumaðurinn Sergio Aguero er þessa stundina í læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildarliðinu Manchester City en hann hefur leikið með Atletico Madrid á Spáni. Talið er að kaupverðið sé um 38 milljónir punda eða sem nemur um 7 milljörðum kr. 27.7.2011 10:15 Michael Owen telur að hann fái fleiri tækifæri á næstu leiktíð Framherjinn Michael Owen, sem nýverið samdi við enska meistaraliðið Manchester United til eins árs, segir að Alex Ferguson ætli honum stórt hlutverk með liðinu á næstu leiktíð. Owen, sem er 31 árs gamall, hefur verið hjá Man Utd frá því hann kom til liðsins frá Newcastle árið 2009. Hann fékk fá tækifæri með aðalliði Man Utd á síðustu leiktíð en Owen segir að Ferguson ætli að nota hann meira á næsta tímabili. 27.7.2011 09:32 Dalglish að fá tvo kornunga framherja til Liverpool Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, er samkvæmt frétt Guardian langt kominn með að fá tvo unga framherja til liðsins. Þetta eru þeir Marco Bueno, framherji 17 ára landsliðs Mexíkó og Nacho, ungur framherji spænska liðsins Albacete. 26.7.2011 19:45 Torres: Ég er ekki búinn að gleyma því hvernig maður skorar mörk Fernando Torres, spænski framherjinn hjá Chelsea, hefur ekki fundið netmöskvanna á undirbúningstímabilinu þar sem Chelsea-liðið ferðast um Asíu. Torres skoraði aðeins 1 mark í 18 leikjum á síðustu leiktíð og gagnrýnisraddirnar eru farnar að heyrast á ný enda keypti Roman Abramovich hann á 50 milljónir punda í janúar til þess að skora mörk fyrir liðið. 26.7.2011 19:00 Emmanuel og Emmanuel á leið frá Arsenal Emmanuel Eboue er á leið til tyrkneska knattspyrnuliðsins Galatasaray fyrir fjórar milljónir punda ef marka má breska fjölmiðla. Auk Eboue er nafni hans Emmanuel-Thomas orðaður við sölu til Ipswich. 26.7.2011 17:30 Wenger vill styðjast við marklínutækni Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal hefur bæst í hóp þeirra sem vilja styðjast við marklínutækni í knattspyrnu. Forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa lýst því yfir að mögulega verði marklínutækni tekin í notkun tímabilið 2012-2013. 26.7.2011 16:45 Leikmaður Leicester kemur sér í klandur hjá eiginkonunni Það er óhætt að segja að skoski framherjinn Paul Gallagher hafi komið eins og stormsveipur inn í Twitter-samfélagið. Eiginkona Gallagher hvatti hann til þess að stofna aðgang að síðunni en líklegt er að hún sjái eftir því í dag. 26.7.2011 14:45 Liverpool og Fiorentina komast að samkomulagi um Aquilani Umboðsmaður ítalska knattspyrnumannsins Alberto Aquilani leggur áherslu á að ekki sé frágengið að Aquilani gangi til liðs við Fiorentina. Að hans sögn hafa félögin komist að samkomulagi en Aquilani eigi þó enn eftir að semja við ítalska félagið. 26.7.2011 13:30 Kasami gengur til liðs við Fulham Svissneski miðjumaðurinn Pajtim Kasami hefur gengið til liðs við Fulham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Kasami kemur frá ítalska liðinu Palermo en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp. 26.7.2011 10:45 Evra segir að Nasri verði að koma til United til að vinna eitthvað Patrice Evra hefur sagt landa sínum Samir Nasri að koma til Manchester United ætli að hann sér að vinna einhverja titla á ferlinum. Nasri á eftir eitt ár af samningi sínum hjá Arsenal sem ætlar ekki að selja hann þótt að það gæti þýtt að hann færi frítt næsta sumar. 25.7.2011 23:30 Shawcross vill ekki spila fyrir Wales Ryan Shawcross leikmaður og fyrirliði Stoke City í ensku úrvalsdeildinni segist ekki hafa íhugað það að spila fyrir landslið Wales. Breytingar á reglum FIFA gera Shawcross kleift að spila fyrir Wales jafnvel þó hann sé Englendingur í húð og hár. 25.7.2011 23:00 Sjá næstu 50 fréttir
Chelsea gæti boðið í Luka Modric í þriðja sinn Ron Gourlay, stjórnarformaður Chelsea, segir að félagið muni taka ákvörðun um það í vikunni hvort að þeir bjóði í þriðja sinn í Luka Modric hjá Tottenham eða gefi það alveg upp á bátinn að reyna að kaupa Króatann frá nágrönnum sínum. 31.7.2011 22:45
Fyrsti bikar tímabilsins í húsi hjá Manchester City Manchester City náði í fyrsta bikar tímabilsins í dag þegar liðið vann 3-0 sigur á ítalska liðinu Inter Milan í úrslitaleik Dublin-bikarsins. Mario Balotelli, Edin Dzeko og Adam Johnson voru á skotskónum í leiknum. 31.7.2011 21:30
Forlan: Aguero hefði átt að fara til Chelsea Úrúgvæmaðurinn Diego Forlan er á því að Sergio Aguero, fyrrum samherji hans hjá Atletico Madrid, hafi gert mistök með því að fara frekar til Manchester City en til Chelsea. 31.7.2011 21:00
Henry gerði Arsenal grikk - Red Bulls vann mótið Arsenal og New York Red Bulls skildu jöfn í Emirates-bikarnum í knattspyrnu í Lundúnum í dag. Lokatölurnar 1-1 en það var Thierry Henry sem var arkitektinn að jöfnunarmarki bandaríska liðsins skömmu fyrir leikslok. 31.7.2011 20:12
Liðsfélagi Grétars Rafns í Bolton fótbrotnaði illa í gær Lee Chung-yong, miðjumaður Bolton og suður-kóreska landsliðsins, verður frá níu mánuði eftir að hafa fótbrotnað illa í æfingaleik Bolton og velska liðsins Newport í gær. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. 31.7.2011 07:00
Öryggislögreglan fjarlægði myndir af Twitter síðu Rio Ferdinand Rio Ferdinand, varnarmaður enska meistaraliðsins Manchester United, fór aðeins yfir strikið í myndabirtinum á Twitter síðu sinni eftir heimsókn Man Utd í Hvítahúsið í Washington. Bandaríska leyniþjónustan lét fjarlægja myndirnar og kom það leikmanninum á óvart. 30.7.2011 23:00
Mörkin úr leik Arsenal og Boca Juniors á Emirates mótinu Arsenal og Boca Juniors frá Argentínu skildu jöfn 2-2 á Emirates mótinu sem fram fer í London á heimavelli Arsenal. New York Red Bulls frá Bandaríkjunum hafði betur, 1-0, gegn franska liðinu Paris SG í fyrri leiknum í keppninni í dag. Mörkin úr leik Arsenal og Boca Juniors má sjá í fréttinni sem birtist á Stöð 2 í kvöld. 30.7.2011 22:00
Arsenal missti niður tveggja marka forskot Arsenal og Boca Juniors gerðu 2-2 jafntefli í Emirates-bikarnum í knattspyrnu í Lundúnum síðdegis í dag. Arsenal komst í 2-0 en argentínska liðið jafnaði leikinn. Í fyrri leik dagsins vann New York Red Bulls óvæntan 1-0 sigur á Paris Saint Germain. 30.7.2011 21:38
Antonio Valencia mun skrifa undir nýjan samning við Man Utd David Gill, stjórnarformaður Manchester United, segir að Antonio Valencia muni skrifa undir langtímasamning í næstu viku. Valencia, sem er frá Ekvador, er aðeins hálfnaður með samninginn sem hann skrifaði undir til fjögurra ára árið 2009 þegar hann var keyptur frá Wigan fyrir um 19 milljónir punda eða sem nemur 3,6 milljörðum kr. 30.7.2011 18:00
Bankaði upp á hjá Ferguson með DVD disk og fékk að spreyta sig Max Lonsdale er ekki þekktasta nafnið í fótboltaheiminum. Hann virðist vera með bein í nefinu því hinn 18 ára gamli leikmaður er nú á reynslu hjá Manchester United eftir að hann bankaði upp á hjá Alex Ferguson og lét hann fá DVD disk sem innihélt hápunkta úr ýmsum leikjum hjá Lonsdale. Sir Alex tók vel á móti drengnum sem var látinn fara frá Macclesfield Town á síðustu leiktíð og Lonsdale er nú til reynslu hjá enska meistaraliðinu. 30.7.2011 16:00
Torres tryggði Chelsea Asíubikarinn Chelsea sigraði Aston Villa 2-0 í úrslitum Asíubikarsins í dag þar sem Fernando Torres tryggði sigurinn með marki skömmu eftir að hafa komið inná sem varamaður. 30.7.2011 15:41
Eriksson telur að Mourinho sé rétti maðurinn fyrir England Svíinn Sven Göran Eriksson, sem var þjálfari enska landsliðsins í fótbolta, telur að Portúgalinn Jose Mourinho ætti að sækjast eftir því að komast í það starf. Eriksson telur að Mourinho sé rétti maðurinn fyrir England en Ítalinn Fabio Capello er þjálfari liðsins. 30.7.2011 15:30
Fer Tevez til Inter í skiptum fyrir Eto‘o? Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City og Inter frá Ítalíu eru í viðræðum um leikmannaskipti samkvæmt heimildum breska dagblaðsins Telegraph. Viðræðurnar snúast um að Argentínumaðurinn Carlos Tevez fari til Inter í skiptum fyrir Samuel Eto‘o, landsliðsframherjann frá Kamerún 30.7.2011 12:30
Steven Gerrard missir af upphafi keppnistímabilsins Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, mun missa af upphafi keppnistímabilsins í ensku úrvalsdeildinni vegna sýkingar í nára. Gerrard, sem er 31 árs gamall, er á sýklalyfjum og dvelur á sjúkrahúsi og er búist við að hann verði þar í nokkra daga. 30.7.2011 11:45
Aston Villa keypti N'Zogbia fyrir um 2 milljarða kr. Enska úrvalsdeildarliðið Aston Villa virðast hafa tröllatrú á miðjumanninum Charles N'Zogbia því hann skrifaði undir fimm ára samning við liðið í gær en hann var áður í herbúðum Wigan. N'Zogbia er 25 ára gamall franskur landsliðsmaður. Hann segir í viðtali á heimasíðu félagsins að hann hafi tekið stórt skref á ferlinum þar sem að Aston Villa sé stórt félag sem ætli sér stóra hluti á næstu árum. 30.7.2011 11:30
WBA fær Foster að láni frá Birmingham Ben Foster fær tækifæri til þess að leika í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð þrátt fyrir að hafa upplifað fall með Birmingham í lokaumferðinn s.l. vor. Markvörðurinn verður lánaður til grannaliðsins WBA sem einnig er staðsett í Birmingham og er lánssamningurinn til eins árs. Birmingham fær Boaz Myhill í staðinn frá WBA. 30.7.2011 10:00
Aron Einar: Byrjaður að vaxa mosi á mér á hótelinu Aron Einar Gunnarsson leikmaður Cardiff tekur ekki þátt í æfingaleik Cardiff gegn Parma á Þúsaldarvellinum í Cardiff á morgun. Malky Mackay knattspyrnustjóri Cardiff vill hvíla Aron sem fékk lítið sumarfrí vegna anna með landsliðum Íslands. 30.7.2011 09:00
Wenger gæti róað stuðningsmenn með kaupum á Jagielka og Mata Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur staðið í ströngu í sumar við að reyna að halda sínum bestu leikmönnum, Cesc Fábregas og Samir Nasri, hjá félaginu. Nú lítur út fyrir það að Wenger ætli loksins að fara reyna að styrkja leikmannahópinn fyrir alvöru með því að kaupa tvo sterka leikmenn til félagsins. 29.7.2011 21:15
Villa-Boas vill yngja upp - segir leikmannahóp Chelsea gamlan Knattspyrnustjóri Chelsea, Portúgalinn Andre Villas-Boas, segir að leikmannahópur félagsins sé gamall. Það sé ástæða þess að hann horfi til yngri leikmanna enda vilji hann byggja lið til framtíðar. 29.7.2011 20:30
Owen Coyle nær í hægri bakvörð til Bolton - staða Grétars í hættu? Owen Coyle, stjóri Bolton, er búinn að kaupa tvo leikmenn frá Burnley, þá Chris Eagles og Tyrone Mears, sem báðir spiluðu undir stjórn Coyle þegar hann réði ríkjum hjá Burnley. 29.7.2011 19:00
Diaby missir af fyrstu leikjum Arsenal á tímabilinu Abou Diaby, miðjumaður Arsenal, þurfti að fara í aðgerð á ökkla og mun af þeim sökum missa af byrjuninni á tímabilinu. Diaby missir af þremur deildarleikjum og tveimur leikjum í forkeppni Meistaradeildarinnar. 29.7.2011 18:15
Heiðar fær samkeppni - QPR að kaupa DJ Campbell frá Blackpool Heiðar Helguson fær meiri samkeppni í framlínu Queens Park Rangers á komandi tímabili því Neil Warnock, stjóri QPR, er við það að kaupa DJ Campbell frá Blackpool. Blackpool er búið að samþykkja tilboð QPR sem er líklega í kringum 1.25 milljónir punda. 29.7.2011 15:45
Knattspyrnusamband Malasíu biðst afsökunar en þó með fyrirvara Knattspyrnusamband Malasíu hefur beðið enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea afsökunar eftir að hrópað var að Ísraelsmanninum Yossi Benayoun í vináttuleik í síðustu viku. Leikurinn fór fram á þjóðarleikvanginum í Kuala Lumpur í Malasíu og voru forsvarsmenn Chelsea ósáttir við hegðun heimamanna. 29.7.2011 13:00
Arsenal að missa þolinmæðina gagnvart Barcelona Peter Hill-Wood stjórnarformaður enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal segir að forráðamenn Barcelona þurfi að ákveða sig mjög fljótlega hvað þeir ætli sér að gera varðandi Cesc Fabregas. Sagan endalausa um væntanleg vistaskipti spænska miðjumannsins hefur staðið yfir í nokkur misseri og segir Hill-Wood að spænska meistaraliðið þurfi að gera upp hug sinn áður en tækifærið rennur þeim úr greipum. 29.7.2011 09:30
Goodwillie gæti fetað í fótspor Butt og Dicks David Goodwillie framherji Dundee United í skosku knattspyrnunni er líklega á leið í ensku úrvalsdeildina í knattspyrnu. Eftirnafnið Goodwillie mun fylla í skarðið á skorti á skemmtilegum eftirnöfnum sem leikmenn á borð við Julian Dicks og Nicky Butt hafa skilið eftir sig. 28.7.2011 23:30
Bendtner á leiðinni til Sporting Lissabon Danski framherjinn Nicklas Bendtner er á leiðinni til Sporting í Lissabon ef marka má breska fjölmiðla. Talið er að kaupverðið sé í kringum níu milljónir punda eða sem nemur rúmum 1.7 milljörðum íslenskra króna. 28.7.2011 20:45
Annar skellur Liverpool-manna í röð Það gengur ekki vel hjá enska félaginu Liverpool á undirbúningstímabilinu því liðið tapaði 0-3 fyrir tyrkneska liðinu Galatasaray í æfingaleik í Istanbul í kvöld. Liverpool steinlá 0-3 á móti Hull um síðustu helgi og það er ljóst að stjórinn Kenny Dalglish á mikið starf fyrir höndum næstu daga. 28.7.2011 20:07
Aguero gerir fimm ára samning við Manchester City Argentínumaðurinn Sergio Aguero hefur skrifað undir fimm ára samning við Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Aguero hefur verið á mála hjá spænska félaginu Atletico Madrid á Spáni frá árinu 2006. 28.7.2011 17:40
Diouf í fimm ára bann frá landsliðinu El Hadji Diouf, hinn umdeildi leikmaður Blackburn Rovers, hefur verið settur í fimm ára bann frá knattspyrnu í heimalandi sínu Senegal. Diouf var afar gagnrýninn á knattspyrnusamband Senegal eftir að hann var ekki valinn í landsliðið í undankeppni Afríkukeppninnar. 28.7.2011 14:45
Chelsea sendi inn kvörtun vegna áhorfenda í Malasíu Chelsea hefur sent inn formlega kvörtun til knattspyrnusambands Malasíu vegna hegðunar áhorfenda á leik liðsins gegn úrvalsliði frá Malasíu. Yossi Benayoun, landsliðsmaður frá Ísrael, fékk að heyra það frá áhorfendum í leiknum og telja forsvarsmenn Chelsea að um kynþáttahatur hafi verið að ræða. 28.7.2011 14:15
Man Utd átti ekki í vandræðum með stjörnulið MLS deildarinnar Manchester United átti ekki í erfiðleikum með að vinna úrvalslið bandarísku MLS deildarinnar í fótbolta í gær í New Jersey. Ensku meistararnir unnu 4-0 sigur en David Beckham var einn af leikmönnum úrvalsliðsins. Anderson og Park Ji-sung skoruðu fyrir Man Utd í fyrri hálfleik en Dimitar Berbatov og Danny Welbeck bættu við mörkum í síðari hálfleik. 28.7.2011 10:00
Hernandez á sjúkrahús eftir að hafa fengið höfuðhögg á æfingu Javier Hernandez, framherji Manchester United, endaði á sjúkrahúsi eftir æfingu liðsins á Red Bull Arena í New Jersey í gær. Hernandez er nýkominn til móts við liðið eftir að hafa fengið aukafrí vegna þátttöku sinnar í Copa America með landsliði Mexíkó. 27.7.2011 20:45
Stórsigur Chelsea á Kitchee í Asíu-bikarnum Chelsea tók heimamenn í Kitchee í kennslustund í Asíu-bikarnum í knattspyrnu. Chelsea vann stórsigur í leiknum 4-0 og leikur í úrslitum keppninnar á laugardag. Andstæðingurinn verður Aston Villa sem vann Blackburn í fyrri leik dagsins. 27.7.2011 14:15
Darren Bent tryggði Villa sigur á Blackburn Aston Villa vann 1-0 sigur á Blackburn í Asíu-bikarnum í knattspyrnu sem fram fer í Hong Kong. Darren Bent skoraði eina mark leiksins snemma í síðari hálfleik en sigur Villa var sanngjarn. 27.7.2011 12:30
Sergio Aguero mættur í læknisskoðun hjá Manchester City Argentínumaðurinn Sergio Aguero er þessa stundina í læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildarliðinu Manchester City en hann hefur leikið með Atletico Madrid á Spáni. Talið er að kaupverðið sé um 38 milljónir punda eða sem nemur um 7 milljörðum kr. 27.7.2011 10:15
Michael Owen telur að hann fái fleiri tækifæri á næstu leiktíð Framherjinn Michael Owen, sem nýverið samdi við enska meistaraliðið Manchester United til eins árs, segir að Alex Ferguson ætli honum stórt hlutverk með liðinu á næstu leiktíð. Owen, sem er 31 árs gamall, hefur verið hjá Man Utd frá því hann kom til liðsins frá Newcastle árið 2009. Hann fékk fá tækifæri með aðalliði Man Utd á síðustu leiktíð en Owen segir að Ferguson ætli að nota hann meira á næsta tímabili. 27.7.2011 09:32
Dalglish að fá tvo kornunga framherja til Liverpool Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, er samkvæmt frétt Guardian langt kominn með að fá tvo unga framherja til liðsins. Þetta eru þeir Marco Bueno, framherji 17 ára landsliðs Mexíkó og Nacho, ungur framherji spænska liðsins Albacete. 26.7.2011 19:45
Torres: Ég er ekki búinn að gleyma því hvernig maður skorar mörk Fernando Torres, spænski framherjinn hjá Chelsea, hefur ekki fundið netmöskvanna á undirbúningstímabilinu þar sem Chelsea-liðið ferðast um Asíu. Torres skoraði aðeins 1 mark í 18 leikjum á síðustu leiktíð og gagnrýnisraddirnar eru farnar að heyrast á ný enda keypti Roman Abramovich hann á 50 milljónir punda í janúar til þess að skora mörk fyrir liðið. 26.7.2011 19:00
Emmanuel og Emmanuel á leið frá Arsenal Emmanuel Eboue er á leið til tyrkneska knattspyrnuliðsins Galatasaray fyrir fjórar milljónir punda ef marka má breska fjölmiðla. Auk Eboue er nafni hans Emmanuel-Thomas orðaður við sölu til Ipswich. 26.7.2011 17:30
Wenger vill styðjast við marklínutækni Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal hefur bæst í hóp þeirra sem vilja styðjast við marklínutækni í knattspyrnu. Forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa lýst því yfir að mögulega verði marklínutækni tekin í notkun tímabilið 2012-2013. 26.7.2011 16:45
Leikmaður Leicester kemur sér í klandur hjá eiginkonunni Það er óhætt að segja að skoski framherjinn Paul Gallagher hafi komið eins og stormsveipur inn í Twitter-samfélagið. Eiginkona Gallagher hvatti hann til þess að stofna aðgang að síðunni en líklegt er að hún sjái eftir því í dag. 26.7.2011 14:45
Liverpool og Fiorentina komast að samkomulagi um Aquilani Umboðsmaður ítalska knattspyrnumannsins Alberto Aquilani leggur áherslu á að ekki sé frágengið að Aquilani gangi til liðs við Fiorentina. Að hans sögn hafa félögin komist að samkomulagi en Aquilani eigi þó enn eftir að semja við ítalska félagið. 26.7.2011 13:30
Kasami gengur til liðs við Fulham Svissneski miðjumaðurinn Pajtim Kasami hefur gengið til liðs við Fulham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Kasami kemur frá ítalska liðinu Palermo en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp. 26.7.2011 10:45
Evra segir að Nasri verði að koma til United til að vinna eitthvað Patrice Evra hefur sagt landa sínum Samir Nasri að koma til Manchester United ætli að hann sér að vinna einhverja titla á ferlinum. Nasri á eftir eitt ár af samningi sínum hjá Arsenal sem ætlar ekki að selja hann þótt að það gæti þýtt að hann færi frítt næsta sumar. 25.7.2011 23:30
Shawcross vill ekki spila fyrir Wales Ryan Shawcross leikmaður og fyrirliði Stoke City í ensku úrvalsdeildinni segist ekki hafa íhugað það að spila fyrir landslið Wales. Breytingar á reglum FIFA gera Shawcross kleift að spila fyrir Wales jafnvel þó hann sé Englendingur í húð og hár. 25.7.2011 23:00