Fleiri fréttir Birmingham er hætt við að kaupa Robbie Keane Enska úrvalsdeildarliðið Birmingham hefur hætt við að kaupa írska landsliðsmanninn Robbie Keane frá Tottenham en Tottenham var búið að samþykkja sex milljón punda tilboð Birmingham í framherjann. 17.1.2011 18:14 Liverpool að reyna að fá Downing frá Aston Villa Liverpool er að reyna að kaupa enska landsliðsvængmanninn Stewart Downing frá Aston Villa samkvæmt heimildum Skysports. Downing er markahæsti leikmaður Aston Villa á tímabilinu með fimm mörk og hefur verið með í öllum leikjum liðsins á leiktíðinni. 17.1.2011 18:00 Babel fékk bara sekt fyrir twitter-myndina af Howard Webb Ryan Babel, leikmaður Liverpool, var í dag dæmdur til þess að greiða tíu þúsund punda sekt fyrir að seta mynd af dómaranum Howard Webb í Manchester United búning eftir bikartap Liverpool á Old Trafford. Þetta gerir um 1,8 milljón íslenskra króna. 17.1.2011 17:53 Redknapp: Við höfum ekki efni á Andy Carroll Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segir engar líkur á því að Tottenham kaupi Andy Carroll, framherja Newcastle, eins og hefur verið orðrómur um í ensku blöðunum. Carroll er núbúinn að framlengja við sitt æskufélag en ensku blöðin keppast engu að síður um að velta sér upp úr hugsanlegum kaupendum á þessum stóra og sterka framherja. 17.1.2011 15:00 Konchesky og Poulsen eiga báðir möguleika hjá Kenny Dalglish Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, segist eiga mikið verk fyrir höndum í að reyna að byggja upp sjálfstraust og orðspor margra af reyndari leikmanna liðsins. Hann nefndi sérstaklega bakvörðinn Paul Konchesky og danska miðjumanninn Christian Poulsen en Roy Hodgson keypti þá báða til liðsins. 17.1.2011 14:00 Darren Bent á leið til Aston Villa fyrir 18 milljónir punda? Guardian segir frá því að Steve Bruce, stjóri Sunderland og stjórnarformaðurinn Niall Quinn hafi samþykkt 18 milljóna tilboð Aston Villa í framherjann Darren Bent. Upphæðin gæti á endanum farið allt upp í 24 milljónir punda sem myndi vera hæsta upphæð sem Aston Villa hefur greitt fyrir leikmann. 17.1.2011 13:30 Eru PSV Eindhoven og Ajax að slást um Eið Smára? Enska blaðið The Mirror segir frá því í morgun að hollensku liðin PSV Eindhoven og Ajax séu fremst í flokki í kapphlaupinu um að fá Eið Smára Guðjohnsen til sín en Stoke er tilbúið að selja íslenska framherjann í þessum félagsskiptaglugga. 17.1.2011 12:30 Torres er viss um að Liverpool nái sér á strik Spænski framherjinn Fernando Torres segir að Liverpool eigi eftir að ná sér á strik undir stjórn Kenny Dalglish. Liverpool hefur byrjað leiktíðina afar illa og er liðið 19 stigum á eftir erkifjendunum – Manchester United sem er á toppi deildarinnar með 45 stig. 17.1.2011 11:45 Vermaelen í aðgerð og endurkomu seinkar Thomas Vermaelen verður frá keppni í sex vikur til viðbótar, í það minnsta. Ástæðan er aðgerð sem varnarmaðurinn þarf að fara í. 16.1.2011 23:30 Dalglish heimtar ekki nýja leikmenn Kenny Dalglish ætlar ekki að heimta peninga til leikmannaupa í janúar. Liverpool gerði jafntefli við Everton í dag og er sem fyrr um miðja deild. 16.1.2011 22:45 Redknapp og Ferguson sáttir Harry Redknapp og Sir Alex Ferguson voru báðir nokkuð sáttir með stigið eftir viðureign Tottenham og Manchester United í dag. Leiknum lauk með markalausu jafntefli. 16.1.2011 21:30 Barton: Enginn að leika betur en ég Joey Barton, miðjumaður Newcastle, telur sig eiga skilið sæti í enska landsliðinu. Barton hefur verið í frábæru formi með nýliðum Newcastle og á stóran þátt í fínu gengi þeirra röndóttu í deildinni í vetur. 16.1.2011 18:45 Tilþrifalítið á White Hart Lane Tottenham og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað. 16.1.2011 18:03 Tilboði Chelsea í Pienaar samþykkt Steven Pienaar er á leiðinni frá Everton en samningur hans rennur út í sumar. Tvö tilboð hafa borist í leikmanninn, frá Chelsea og Tottenham. 16.1.2011 16:47 Jafnt í Merseyside-slagnum Liverpool og Everton skildu jöfn í grannaslagnum á Anfield í dag. Bæði lið skoruðu tvö mörk í hörku leik. 16.1.2011 15:55 Mótmæli á White Hart Lane Stuðningsmenn Tottenham sameinuðust í mótmælum fyrir utan White Hart Lane í dag. Ástæðan er möguleikinn á því að félagið flytji sig yfir á Ólympíuleikvang Lundúna. 16.1.2011 15:30 Owen á óskalista Sunderland Michael Owen er efstur á óskalista Sunderland í janúar. Steve Bruce vonast til að hreppa Owen að láni út tímabilið og gefa honum meiri tíma á vellinum en Sir Alex Ferguson. 16.1.2011 14:45 Sunderland jafnaði á ögurstundu Það var boðið upp á dramatík í baráttunni um norðrið í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sunderland og Newcastle gerðu þá 1-1 jafntefli í hörku leik. 16.1.2011 13:52 Jafnt í hörku grannaslag í Birmingham Birmingham og Aston Villa skildu jöfn í fyrsta grannaslag dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Það voru sanngörn úrslit en leikurinn var fjörugur og skemmtilegur á að horfa. 16.1.2011 13:49 Redknapp: United fer ekki taplaust í gegnum tímabilið "Við erum með nokkra menn sem Sir Alex vildi gjarnan hafa í sínum leikmannahópi," segir Harry Redknapp en Tottenham og Manchester United mætast síðdegis í ensku úrvalsdeildinni. 16.1.2011 13:15 Græðir Eiður á því að Ba féll á læknisskoðun? Er líf fyrir Eið Smára Guðjohnsen hjá Stoke? BBC telur svo, en bara þar sem Demba Ba fer ekki til félagsins. 16.1.2011 12:30 Dalglish: Verður tilfinningaþrungið "Þetta verður rómantískt og allt það, en staðreyndin er sú að við verðum að fara að vinna leiki," segir Kenny Dalglish sem stýrir Liverpool í fyrsta sinn á Anfield síðan hann tók við liðinu á nýjan leik. 16.1.2011 10:00 600 deildarleikir hjá Giggs - Jóga hjálpar Ryan Giggs spilar sinn 600. leik í ensku úrvalsdeildinni fyrir Manchester United í dag, eða næst þegar hann tekur þátt í deildarleik. Hann hrósar jóga í hástert. 16.1.2011 09:00 Given má fara frá City Shay Given er einn þeirra sem má fara frá Manchester City. Félagið vill þó finna staðgengil hans áður. 15.1.2011 23:45 Makoun skrifar undir hjá Villa Gerard Houllier hefur róið á heimamið og fengið kamerúnska landsliðsmanninn Jean Makoun til liðs við Aston Villa frá Lyon. 15.1.2011 22:15 Fjórir Íslendingar spiluðu í ensku 1. deildinni í dag Fjöldi leikja fór fram í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í dag. Fjórir Íslendingar komu við sögu í leikjunum. 15.1.2011 20:15 Van Persie með tvö í sigri Arsenal Arsenal vann öruggan sigur á West Ham í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Robin van Persie skoraði tvö mörk og Theo Walcott eitt. 15.1.2011 19:38 Beckham líklega ekki til Tottenham David Beckham mun væntanlega ekki spila fyrir Tottenham á tímabilinu. Harry Redknapp telur tímasóun að reyna að fá hann í nokkrar vikur. 15.1.2011 19:15 Tevez frábær og City komið á toppinn Manchester City er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar eftir sigur á Wolves í dag. Fyrirliðinn Carlos Tevez var manna bestur en Edin Dzeko spilaði sinn fyrsta leik fyrir milljarðamæringana eftir söluna frá Wolfsburg fyrir 27 milljónir punda. 15.1.2011 16:33 Dzeko frammi með Tevez - Enginn Íslendingaslagur Edin Dzeko, nýjasti leikmaður Manchester City, er í byrjunarliðinu gegn Úlfunum í dag. Hann verður frammi með Carlos Tevez. 15.1.2011 14:29 BBC segir O´Neill taka við West Ham í kvöld Samkvæmt BBC mun Martin O´Neill taka við West Ham í kvöld. Þetta verður tilkynnt eftir leik Hamranna við Arsenal síðdegis. 15.1.2011 13:45 Sir Alex: Leikmenn Liverpool voru í herferð gegn Hodgson Sir Alex Ferguson kennir leikmönnum Liverpool um að Roy Hodgson hafi verið rekinn frá félaginu. Hann kennir fjölmiðlum einnig að hluta til um. 15.1.2011 11:45 Anelka: Vð getum alveg náð United Nicolas Anelka, franski framherjinn hjá Chelsea, trúir því að Chelsea geti náð Manchester United og unnið enska meistaratitilinn annað árið í röð. Chelsea er níu stigum á eftir United fyrir leiki helgarinnar og auk þess búið að spila leik meira. 14.1.2011 21:32 Tottenham búið að selja Keane til Birmingham fyrir 6 milljón punda Tottenham er búið að samþykkja sex milljón punda tilboð Birmingham í Robbie Keane en leikmaðurinn á þó enn eftir að semja um kaup og kjör og fyrr ganga kaupin ekki í gegn. Keane hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Harry Redknapp, stjóra Tottenham, og löngu ljóst að hann þyrfti að yfirgefa félagið ætlaði hann sér að fá eitthvað að spila. 14.1.2011 19:07 Poyet: Enska deildin búin að vera slök á þessu tímabili Úrúgvæmaðurinn Gus Poyet, fyrrum miðjumaður Chelsea og Tottenham, er ekki hrifinn af fótboltanum sem bestu liðin í ensku úrvalsdeildinni hafa boðið upp á þessu tímabili. Það að United sé enn taplaust er því bara að hans mati dæmi um slaka frammistöðu mótherja þeirra í deildinni. 14.1.2011 18:42 Lampard vill fara í þjálfun Frank Lampard, leikmaður Chelsea, segist gjarnan vilja fara út í þjálfun þegar að ferli hans lýkur sem leikmaður. 14.1.2011 16:45 Wenger: Fer enginn frá Arsenal í janúar Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur útilokað að félagið muni leyfa einhverjum leikmanni að fara nú í félagaskiptaglugganum í janúar. 14.1.2011 16:15 Van der Vaart vill klára ferlinn hjá Tottenham Hollendingurinn Rafael van der Vaart segist gjarnan vilja spila með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni þar til að ferli hans lýkur. 14.1.2011 14:45 Chris Eagles á leið til Everton Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Chris Eagles sé líklega á leið til Everton frá enska B-deildarliðinu Burnley. 14.1.2011 12:45 Rooney nær líklega leiknum gegn Tottenham Wayne Rooney mun líklega spila með Manchester United þegar að liðið mætir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. 14.1.2011 11:45 Coyle hefur trú á Dalglish Owen Coyle, stjóri Bolton, hefur trú á því að Kenny Dalglish muni ná að koma Liverpool aftur á beinu brautina í ensku úrvalsdeildinni. 14.1.2011 11:44 Ba í læknisskoðun hjá Stoke Demba Ba mun í dag gangast undir læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Stoke eftir því sem fram kemur á fréttavef Sky Sports. 14.1.2011 10:15 Kuszczak vill verða númer eitt hjá United Tomasz Kuszczak segir að hann muni fara frá Manchester United ef hann verður ekki aðalmarkvörður liðsins eftir að Edwin van der Sar leggur hanskana á hilluna. 14.1.2011 09:49 Rooney spilar með Red Bulls við hlið Thierry Henry John Rooney, yngri bróðir Wayne Rooney hjá Manchester United, fær tækifæri til að spila í bandarísku atvinnumannadeildinni á næsta tímabili því hann var valinn í nýliðavali MLS-deildarinnar í dag. 13.1.2011 23:15 Arsenal lánar brasilískan framherja til Spánar Arsenal hefur ákveðið að lána brasilískan framherjann Wellington til spænska liðsins Levante út þetta tímabil. Wellington er aðeins 18 ára gamall og var í 17 ára landsliði Brasilíu á HM 2009. 13.1.2011 22:30 Sjá næstu 50 fréttir
Birmingham er hætt við að kaupa Robbie Keane Enska úrvalsdeildarliðið Birmingham hefur hætt við að kaupa írska landsliðsmanninn Robbie Keane frá Tottenham en Tottenham var búið að samþykkja sex milljón punda tilboð Birmingham í framherjann. 17.1.2011 18:14
Liverpool að reyna að fá Downing frá Aston Villa Liverpool er að reyna að kaupa enska landsliðsvængmanninn Stewart Downing frá Aston Villa samkvæmt heimildum Skysports. Downing er markahæsti leikmaður Aston Villa á tímabilinu með fimm mörk og hefur verið með í öllum leikjum liðsins á leiktíðinni. 17.1.2011 18:00
Babel fékk bara sekt fyrir twitter-myndina af Howard Webb Ryan Babel, leikmaður Liverpool, var í dag dæmdur til þess að greiða tíu þúsund punda sekt fyrir að seta mynd af dómaranum Howard Webb í Manchester United búning eftir bikartap Liverpool á Old Trafford. Þetta gerir um 1,8 milljón íslenskra króna. 17.1.2011 17:53
Redknapp: Við höfum ekki efni á Andy Carroll Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segir engar líkur á því að Tottenham kaupi Andy Carroll, framherja Newcastle, eins og hefur verið orðrómur um í ensku blöðunum. Carroll er núbúinn að framlengja við sitt æskufélag en ensku blöðin keppast engu að síður um að velta sér upp úr hugsanlegum kaupendum á þessum stóra og sterka framherja. 17.1.2011 15:00
Konchesky og Poulsen eiga báðir möguleika hjá Kenny Dalglish Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, segist eiga mikið verk fyrir höndum í að reyna að byggja upp sjálfstraust og orðspor margra af reyndari leikmanna liðsins. Hann nefndi sérstaklega bakvörðinn Paul Konchesky og danska miðjumanninn Christian Poulsen en Roy Hodgson keypti þá báða til liðsins. 17.1.2011 14:00
Darren Bent á leið til Aston Villa fyrir 18 milljónir punda? Guardian segir frá því að Steve Bruce, stjóri Sunderland og stjórnarformaðurinn Niall Quinn hafi samþykkt 18 milljóna tilboð Aston Villa í framherjann Darren Bent. Upphæðin gæti á endanum farið allt upp í 24 milljónir punda sem myndi vera hæsta upphæð sem Aston Villa hefur greitt fyrir leikmann. 17.1.2011 13:30
Eru PSV Eindhoven og Ajax að slást um Eið Smára? Enska blaðið The Mirror segir frá því í morgun að hollensku liðin PSV Eindhoven og Ajax séu fremst í flokki í kapphlaupinu um að fá Eið Smára Guðjohnsen til sín en Stoke er tilbúið að selja íslenska framherjann í þessum félagsskiptaglugga. 17.1.2011 12:30
Torres er viss um að Liverpool nái sér á strik Spænski framherjinn Fernando Torres segir að Liverpool eigi eftir að ná sér á strik undir stjórn Kenny Dalglish. Liverpool hefur byrjað leiktíðina afar illa og er liðið 19 stigum á eftir erkifjendunum – Manchester United sem er á toppi deildarinnar með 45 stig. 17.1.2011 11:45
Vermaelen í aðgerð og endurkomu seinkar Thomas Vermaelen verður frá keppni í sex vikur til viðbótar, í það minnsta. Ástæðan er aðgerð sem varnarmaðurinn þarf að fara í. 16.1.2011 23:30
Dalglish heimtar ekki nýja leikmenn Kenny Dalglish ætlar ekki að heimta peninga til leikmannaupa í janúar. Liverpool gerði jafntefli við Everton í dag og er sem fyrr um miðja deild. 16.1.2011 22:45
Redknapp og Ferguson sáttir Harry Redknapp og Sir Alex Ferguson voru báðir nokkuð sáttir með stigið eftir viðureign Tottenham og Manchester United í dag. Leiknum lauk með markalausu jafntefli. 16.1.2011 21:30
Barton: Enginn að leika betur en ég Joey Barton, miðjumaður Newcastle, telur sig eiga skilið sæti í enska landsliðinu. Barton hefur verið í frábæru formi með nýliðum Newcastle og á stóran þátt í fínu gengi þeirra röndóttu í deildinni í vetur. 16.1.2011 18:45
Tilþrifalítið á White Hart Lane Tottenham og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað. 16.1.2011 18:03
Tilboði Chelsea í Pienaar samþykkt Steven Pienaar er á leiðinni frá Everton en samningur hans rennur út í sumar. Tvö tilboð hafa borist í leikmanninn, frá Chelsea og Tottenham. 16.1.2011 16:47
Jafnt í Merseyside-slagnum Liverpool og Everton skildu jöfn í grannaslagnum á Anfield í dag. Bæði lið skoruðu tvö mörk í hörku leik. 16.1.2011 15:55
Mótmæli á White Hart Lane Stuðningsmenn Tottenham sameinuðust í mótmælum fyrir utan White Hart Lane í dag. Ástæðan er möguleikinn á því að félagið flytji sig yfir á Ólympíuleikvang Lundúna. 16.1.2011 15:30
Owen á óskalista Sunderland Michael Owen er efstur á óskalista Sunderland í janúar. Steve Bruce vonast til að hreppa Owen að láni út tímabilið og gefa honum meiri tíma á vellinum en Sir Alex Ferguson. 16.1.2011 14:45
Sunderland jafnaði á ögurstundu Það var boðið upp á dramatík í baráttunni um norðrið í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sunderland og Newcastle gerðu þá 1-1 jafntefli í hörku leik. 16.1.2011 13:52
Jafnt í hörku grannaslag í Birmingham Birmingham og Aston Villa skildu jöfn í fyrsta grannaslag dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Það voru sanngörn úrslit en leikurinn var fjörugur og skemmtilegur á að horfa. 16.1.2011 13:49
Redknapp: United fer ekki taplaust í gegnum tímabilið "Við erum með nokkra menn sem Sir Alex vildi gjarnan hafa í sínum leikmannahópi," segir Harry Redknapp en Tottenham og Manchester United mætast síðdegis í ensku úrvalsdeildinni. 16.1.2011 13:15
Græðir Eiður á því að Ba féll á læknisskoðun? Er líf fyrir Eið Smára Guðjohnsen hjá Stoke? BBC telur svo, en bara þar sem Demba Ba fer ekki til félagsins. 16.1.2011 12:30
Dalglish: Verður tilfinningaþrungið "Þetta verður rómantískt og allt það, en staðreyndin er sú að við verðum að fara að vinna leiki," segir Kenny Dalglish sem stýrir Liverpool í fyrsta sinn á Anfield síðan hann tók við liðinu á nýjan leik. 16.1.2011 10:00
600 deildarleikir hjá Giggs - Jóga hjálpar Ryan Giggs spilar sinn 600. leik í ensku úrvalsdeildinni fyrir Manchester United í dag, eða næst þegar hann tekur þátt í deildarleik. Hann hrósar jóga í hástert. 16.1.2011 09:00
Given má fara frá City Shay Given er einn þeirra sem má fara frá Manchester City. Félagið vill þó finna staðgengil hans áður. 15.1.2011 23:45
Makoun skrifar undir hjá Villa Gerard Houllier hefur róið á heimamið og fengið kamerúnska landsliðsmanninn Jean Makoun til liðs við Aston Villa frá Lyon. 15.1.2011 22:15
Fjórir Íslendingar spiluðu í ensku 1. deildinni í dag Fjöldi leikja fór fram í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í dag. Fjórir Íslendingar komu við sögu í leikjunum. 15.1.2011 20:15
Van Persie með tvö í sigri Arsenal Arsenal vann öruggan sigur á West Ham í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Robin van Persie skoraði tvö mörk og Theo Walcott eitt. 15.1.2011 19:38
Beckham líklega ekki til Tottenham David Beckham mun væntanlega ekki spila fyrir Tottenham á tímabilinu. Harry Redknapp telur tímasóun að reyna að fá hann í nokkrar vikur. 15.1.2011 19:15
Tevez frábær og City komið á toppinn Manchester City er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar eftir sigur á Wolves í dag. Fyrirliðinn Carlos Tevez var manna bestur en Edin Dzeko spilaði sinn fyrsta leik fyrir milljarðamæringana eftir söluna frá Wolfsburg fyrir 27 milljónir punda. 15.1.2011 16:33
Dzeko frammi með Tevez - Enginn Íslendingaslagur Edin Dzeko, nýjasti leikmaður Manchester City, er í byrjunarliðinu gegn Úlfunum í dag. Hann verður frammi með Carlos Tevez. 15.1.2011 14:29
BBC segir O´Neill taka við West Ham í kvöld Samkvæmt BBC mun Martin O´Neill taka við West Ham í kvöld. Þetta verður tilkynnt eftir leik Hamranna við Arsenal síðdegis. 15.1.2011 13:45
Sir Alex: Leikmenn Liverpool voru í herferð gegn Hodgson Sir Alex Ferguson kennir leikmönnum Liverpool um að Roy Hodgson hafi verið rekinn frá félaginu. Hann kennir fjölmiðlum einnig að hluta til um. 15.1.2011 11:45
Anelka: Vð getum alveg náð United Nicolas Anelka, franski framherjinn hjá Chelsea, trúir því að Chelsea geti náð Manchester United og unnið enska meistaratitilinn annað árið í röð. Chelsea er níu stigum á eftir United fyrir leiki helgarinnar og auk þess búið að spila leik meira. 14.1.2011 21:32
Tottenham búið að selja Keane til Birmingham fyrir 6 milljón punda Tottenham er búið að samþykkja sex milljón punda tilboð Birmingham í Robbie Keane en leikmaðurinn á þó enn eftir að semja um kaup og kjör og fyrr ganga kaupin ekki í gegn. Keane hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Harry Redknapp, stjóra Tottenham, og löngu ljóst að hann þyrfti að yfirgefa félagið ætlaði hann sér að fá eitthvað að spila. 14.1.2011 19:07
Poyet: Enska deildin búin að vera slök á þessu tímabili Úrúgvæmaðurinn Gus Poyet, fyrrum miðjumaður Chelsea og Tottenham, er ekki hrifinn af fótboltanum sem bestu liðin í ensku úrvalsdeildinni hafa boðið upp á þessu tímabili. Það að United sé enn taplaust er því bara að hans mati dæmi um slaka frammistöðu mótherja þeirra í deildinni. 14.1.2011 18:42
Lampard vill fara í þjálfun Frank Lampard, leikmaður Chelsea, segist gjarnan vilja fara út í þjálfun þegar að ferli hans lýkur sem leikmaður. 14.1.2011 16:45
Wenger: Fer enginn frá Arsenal í janúar Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur útilokað að félagið muni leyfa einhverjum leikmanni að fara nú í félagaskiptaglugganum í janúar. 14.1.2011 16:15
Van der Vaart vill klára ferlinn hjá Tottenham Hollendingurinn Rafael van der Vaart segist gjarnan vilja spila með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni þar til að ferli hans lýkur. 14.1.2011 14:45
Chris Eagles á leið til Everton Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Chris Eagles sé líklega á leið til Everton frá enska B-deildarliðinu Burnley. 14.1.2011 12:45
Rooney nær líklega leiknum gegn Tottenham Wayne Rooney mun líklega spila með Manchester United þegar að liðið mætir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. 14.1.2011 11:45
Coyle hefur trú á Dalglish Owen Coyle, stjóri Bolton, hefur trú á því að Kenny Dalglish muni ná að koma Liverpool aftur á beinu brautina í ensku úrvalsdeildinni. 14.1.2011 11:44
Ba í læknisskoðun hjá Stoke Demba Ba mun í dag gangast undir læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Stoke eftir því sem fram kemur á fréttavef Sky Sports. 14.1.2011 10:15
Kuszczak vill verða númer eitt hjá United Tomasz Kuszczak segir að hann muni fara frá Manchester United ef hann verður ekki aðalmarkvörður liðsins eftir að Edwin van der Sar leggur hanskana á hilluna. 14.1.2011 09:49
Rooney spilar með Red Bulls við hlið Thierry Henry John Rooney, yngri bróðir Wayne Rooney hjá Manchester United, fær tækifæri til að spila í bandarísku atvinnumannadeildinni á næsta tímabili því hann var valinn í nýliðavali MLS-deildarinnar í dag. 13.1.2011 23:15
Arsenal lánar brasilískan framherja til Spánar Arsenal hefur ákveðið að lána brasilískan framherjann Wellington til spænska liðsins Levante út þetta tímabil. Wellington er aðeins 18 ára gamall og var í 17 ára landsliði Brasilíu á HM 2009. 13.1.2011 22:30